Síbrotamaður í fjögurra mánaða fangelsi fyrir hnéspark Árni Sæberg skrifar 20. desember 2023 12:14 Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi manninn. Vísir/Vilhelm Karlmanni, sem hefur langan sakaferil að baki, hefur verið dæmdur fjögurra mánaða hegningarauki við fyrri dóm. Hann var sakfelldur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, með því að hafa veitt manni hnéspark í höfuðið í verslunarmiðstöð í Reykjavík. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að sá sem fyrir hnésparkinu varð hafi hlotið heilahrising, tognun og ofreynslu á hálshrygg. Sá gerði einkaréttarkröfu í málinu og krafðist skaða- og miskabóta upp á 800 þúsund krónur. Maðurinn hafi játað brot sín skýlaust og viðurkennt bótaskyldu en mótmælt fjárhææð bótakröfu. Hann hafi krafist vægustu refsingar sem lög leyfa og að fjárhæð bótakröfu yrði lækkuð. Hegningarauki við annan hegningarauka Málið hafi því verið dómtekið án frekari sönnunarfærslu og talið sannað að maðurinn hafi gerst sekur um líkamsárásina. Samkvæmt sakavottorði hafi maðurinn margsinnis áður gerst brotlegur við refsilög. Það skipti aðallega máli við ákvörðun refsingar hans sé að honum hafi með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 2023, sem sé undir áfrýjun fyrir Landsrétti, gert að sæta níu mánaða fangelsi vegna þjófnaðar, eignaspjalla, nytjastuldar, lyfja-, fíkniefna-og sviptingaraksturs, auk varslna á fíkniefnum. Sá dómur hafi verið hegningarauki við dóm sama héraðsdómstóls frá 2022 þar sem manninum var gert að sæta sjö mánaða fangelsi vegna gripdeildar, nytjastuldar, vopnalagabrots, lyfja-, fíkniefna-og sviptingaraksturs. Annar hegningarauki við hegningarauka, sem var uppdómur Með dómi fyrrgreinds héraðsdómstóls frá 2020 hafi manninum verið gert að sæta fjögurra mánaða fangelsi vegna brots gegn valdstjórninni, hættubrots, auk umferðarlagabrota. Dómurinn hafi verið hegningarauki við dóm sama dómstóls frá 2019 þar sem mannninum var gert að sæta tólf mánaða fangelsi vegna brots gegn valdstjórninni, líkamsárásar, nytjastuldar, þjófnaðar, varslna á fíkniefnum, lyfja-, fíkniefna- og sviptingaraksturs, auk vopnalagabrots. Dómurinn hafi verið hegningarauki við dóm Héraðsdóms Suðurlands frá 2019 þar sem manninum hafi verið gert að sæta tíu mánaða fangelsi, þar af sjö mánaða skilorðsbundið, vegna nytjastuldar. Með refsingunni hafi verið dæmdur upp eldri átta mánaða skilorðsdómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá 2019, sem hafi meðal annars verið vegna húsbrots, þjófnaðar, gripdeildar, ráns, nytjastuldar, lyfja-, ölvunar-, fíkniefna-og sviptingaraksturs. „Að öðru leyti eru ekki efni til að rekja sakaferil ákærða.“ Með vísan til brotaferils mannsins og þess að háttsemi hans hafi verið sérlega hættuleg, til refsiþyngingar, og skýlausrar játningar hans, honum til málsbóta, var refsing hans hæfilega metin fjögurra mánaða hegningarauki við fyrri dóm. Þá var hann dæmdur til að greiða brotaþola 500 þúsund krónur í miskabætur og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, 300 þúsund krónu. Dómsmál Reykjavík Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Erlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að sá sem fyrir hnésparkinu varð hafi hlotið heilahrising, tognun og ofreynslu á hálshrygg. Sá gerði einkaréttarkröfu í málinu og krafðist skaða- og miskabóta upp á 800 þúsund krónur. Maðurinn hafi játað brot sín skýlaust og viðurkennt bótaskyldu en mótmælt fjárhææð bótakröfu. Hann hafi krafist vægustu refsingar sem lög leyfa og að fjárhæð bótakröfu yrði lækkuð. Hegningarauki við annan hegningarauka Málið hafi því verið dómtekið án frekari sönnunarfærslu og talið sannað að maðurinn hafi gerst sekur um líkamsárásina. Samkvæmt sakavottorði hafi maðurinn margsinnis áður gerst brotlegur við refsilög. Það skipti aðallega máli við ákvörðun refsingar hans sé að honum hafi með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 2023, sem sé undir áfrýjun fyrir Landsrétti, gert að sæta níu mánaða fangelsi vegna þjófnaðar, eignaspjalla, nytjastuldar, lyfja-, fíkniefna-og sviptingaraksturs, auk varslna á fíkniefnum. Sá dómur hafi verið hegningarauki við dóm sama héraðsdómstóls frá 2022 þar sem manninum var gert að sæta sjö mánaða fangelsi vegna gripdeildar, nytjastuldar, vopnalagabrots, lyfja-, fíkniefna-og sviptingaraksturs. Annar hegningarauki við hegningarauka, sem var uppdómur Með dómi fyrrgreinds héraðsdómstóls frá 2020 hafi manninum verið gert að sæta fjögurra mánaða fangelsi vegna brots gegn valdstjórninni, hættubrots, auk umferðarlagabrota. Dómurinn hafi verið hegningarauki við dóm sama dómstóls frá 2019 þar sem mannninum var gert að sæta tólf mánaða fangelsi vegna brots gegn valdstjórninni, líkamsárásar, nytjastuldar, þjófnaðar, varslna á fíkniefnum, lyfja-, fíkniefna- og sviptingaraksturs, auk vopnalagabrots. Dómurinn hafi verið hegningarauki við dóm Héraðsdóms Suðurlands frá 2019 þar sem manninum hafi verið gert að sæta tíu mánaða fangelsi, þar af sjö mánaða skilorðsbundið, vegna nytjastuldar. Með refsingunni hafi verið dæmdur upp eldri átta mánaða skilorðsdómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá 2019, sem hafi meðal annars verið vegna húsbrots, þjófnaðar, gripdeildar, ráns, nytjastuldar, lyfja-, ölvunar-, fíkniefna-og sviptingaraksturs. „Að öðru leyti eru ekki efni til að rekja sakaferil ákærða.“ Með vísan til brotaferils mannsins og þess að háttsemi hans hafi verið sérlega hættuleg, til refsiþyngingar, og skýlausrar játningar hans, honum til málsbóta, var refsing hans hæfilega metin fjögurra mánaða hegningarauki við fyrri dóm. Þá var hann dæmdur til að greiða brotaþola 500 þúsund krónur í miskabætur og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, 300 þúsund krónu.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Erlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Sjá meira