Rúmur tugur búða sektaður vegna verðmerkinga Jakob Bjarnar skrifar 20. desember 2023 15:45 Frá miðborginni. Þar fóru útsendarar Neytendastofu um og hafa nú sektað 11 fyrirtæki fyrir slæleg vinnubrögð við verðmerkingar. vísir/vilhelm Neytendastofa hefur sektað 11 fyrirtæki í miðborginni vegna ófullnægjandi verðmerkinga. Um er að ræða verslanirnar Aurum, Álafoss, Arctic Explorer, Collections, Fjall Raven, Gull og Silfur, Icemart á Laugavegi, Icemart á Skólavörðustíg, Islandia, Levi‘s, Lundinn, Nordic Market á Laugavegi 25, Nordic Market á Laugavegi 51, Nordic Store og verslun Guðsteins. Í skjalinu sem fylgir ákvörðuninni segir meðal annars, í tilfelli verslunar Guðsteins: „Með vísan til alls framangreinds, sem og að teknu tilliti til meðalhófsreglu og jafnræðisreglu stjórnsýslulaga, og með hliðsjón af sektarákvörðunum í sambærilegum málum þykir Neytendastofu hæfilegt að leggja á Vaðmál og Glingur ehf. stjórnvaldssekt að fjárhæð 50.000 kr. (fimmtíu þúsund krónur). Sektina skal greiða í ríkissjóð eigi síðar en þremur mánuðum frá dagsetningu ákvörðunar þessarar.“ Í sambærilegu skjali sem snýr að Nordic Market segir að Neytendastofa sekti þá verslun um sem nemur hundrað þúsund krónum. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef neytendastofu en í haust skoðaði stofan ástand verðmerkinga verslana á Laugavegi sem og í aðliggjandi götum. Farið var í 109 verslanir og kannað hvort vörur væru verðmerktar auk þess sem kannað var sérstaklega hvort verðmerkingarnar væru sýnilegar í útstillingum. Í fyrri skoðun voru gerðar athugasemdir við verðmerkingar 43 verslana. Í skoðun sem var fylgt eftir hjá þessum 43 verslunum höfðu 28 verslanir bætt sig þannig að ekki þótti tilefni til frekari aðgerða hjá þeim. Verslun Neytendur Reykjavík Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Sjá meira
Um er að ræða verslanirnar Aurum, Álafoss, Arctic Explorer, Collections, Fjall Raven, Gull og Silfur, Icemart á Laugavegi, Icemart á Skólavörðustíg, Islandia, Levi‘s, Lundinn, Nordic Market á Laugavegi 25, Nordic Market á Laugavegi 51, Nordic Store og verslun Guðsteins. Í skjalinu sem fylgir ákvörðuninni segir meðal annars, í tilfelli verslunar Guðsteins: „Með vísan til alls framangreinds, sem og að teknu tilliti til meðalhófsreglu og jafnræðisreglu stjórnsýslulaga, og með hliðsjón af sektarákvörðunum í sambærilegum málum þykir Neytendastofu hæfilegt að leggja á Vaðmál og Glingur ehf. stjórnvaldssekt að fjárhæð 50.000 kr. (fimmtíu þúsund krónur). Sektina skal greiða í ríkissjóð eigi síðar en þremur mánuðum frá dagsetningu ákvörðunar þessarar.“ Í sambærilegu skjali sem snýr að Nordic Market segir að Neytendastofa sekti þá verslun um sem nemur hundrað þúsund krónum. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef neytendastofu en í haust skoðaði stofan ástand verðmerkinga verslana á Laugavegi sem og í aðliggjandi götum. Farið var í 109 verslanir og kannað hvort vörur væru verðmerktar auk þess sem kannað var sérstaklega hvort verðmerkingarnar væru sýnilegar í útstillingum. Í fyrri skoðun voru gerðar athugasemdir við verðmerkingar 43 verslana. Í skoðun sem var fylgt eftir hjá þessum 43 verslunum höfðu 28 verslanir bætt sig þannig að ekki þótti tilefni til frekari aðgerða hjá þeim.
Verslun Neytendur Reykjavík Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Sjá meira