Samkeppni á raforkumarkaði og staða almennings í landinu Steingrímur Ægisson og Sigrún Eyjólfsdóttir skrifa 21. desember 2023 07:00 Undanfarið hefur nokkuð verið fjallað um frumvarp atvinnuveganefndar Alþingis til laga um breytingar á raforkulögum til að tryggja almenningi forgang að raforku ef til kemur viðvarandi orkuskortur. Felur frumvarpið m.a. í sér að komi til orkuskorts geti þau fyrirtæki sem kaupa raforku í heildsölu af Landsvirkjun aðeins selt þá orku til almennings, stofnana og lítilla og meðalstórra fyrirtækja, en ekki stórnotenda eins og þau gera að einhverju leyti núna. Þessi skilyrði munu hins vegar ekki eiga við um Landsvirkjun, þ.e. það fyrirtæki getur áfram boðið öllum sínum viðskiptavinum, þ.m.t. stórnotendum upp á raforku með sama fyrirkomulagi og áður. Til stóð að afgreiða frumvarpið fyrir jól, en afgreiðslu þess var að lokum frestað. Samkeppniseftirlitið veitti umsögn við frumvarpið, sem birt var á heimasíðu eftirlitsins þann 12. desember 2023. Af gefnu tilefni teljum við rétt að árétta nokkur atriði sem skipta miklu máli þegar reglur um þetta eru mótaðar og settar. Fyrst ber að árétta að Samkeppniseftirlitið hefur fullan skilning á því að taka þurfi á þeim vanda sem mögulega getur komið upp á raforkumarkaði í náinni framtíð vegna skorts á raforku. Þannig kunni að verða mikilvægt að tryggja að almenningur og fyrirtæki njóti forgangs á raforku fram yfir stórnotendur og einnig að raforkukostnaður neytenda verði ekki óhóflegur ef til kæmi orkuskortur. Við val á leiðum til að verja þessa almannahagsmuni verður að hafa í huga að markmið raforkulaga um aukna samkeppni og neytendavernd hafa ekki náð fram að ganga sem skildi á þeim tuttugu árum sem lögin hafa verið í gildi. Mikilvægt er því að allar aðgerðir sem ráðist er í nú miði eins og kostur er að því að auka samkeppni, þar á meðal að skerða ekki tækifæri minni og nýrri aðila á markaðnum til þess að keppa við stærri aðila. Þegar verja þarf sérstaka almannahagsmuni, eins og aðgengi almennings að raforku, er mikilvægt að velja þá leið sem helst styður við samkeppni og síst takmarkar hana. Til er viðurkennd aðferðafræði sem miðar að þessu, en hún hefur verið kölluð samkeppnismat (e. competition assessment toolkit). Er þessari aðferðafræði lýst í áliti nr. 2/2009, Samkeppnismat stjórnvalda. Samkeppniseftirlitið hefur talað fyrir því að samkeppnismati sé beitt við undirbúning nýrra laga og reglna, en með misjöfnum árangri. Eitt af því sem almennt ber að varast er að stjórnvöld mismuni fyrirtækjum á markaði með reglusetningu. Þannig getur það haft alvarlegar afleiðingar fyrir almannahagsmuni ef lög og reglur mismuna þátttakendum á markaði með þeim hætti að tækifæri minni aðila til að keppa skerðist. Þetta getur t.d. gerst ef settar eru reglur sem með einhverjum hætti veita markaðsráðandi eða opinberu fyrirtæki tækifæri sem öðrum standa ekki til boða, eða setja minni og nýjum fyrirtækjum skorður sem ekki eiga við um hið markaðsráðandi fyrirtæki. Slíkar reglur geta síðan mögulega haft þau áhrif að erfiðara verður að verja samkeppni með beitingu almennra samkeppnisreglna til framtíðar, þar á meðal beitingu bannsins við misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Þótt markmið fyrirliggjandi frumvarps sé að verja hagmuni almennings og fyrirtækja gagnvart raforkuviðskiptum stórnotenda, getur mismununin sem í því felst skaðað samkeppni í sölu raforku til almennings og fyrirtækja til lengri tíma. Samkeppniseftirlitinu hafa á liðnum misserum borist allmargar kvartanir og ábendingar vegna samkeppnisaðstæðna á raforkumarkaði. Tengjast þær í mörgum tilvikum orkuskiptum og breytingum vegna aðgerða gegn hlýnun jarðar og tilraunum nýrra og smærri aðila til að komast inn á markaðinn og vaxa við hlið rótgrónari fyrirtækja. Þessar kvartanir og ábendingar eru til vitnis um gerjun og vilja til breytinga sem til lengri tíma geta leitt til virkari samkeppni. Áhersla stjórnvalda verður að beinast að því að liðka til fyrir nýjum tækifærum og virkari samkeppni og leysa úr þeim samkeppnishindrunum sem til staðar eru. Allt framangreint verður að hafa í huga þegar valdar eru leiðir til þess að verja aðgang almennings að ódýrri raforku. Fyrrgreind umsögn Samkeppniseftirlitsins við frumvarp atvinnuveganefndar byggir á þessum sjónarmiðum. Höfundar eru verkefnis-og teymisstjórar hjá Samkeppniseftirlitinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Samkeppnismál Alþingi Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur nokkuð verið fjallað um frumvarp atvinnuveganefndar Alþingis til laga um breytingar á raforkulögum til að tryggja almenningi forgang að raforku ef til kemur viðvarandi orkuskortur. Felur frumvarpið m.a. í sér að komi til orkuskorts geti þau fyrirtæki sem kaupa raforku í heildsölu af Landsvirkjun aðeins selt þá orku til almennings, stofnana og lítilla og meðalstórra fyrirtækja, en ekki stórnotenda eins og þau gera að einhverju leyti núna. Þessi skilyrði munu hins vegar ekki eiga við um Landsvirkjun, þ.e. það fyrirtæki getur áfram boðið öllum sínum viðskiptavinum, þ.m.t. stórnotendum upp á raforku með sama fyrirkomulagi og áður. Til stóð að afgreiða frumvarpið fyrir jól, en afgreiðslu þess var að lokum frestað. Samkeppniseftirlitið veitti umsögn við frumvarpið, sem birt var á heimasíðu eftirlitsins þann 12. desember 2023. Af gefnu tilefni teljum við rétt að árétta nokkur atriði sem skipta miklu máli þegar reglur um þetta eru mótaðar og settar. Fyrst ber að árétta að Samkeppniseftirlitið hefur fullan skilning á því að taka þurfi á þeim vanda sem mögulega getur komið upp á raforkumarkaði í náinni framtíð vegna skorts á raforku. Þannig kunni að verða mikilvægt að tryggja að almenningur og fyrirtæki njóti forgangs á raforku fram yfir stórnotendur og einnig að raforkukostnaður neytenda verði ekki óhóflegur ef til kæmi orkuskortur. Við val á leiðum til að verja þessa almannahagsmuni verður að hafa í huga að markmið raforkulaga um aukna samkeppni og neytendavernd hafa ekki náð fram að ganga sem skildi á þeim tuttugu árum sem lögin hafa verið í gildi. Mikilvægt er því að allar aðgerðir sem ráðist er í nú miði eins og kostur er að því að auka samkeppni, þar á meðal að skerða ekki tækifæri minni og nýrri aðila á markaðnum til þess að keppa við stærri aðila. Þegar verja þarf sérstaka almannahagsmuni, eins og aðgengi almennings að raforku, er mikilvægt að velja þá leið sem helst styður við samkeppni og síst takmarkar hana. Til er viðurkennd aðferðafræði sem miðar að þessu, en hún hefur verið kölluð samkeppnismat (e. competition assessment toolkit). Er þessari aðferðafræði lýst í áliti nr. 2/2009, Samkeppnismat stjórnvalda. Samkeppniseftirlitið hefur talað fyrir því að samkeppnismati sé beitt við undirbúning nýrra laga og reglna, en með misjöfnum árangri. Eitt af því sem almennt ber að varast er að stjórnvöld mismuni fyrirtækjum á markaði með reglusetningu. Þannig getur það haft alvarlegar afleiðingar fyrir almannahagsmuni ef lög og reglur mismuna þátttakendum á markaði með þeim hætti að tækifæri minni aðila til að keppa skerðist. Þetta getur t.d. gerst ef settar eru reglur sem með einhverjum hætti veita markaðsráðandi eða opinberu fyrirtæki tækifæri sem öðrum standa ekki til boða, eða setja minni og nýjum fyrirtækjum skorður sem ekki eiga við um hið markaðsráðandi fyrirtæki. Slíkar reglur geta síðan mögulega haft þau áhrif að erfiðara verður að verja samkeppni með beitingu almennra samkeppnisreglna til framtíðar, þar á meðal beitingu bannsins við misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Þótt markmið fyrirliggjandi frumvarps sé að verja hagmuni almennings og fyrirtækja gagnvart raforkuviðskiptum stórnotenda, getur mismununin sem í því felst skaðað samkeppni í sölu raforku til almennings og fyrirtækja til lengri tíma. Samkeppniseftirlitinu hafa á liðnum misserum borist allmargar kvartanir og ábendingar vegna samkeppnisaðstæðna á raforkumarkaði. Tengjast þær í mörgum tilvikum orkuskiptum og breytingum vegna aðgerða gegn hlýnun jarðar og tilraunum nýrra og smærri aðila til að komast inn á markaðinn og vaxa við hlið rótgrónari fyrirtækja. Þessar kvartanir og ábendingar eru til vitnis um gerjun og vilja til breytinga sem til lengri tíma geta leitt til virkari samkeppni. Áhersla stjórnvalda verður að beinast að því að liðka til fyrir nýjum tækifærum og virkari samkeppni og leysa úr þeim samkeppnishindrunum sem til staðar eru. Allt framangreint verður að hafa í huga þegar valdar eru leiðir til þess að verja aðgang almennings að ódýrri raforku. Fyrrgreind umsögn Samkeppniseftirlitsins við frumvarp atvinnuveganefndar byggir á þessum sjónarmiðum. Höfundar eru verkefnis-og teymisstjórar hjá Samkeppniseftirlitinu.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar