UEFA og FIFA í órétti gegn Ofurdeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2023 10:30 Mörg af stærstu félögum Evrópu vildu stofna Ofurdeild Evrópu árið 2021. Getty/Visionhaus Evrópudómstóllinn hefur tekið fyrir baráttuaðferðir Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, og Evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA, gegn þeim sem reyna að stofna nýjar knattspyrnukeppnir eins og hina umdeildu Ofurdeild Evrópu. Evrópska ofurdeildin virðist hafa lögin með sér í liði því Evrópudómstóllinn úrskurðaði að FIFA og UEFA hafi brotið lög með því að hóta því að refsa leikmönnum og félögum sem gengu til liðs við Ofurdeildina. Bakjarlar Ofurdeildarinnar leituðu réttar síns og þrátt fyrir mótlæti í byrjun virðast þeir nú hafa fagnað sigri í þessu máli. Úrskurður Evrópudómstólsins er að UEFA og FIFA séu að misnota sterka stöðu sína með slíkum hótunum. Uefa and Fifa rules banning clubs joining breakaway competitions like the European Super League are unlawful, the European Court of Justice has ruled.#BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) December 21, 2023 Áður hafði dómstóll komist að því að stóru knattspyrnusamböndin væru að fylgja evrópskum lögum með því að verja stöðu sína og þessi nýi úrskurður er því áfall fyrir knattspyrnuforystuna. Vorið 2021 ætluðu nokkur af stærstu fótboltafélögum Evrópu að stofna nýja ofurdeild og hætta í staðinn að taka þátt í Meistaradeild Evrópu. Hörð viðbrögð voru við þessum fréttum ekki síst frá knattspyrnuforystunni sjálfri. Upphaflega ætluðu Arsenal, Chelsea, Liverpool, Manchester City, Manchester United, Tottenham, Internazionela, AC Milan, Juventus, Atlético Madrid, Barcelona, og Real Madrid að stofna Ofurdeildina. Á endanum drógu flest félögin sig út úr Ofurdeildinni nema spænsku félögin Barcelona, og Real Madrid sem stóðu ein eftir. Þessi úrskurður segir ekkert um það hvort Ofurdeildin verði samþykkt eða ekki heldur aðeins um það að UEFA og FIFA hafi verið í órétti með að segja það nýjar keppnir þurfi sérstakt leyfi frá þeim. Bakjarlar Ofurdeildarinnar fagna aftur á móti sigri, segjast hafa unnið sér réttinn til að vera til og að fótboltinn sé nú frjáls og laus undan einokun UEFA. Þetta er einn sigur en það er þó langt í það enn þá að Ofurdeildin verði að veruleika. "There are still some very significant hurdles for people who want to set up a European Super League to overcome"Kaveh Solhekol on the prospect of a future European Super League pic.twitter.com/FikuILMFSU— Sky Sports News (@SkySportsNews) December 21, 2023 UEFA Ofurdeildin Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Körfubolti Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Sjá meira
Evrópska ofurdeildin virðist hafa lögin með sér í liði því Evrópudómstóllinn úrskurðaði að FIFA og UEFA hafi brotið lög með því að hóta því að refsa leikmönnum og félögum sem gengu til liðs við Ofurdeildina. Bakjarlar Ofurdeildarinnar leituðu réttar síns og þrátt fyrir mótlæti í byrjun virðast þeir nú hafa fagnað sigri í þessu máli. Úrskurður Evrópudómstólsins er að UEFA og FIFA séu að misnota sterka stöðu sína með slíkum hótunum. Uefa and Fifa rules banning clubs joining breakaway competitions like the European Super League are unlawful, the European Court of Justice has ruled.#BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) December 21, 2023 Áður hafði dómstóll komist að því að stóru knattspyrnusamböndin væru að fylgja evrópskum lögum með því að verja stöðu sína og þessi nýi úrskurður er því áfall fyrir knattspyrnuforystuna. Vorið 2021 ætluðu nokkur af stærstu fótboltafélögum Evrópu að stofna nýja ofurdeild og hætta í staðinn að taka þátt í Meistaradeild Evrópu. Hörð viðbrögð voru við þessum fréttum ekki síst frá knattspyrnuforystunni sjálfri. Upphaflega ætluðu Arsenal, Chelsea, Liverpool, Manchester City, Manchester United, Tottenham, Internazionela, AC Milan, Juventus, Atlético Madrid, Barcelona, og Real Madrid að stofna Ofurdeildina. Á endanum drógu flest félögin sig út úr Ofurdeildinni nema spænsku félögin Barcelona, og Real Madrid sem stóðu ein eftir. Þessi úrskurður segir ekkert um það hvort Ofurdeildin verði samþykkt eða ekki heldur aðeins um það að UEFA og FIFA hafi verið í órétti með að segja það nýjar keppnir þurfi sérstakt leyfi frá þeim. Bakjarlar Ofurdeildarinnar fagna aftur á móti sigri, segjast hafa unnið sér réttinn til að vera til og að fótboltinn sé nú frjáls og laus undan einokun UEFA. Þetta er einn sigur en það er þó langt í það enn þá að Ofurdeildin verði að veruleika. "There are still some very significant hurdles for people who want to set up a European Super League to overcome"Kaveh Solhekol on the prospect of a future European Super League pic.twitter.com/FikuILMFSU— Sky Sports News (@SkySportsNews) December 21, 2023
UEFA Ofurdeildin Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Körfubolti Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti