Pissar í flösku og fær ekki aukaáklæði á hjólastólinn Árni Sæberg skrifar 21. desember 2023 16:52 Maðurinn notar rafmagnshjólastól. Myndin tengist fréttinni ekki beint. 24K-Production/Getty Karlmaður sem notar hjólastól fær ekki þriðja áklæðið á sessu hjólastólsins greitt af Sjúkratryggingum Íslands. Í kæru mannsins til úrskurðarnefndar velferðarmála segir að ástæðan fyrir aukaáklæði sé út frá hreinlætissjónarmiðum og sýkingarhættu en hann noti flösku til að kasta af sér þvagi en það gerist oft að það leki fram hjá og ofan í áklæðið. Af þessu myndist óþefur og aukin hætta á bakteríusýkingu. Því sé gott að eiga auka áklæði á sessuna í bakpokanum í þeim tilvikum. Í sjónarmiðum Sjúkratrygginga Íslands fyrir því að synja umsókn mannsins segir að það hafi verið gert á þeim grundvelli að þegar hefði verið samþykkt leyfilegt magn áklæða samkvæmt reglugerð um styrki vegna hjálpartækja. Tvö áklæði nóg Nýtt sérmótað sæti hafi verið samþykkt fyrir manninn í nóvember 2022 og með öllum samþykktum sætum fylgi áklæði og aukaáklæði. Í tölvupóstsamskiptum starfsmanns Sjúkratrygginga Íslands við sjúkraþjálfara mannins, dagsettum í febrúar 2023, hafi verið staðfest að maðurinn hafi fengið bæði áklæðin afhent. Samkvæmt reglugerðinni sé eingöngu heimilt að samþykkja eitt tæki af hverri gerð nema í undantekningartilvikum sem tilgreind séu í reglugerð. Vegna hreinlætissjónarmiða fylgi þó alltaf tvö áklæði með sætum í rafmagnshjólastóla þar sem nauðsynlegt sé að hafa áklæði til skiptanna. Það sama gildi til dæmis um snúningslök, samþykkt séu tvö lök, til að hægt sé að hafa til skiptanna. Í tilviki mannsins sé verið að sækja um þriðja áklæðið á sæti í hjólastól og sé það mat Sjúkratrygginga Íslands að þegar hafi verið samþykkt leyfilegt magn, auk þess að undanþága hafi þegar verið gerð frá meginreglunni um eitt hjálpartæki á hvern einstakling. Að öllu framangreindu virtu sé það mat Sjúkratrygginga að ekki sé heimilt að samþykkja þriðja áklæðið á sérmótað sæti mannsins. Ekki nauðsynlegt þó það kynni að koma sér vel fyrir hann Í niðurstöðu nefndarinnar segir að samkvæmt því sem fram kemur í gögnum málsins notist maðurinn við rafmagnhjólastól með sérsmíðuðu sæti og þegar hann kastar af sér þvagi lendi iðulega eitthvað í sessunni. Ljóst sé að þurfi að þvo og skipta um áklæðið nokkuð ört með tillit til hreinlætis. Því telji úrskurðarnefndin ljóst að maðurinn hafi þörf fyrir áklæði til skiptanna og hann hafi nú þegar fengið slíkt aukaáklæði. Úrskurðarnefndin fái hins vegar ekki ráðið að þriðja áklæðið sé manninum nauðsynlegt þrátt fyrir að það kynni að koma sér vel fyrir hann. Úrskurðarnefnd velferðarmála telji því að skilyrði fyrir greiðslu styrks til kaupa á viðbótaráklæði á sessu í rafmagnshjólastól séu ekki uppfyllt í tilviki mannsins. Með hliðsjón af framangreindu sé ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands, um að synja umsókn mannsins um styrk til kaupa á viðbótaráklæði á sessu í rafmagnshjólastól, staðfest. Málefni fatlaðs fólks Tryggingar Sjúkratryggingar Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fleiri fréttir Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Sjá meira
Af þessu myndist óþefur og aukin hætta á bakteríusýkingu. Því sé gott að eiga auka áklæði á sessuna í bakpokanum í þeim tilvikum. Í sjónarmiðum Sjúkratrygginga Íslands fyrir því að synja umsókn mannsins segir að það hafi verið gert á þeim grundvelli að þegar hefði verið samþykkt leyfilegt magn áklæða samkvæmt reglugerð um styrki vegna hjálpartækja. Tvö áklæði nóg Nýtt sérmótað sæti hafi verið samþykkt fyrir manninn í nóvember 2022 og með öllum samþykktum sætum fylgi áklæði og aukaáklæði. Í tölvupóstsamskiptum starfsmanns Sjúkratrygginga Íslands við sjúkraþjálfara mannins, dagsettum í febrúar 2023, hafi verið staðfest að maðurinn hafi fengið bæði áklæðin afhent. Samkvæmt reglugerðinni sé eingöngu heimilt að samþykkja eitt tæki af hverri gerð nema í undantekningartilvikum sem tilgreind séu í reglugerð. Vegna hreinlætissjónarmiða fylgi þó alltaf tvö áklæði með sætum í rafmagnshjólastóla þar sem nauðsynlegt sé að hafa áklæði til skiptanna. Það sama gildi til dæmis um snúningslök, samþykkt séu tvö lök, til að hægt sé að hafa til skiptanna. Í tilviki mannsins sé verið að sækja um þriðja áklæðið á sæti í hjólastól og sé það mat Sjúkratrygginga Íslands að þegar hafi verið samþykkt leyfilegt magn, auk þess að undanþága hafi þegar verið gerð frá meginreglunni um eitt hjálpartæki á hvern einstakling. Að öllu framangreindu virtu sé það mat Sjúkratrygginga að ekki sé heimilt að samþykkja þriðja áklæðið á sérmótað sæti mannsins. Ekki nauðsynlegt þó það kynni að koma sér vel fyrir hann Í niðurstöðu nefndarinnar segir að samkvæmt því sem fram kemur í gögnum málsins notist maðurinn við rafmagnhjólastól með sérsmíðuðu sæti og þegar hann kastar af sér þvagi lendi iðulega eitthvað í sessunni. Ljóst sé að þurfi að þvo og skipta um áklæðið nokkuð ört með tillit til hreinlætis. Því telji úrskurðarnefndin ljóst að maðurinn hafi þörf fyrir áklæði til skiptanna og hann hafi nú þegar fengið slíkt aukaáklæði. Úrskurðarnefndin fái hins vegar ekki ráðið að þriðja áklæðið sé manninum nauðsynlegt þrátt fyrir að það kynni að koma sér vel fyrir hann. Úrskurðarnefnd velferðarmála telji því að skilyrði fyrir greiðslu styrks til kaupa á viðbótaráklæði á sessu í rafmagnshjólastól séu ekki uppfyllt í tilviki mannsins. Með hliðsjón af framangreindu sé ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands, um að synja umsókn mannsins um styrk til kaupa á viðbótaráklæði á sessu í rafmagnshjólastól, staðfest.
Málefni fatlaðs fólks Tryggingar Sjúkratryggingar Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fleiri fréttir Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Sjá meira