Fengu leðurblöku á svalirnar í Kópavogi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. desember 2023 20:24 Leðurblakan var þreytt að sjá. Harpa Eik Harpa Eik Óskarsdóttir og Valgarð Hrafnsson urðu heldur betur hissa síðdegis í dag þegar leðurblaka flaug inn á lokaðar svalir þeirra á níundu hæð í fjölbýlishúsi í Kópavogi. „Kærastinn minn var einn heima og hringdi í mig og sagði: „Harpa það er leðurblaka á svölunum mínum,“ segir Harpa í samtali við Vísi. Hún segist hafa haldið að hann væri að grínast og farið að hlæja. „Þá hringdi hann í mig á Facetime og sýndi mér hana. Ég hélt í smá stund að þetta væri einhver filter,“ segir Harpa. Á myndbandi sem hún sendi fréttastofu má sjá að leðurblakan er ekki stór. Umrædd leðurblaka er ekki sú fyrsta sem álpast hingað til lands en Vísir greindi frá því á síðasta ári þegar svokölluð trítilblaka fannst um borð í skipi á veiðum djúpt suðaustur af Íslandi. Flaug aftur út „Hún flaug í einhvern dágóðan tíma inni á svölunum, sem eru lokaðar fyrir utan einn glugga, þaðan sem hún flaug inn. Svo virðist hún bara hafa flogið út aftur,“ segir Harpa. Hún segir að hún og Valgarð hafi ekki verið viss hvernig þau ættu að bregðast við á meðan leðurblakan var á staðnum. Þau byrjuðu á að hringja á lögreglu sem vísaði þeim á meindýreyði sem var á leiðinni til að fanga leðurblökuna þegar hún slapp út. „Kærastinn minn og vinur hans fóru svo út á svalirnar í mjög miklum fötum að leita að henni og sjá hvort hún væri þarna enn. Við vildum auðvitað ekki drepa hana,“ segir Harpa. Hún bætir því við að hún voni að leðurblakan komist einhvern veginn í skjól. Kópavogur Dýr Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
„Kærastinn minn var einn heima og hringdi í mig og sagði: „Harpa það er leðurblaka á svölunum mínum,“ segir Harpa í samtali við Vísi. Hún segist hafa haldið að hann væri að grínast og farið að hlæja. „Þá hringdi hann í mig á Facetime og sýndi mér hana. Ég hélt í smá stund að þetta væri einhver filter,“ segir Harpa. Á myndbandi sem hún sendi fréttastofu má sjá að leðurblakan er ekki stór. Umrædd leðurblaka er ekki sú fyrsta sem álpast hingað til lands en Vísir greindi frá því á síðasta ári þegar svokölluð trítilblaka fannst um borð í skipi á veiðum djúpt suðaustur af Íslandi. Flaug aftur út „Hún flaug í einhvern dágóðan tíma inni á svölunum, sem eru lokaðar fyrir utan einn glugga, þaðan sem hún flaug inn. Svo virðist hún bara hafa flogið út aftur,“ segir Harpa. Hún segir að hún og Valgarð hafi ekki verið viss hvernig þau ættu að bregðast við á meðan leðurblakan var á staðnum. Þau byrjuðu á að hringja á lögreglu sem vísaði þeim á meindýreyði sem var á leiðinni til að fanga leðurblökuna þegar hún slapp út. „Kærastinn minn og vinur hans fóru svo út á svalirnar í mjög miklum fötum að leita að henni og sjá hvort hún væri þarna enn. Við vildum auðvitað ekki drepa hana,“ segir Harpa. Hún bætir því við að hún voni að leðurblakan komist einhvern veginn í skjól.
Kópavogur Dýr Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira