Um 130 skráðar komur vegna heimilisofbeldis á bráðamóttöku Lovísa Arnardóttir skrifar 26. desember 2023 18:58 Jóhanna Erla Guðjónsdóttir félagsráðgjafi hjá heimilisofbeldisteymi bráðamóttökunnar. Vísir/Ívar Fannar Þjónusta við þolendur heimilisofbeldis hefur verið stórbætt síðasta árið á Landspítalanum. Lögum hefur verið breytt sem auðveldar samskipti við lögreglu auk þess stöðugildum í sérstöku heimilisofbeldisteymi hefur verið fjölgað. Fyrir ári síðan var tekið upp nýtt verklag á bráðamóttökunni. Nú eru sérstaklega skráðar allar komur vegna heimilisofbeldis. Frá þeim tíma hafa verið skráðar 130 komur. „Þessar breytingar eru að þannig að það er ákveðið verklag sem fer í gang þegar þolandi mætir á bráðamóttökuna. Það er tekið betur utan um hann. Við fylgjum honum í hverju einasta skrefi. Frá því þeir koma og líka eftir að þeir fara út,“ segir Jóhanna Erla Guðjónsdóttir félagsráðgjafi sem vinnur ásamt tveimur öðrum félagsráðgjöfum í sérstöku heimilisofbeldisteymi á bráðamóttöku Landspítalans. Auk þeirra eru í teyminu sálfræðingur, læknir og hjúkrunarfræðingur. Auk þess að breyta verklagi við komu og bæta skráningu, var samstarf við lögreglu einnig auðveldað en í maí á þessu ári var samþykkt frumvarp á Alþingi um breytingar á lögum um heilbrigðisstarfsmenn. Hafa aldrei samband við lögreglu nema með samþykki Með lagabreytingunni voru skýrðar heimildir heilbrigðisstarfsfólks til að tilkynna lögreglu um heimilisofbeldi í samráði við þolanda sem leitar á heilbrigðisstofnun. Tilgreint er hvaða upplýsingum er heimilt að miðla til lögreglu þannig að henni sé kleift að gera viðeigandi ráðstafanir til að tryggja þolanda nauðsynlega vernd og stuðning. „Ég hef aldrei samband við lögregluna nema með samþykki sjúklinga. En breytingin er að við erum ekki að brjóta nein lög með því að gera það,“ segir Jóhanna Erla og að nánast allir sem hafi leitað til þeirra hafi viljað samstarf við lögreglu. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra setti nýlega 90 milljónir króna í að fjölga stöðugildum sérfræðinga í heilbrigðisþjónustu sem aðstoða þolendur kynbundins ofbeldis. Vísir/Vilhelm „Ég get talið á fingrum annarrar handar þau tilfelli þar sem samvinnu við lögreglu er ekki óskað. Það eru nánast allir sem hafa samþykkt það að við eigum samráð við lögregluna. Burtséð frá því hvort þau leggja fram kæru eða ekki. Það er ekki það sem þetta snýst um. Það snýst um að lögreglan sé upplýst um að viðkomandi hafi komið vegna heimilisofbeldis. Þá er þetta á skrá.“ Þróa verkefnið áfram „Það er komin ákveðin skráning þannig við getum haldið utan um tölurnar,“ segir hún og að í skráningunni sé haldið utan um aldur þolenda og gerenda, hvenær fólk kemur og hversu oft og hvert þau fara eftir að þau komi til þeirra. Þá segir hún bráðamóttökuna í góðu samstarfi við ýmsa aðila eins og Kvennaathvarfið, Bjarkarhlíð og ýmis sértæk úrræði fyrir minnihlutahópa eins og Konukot og Réttindagæslufulltrúa fatlaðra. Jóhanna segir verkefnið í áframhaldandi þróun. „Það sem við erum kannski að skoða eru minnihlutahóparnir, jaðarhóparnir. Heimilislausar konur í vímuefnavanda og málefni fatlaðra. Þetta eru allt jaðarhópar og minnihlutahópar sem eru útsettir fyrir ofbeldi. Þannig þetta getur verið snúið en við erum að reyna.“ Heimilisofbeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir „Lögreglan getur ekki veitt neina þjónustu ef hún veit ekki af ofbeldinu“ Ný lög um heilbrigðisstarfsmenn skýra heimildir þeirra til að tilkynna lögreglu um heimilisofbeldi í samráði við þolanda sem leitar á heilbrigðisstofnun. Sérfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu segir þetta lið í nýju verklagi sem verið er að innleiða hér á landi. 26. maí 2023 13:21 Stutt við þolendur heimilisofbeldis Heimilisofbeldi er óásættanlegt samfélagslegt mein. Fólk af öllum kynjum verður fyrir heimilisofbeldi og því miður eru tilfellin allt of mörg. Mikilvægt er að þolendur heimilisofbeldis fái jafnt og greitt aðgengi að viðeigandi heilbrigðisþjónustu og stuðning eins fljótt og auðið er. Þjónustu sem er skipulögð með hagsmuni þolenda að leiðarljósi. 29. mars 2023 07:30 Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Fleiri fréttir „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Sjá meira
Fyrir ári síðan var tekið upp nýtt verklag á bráðamóttökunni. Nú eru sérstaklega skráðar allar komur vegna heimilisofbeldis. Frá þeim tíma hafa verið skráðar 130 komur. „Þessar breytingar eru að þannig að það er ákveðið verklag sem fer í gang þegar þolandi mætir á bráðamóttökuna. Það er tekið betur utan um hann. Við fylgjum honum í hverju einasta skrefi. Frá því þeir koma og líka eftir að þeir fara út,“ segir Jóhanna Erla Guðjónsdóttir félagsráðgjafi sem vinnur ásamt tveimur öðrum félagsráðgjöfum í sérstöku heimilisofbeldisteymi á bráðamóttöku Landspítalans. Auk þeirra eru í teyminu sálfræðingur, læknir og hjúkrunarfræðingur. Auk þess að breyta verklagi við komu og bæta skráningu, var samstarf við lögreglu einnig auðveldað en í maí á þessu ári var samþykkt frumvarp á Alþingi um breytingar á lögum um heilbrigðisstarfsmenn. Hafa aldrei samband við lögreglu nema með samþykki Með lagabreytingunni voru skýrðar heimildir heilbrigðisstarfsfólks til að tilkynna lögreglu um heimilisofbeldi í samráði við þolanda sem leitar á heilbrigðisstofnun. Tilgreint er hvaða upplýsingum er heimilt að miðla til lögreglu þannig að henni sé kleift að gera viðeigandi ráðstafanir til að tryggja þolanda nauðsynlega vernd og stuðning. „Ég hef aldrei samband við lögregluna nema með samþykki sjúklinga. En breytingin er að við erum ekki að brjóta nein lög með því að gera það,“ segir Jóhanna Erla og að nánast allir sem hafi leitað til þeirra hafi viljað samstarf við lögreglu. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra setti nýlega 90 milljónir króna í að fjölga stöðugildum sérfræðinga í heilbrigðisþjónustu sem aðstoða þolendur kynbundins ofbeldis. Vísir/Vilhelm „Ég get talið á fingrum annarrar handar þau tilfelli þar sem samvinnu við lögreglu er ekki óskað. Það eru nánast allir sem hafa samþykkt það að við eigum samráð við lögregluna. Burtséð frá því hvort þau leggja fram kæru eða ekki. Það er ekki það sem þetta snýst um. Það snýst um að lögreglan sé upplýst um að viðkomandi hafi komið vegna heimilisofbeldis. Þá er þetta á skrá.“ Þróa verkefnið áfram „Það er komin ákveðin skráning þannig við getum haldið utan um tölurnar,“ segir hún og að í skráningunni sé haldið utan um aldur þolenda og gerenda, hvenær fólk kemur og hversu oft og hvert þau fara eftir að þau komi til þeirra. Þá segir hún bráðamóttökuna í góðu samstarfi við ýmsa aðila eins og Kvennaathvarfið, Bjarkarhlíð og ýmis sértæk úrræði fyrir minnihlutahópa eins og Konukot og Réttindagæslufulltrúa fatlaðra. Jóhanna segir verkefnið í áframhaldandi þróun. „Það sem við erum kannski að skoða eru minnihlutahóparnir, jaðarhóparnir. Heimilislausar konur í vímuefnavanda og málefni fatlaðra. Þetta eru allt jaðarhópar og minnihlutahópar sem eru útsettir fyrir ofbeldi. Þannig þetta getur verið snúið en við erum að reyna.“
Heimilisofbeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir „Lögreglan getur ekki veitt neina þjónustu ef hún veit ekki af ofbeldinu“ Ný lög um heilbrigðisstarfsmenn skýra heimildir þeirra til að tilkynna lögreglu um heimilisofbeldi í samráði við þolanda sem leitar á heilbrigðisstofnun. Sérfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu segir þetta lið í nýju verklagi sem verið er að innleiða hér á landi. 26. maí 2023 13:21 Stutt við þolendur heimilisofbeldis Heimilisofbeldi er óásættanlegt samfélagslegt mein. Fólk af öllum kynjum verður fyrir heimilisofbeldi og því miður eru tilfellin allt of mörg. Mikilvægt er að þolendur heimilisofbeldis fái jafnt og greitt aðgengi að viðeigandi heilbrigðisþjónustu og stuðning eins fljótt og auðið er. Þjónustu sem er skipulögð með hagsmuni þolenda að leiðarljósi. 29. mars 2023 07:30 Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Fleiri fréttir „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Sjá meira
„Lögreglan getur ekki veitt neina þjónustu ef hún veit ekki af ofbeldinu“ Ný lög um heilbrigðisstarfsmenn skýra heimildir þeirra til að tilkynna lögreglu um heimilisofbeldi í samráði við þolanda sem leitar á heilbrigðisstofnun. Sérfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu segir þetta lið í nýju verklagi sem verið er að innleiða hér á landi. 26. maí 2023 13:21
Stutt við þolendur heimilisofbeldis Heimilisofbeldi er óásættanlegt samfélagslegt mein. Fólk af öllum kynjum verður fyrir heimilisofbeldi og því miður eru tilfellin allt of mörg. Mikilvægt er að þolendur heimilisofbeldis fái jafnt og greitt aðgengi að viðeigandi heilbrigðisþjónustu og stuðning eins fljótt og auðið er. Þjónustu sem er skipulögð með hagsmuni þolenda að leiðarljósi. 29. mars 2023 07:30