„Troðið í ykkur klökum og haldið helvítis kjafti“ Samúel Karl Ólason skrifar 23. desember 2023 10:57 Izhar Cohen, söngvari, vandaði Íslendingum ekki kveðjurnar í nýlegu viðtali. Izhar Cohen, sem vann Eurovision fyrir hönd Ísrael árið 1978, segir Ísraela vita að Íslendingum sé illa við þá. Íslendingar hafi sýnt það þegar söngvakeppnin fór fram í Tel Aviv og íslenski hópurinn hafi umgengst öfgafulla Palestínumenn og stutt hryðjuverkastarfsemi gegn Ísraelum. Þetta er meðal þess sem Cohen sagði í nýlegu viðtali á Channel 13 í Ísrael. Var þar verið að ræða um ákall margra hér á Íslandi eftir því að Ísraelum verði meinað að taka þátt í Eurovision á næsta ári, annars taki Ísland ekki þátt. Er það vegna átakanna á Gasaströndinni, sem kostað hafa yfir tuttugu þúsund Palestínumenn lífið. „Þið berjist fyrir mannréttindum allra í heiminum, nema fyrir mannréttindum Ísraela, fyrir mannréttindum gyðinga,“ sagði Cohen. „Þess vegna eru þið gyðingahatarar.“ Ríkisútvarpið sagði áður frá ummælum Cohen. Cohen sagði Íslendinga vita ekkert um Ísrael og Ísraela. Við hefðum innbyrt mikið af lygum og áróðri Palestínumanna. Sagði hann Íslendinga ekki gera neitt annað en að öskra og öskra. Þá lagði hann til að í stað þess að bera pólitískar skoðanir okkar inn á svið söngvakeppninnar ættu Íslendingar að mæta með gott lag og vinna keppnina. „Þannig munum við eftir ykkur. Hvar eru þið? Einhversstaðar við norðurpólinn, er það ekki? Eitthvað með ís og eld. Annars getið þið bara haldið áfram að gelta.“ Cohen sagði að Ísraelar yrðu áfram í Ísrael í fimmtíu þúsund ár. sama hvað Íslendingum finnist um það. „Það er mikið af klaka á Íslandi, er það ekki? Troðið í ykkur klökum og haldið helvítis kjafti! Ísrael tólf stig og Ísland núll,“ sagði Cohen við góðar undirtektir þáttastjórnendans. Hér að neðan má sjá lag Cohen frá 1978. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Eurovision Tengdar fréttir Þurfa að stíga yfir lík barna til að aðstoða börn sem deyja hvort eð er Natalie Thurtle, ástralskur læknir sem hefur haft umsjón með störfum Lækna án landamæra á Gasa, segir gríðarlegan fjölda barna hafa látist síðustu vikur eða hlotið skaða fyrir lífstíð. 21. desember 2023 07:06 Tuttugu þúsund sögð látin á Gasa Tuttugu þúsund manns eru látin á Gasa vegna árása Ísraela að sögn heilbrigðisyfirvalda þar. Ísraelsmenn hafa sagt að þeir muni ekki láta af árásum sínum. 20. desember 2023 18:13 Gíslarnir héldu á hvítum fánum þegar þeir voru drepnir Gíslarnir þrír ísraelsku sem voru drepnir af ísraelskum hermönnum í Gasa í gær héldu á heimatilbúnum hvítum fánum þegar hermennirnir skutu á þá, samkvæmt ísraelska hernum. 16. desember 2023 12:56 Varar við hruni hjálparstarfs á Gasaströndinni Yfirmaður Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) segir ástandið fyrir íbúa Gasastrandarinnar vera sambærilegt því að búa í helvíti. UNRWA ber ábyrgð á því að dreifa neyðaraðstoð til íbúa Gasastrandarinnar. 14. desember 2023 10:46 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent „Málið er fast“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira
Þetta er meðal þess sem Cohen sagði í nýlegu viðtali á Channel 13 í Ísrael. Var þar verið að ræða um ákall margra hér á Íslandi eftir því að Ísraelum verði meinað að taka þátt í Eurovision á næsta ári, annars taki Ísland ekki þátt. Er það vegna átakanna á Gasaströndinni, sem kostað hafa yfir tuttugu þúsund Palestínumenn lífið. „Þið berjist fyrir mannréttindum allra í heiminum, nema fyrir mannréttindum Ísraela, fyrir mannréttindum gyðinga,“ sagði Cohen. „Þess vegna eru þið gyðingahatarar.“ Ríkisútvarpið sagði áður frá ummælum Cohen. Cohen sagði Íslendinga vita ekkert um Ísrael og Ísraela. Við hefðum innbyrt mikið af lygum og áróðri Palestínumanna. Sagði hann Íslendinga ekki gera neitt annað en að öskra og öskra. Þá lagði hann til að í stað þess að bera pólitískar skoðanir okkar inn á svið söngvakeppninnar ættu Íslendingar að mæta með gott lag og vinna keppnina. „Þannig munum við eftir ykkur. Hvar eru þið? Einhversstaðar við norðurpólinn, er það ekki? Eitthvað með ís og eld. Annars getið þið bara haldið áfram að gelta.“ Cohen sagði að Ísraelar yrðu áfram í Ísrael í fimmtíu þúsund ár. sama hvað Íslendingum finnist um það. „Það er mikið af klaka á Íslandi, er það ekki? Troðið í ykkur klökum og haldið helvítis kjafti! Ísrael tólf stig og Ísland núll,“ sagði Cohen við góðar undirtektir þáttastjórnendans. Hér að neðan má sjá lag Cohen frá 1978.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Eurovision Tengdar fréttir Þurfa að stíga yfir lík barna til að aðstoða börn sem deyja hvort eð er Natalie Thurtle, ástralskur læknir sem hefur haft umsjón með störfum Lækna án landamæra á Gasa, segir gríðarlegan fjölda barna hafa látist síðustu vikur eða hlotið skaða fyrir lífstíð. 21. desember 2023 07:06 Tuttugu þúsund sögð látin á Gasa Tuttugu þúsund manns eru látin á Gasa vegna árása Ísraela að sögn heilbrigðisyfirvalda þar. Ísraelsmenn hafa sagt að þeir muni ekki láta af árásum sínum. 20. desember 2023 18:13 Gíslarnir héldu á hvítum fánum þegar þeir voru drepnir Gíslarnir þrír ísraelsku sem voru drepnir af ísraelskum hermönnum í Gasa í gær héldu á heimatilbúnum hvítum fánum þegar hermennirnir skutu á þá, samkvæmt ísraelska hernum. 16. desember 2023 12:56 Varar við hruni hjálparstarfs á Gasaströndinni Yfirmaður Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) segir ástandið fyrir íbúa Gasastrandarinnar vera sambærilegt því að búa í helvíti. UNRWA ber ábyrgð á því að dreifa neyðaraðstoð til íbúa Gasastrandarinnar. 14. desember 2023 10:46 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent „Málið er fast“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira
Þurfa að stíga yfir lík barna til að aðstoða börn sem deyja hvort eð er Natalie Thurtle, ástralskur læknir sem hefur haft umsjón með störfum Lækna án landamæra á Gasa, segir gríðarlegan fjölda barna hafa látist síðustu vikur eða hlotið skaða fyrir lífstíð. 21. desember 2023 07:06
Tuttugu þúsund sögð látin á Gasa Tuttugu þúsund manns eru látin á Gasa vegna árása Ísraela að sögn heilbrigðisyfirvalda þar. Ísraelsmenn hafa sagt að þeir muni ekki láta af árásum sínum. 20. desember 2023 18:13
Gíslarnir héldu á hvítum fánum þegar þeir voru drepnir Gíslarnir þrír ísraelsku sem voru drepnir af ísraelskum hermönnum í Gasa í gær héldu á heimatilbúnum hvítum fánum þegar hermennirnir skutu á þá, samkvæmt ísraelska hernum. 16. desember 2023 12:56
Varar við hruni hjálparstarfs á Gasaströndinni Yfirmaður Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) segir ástandið fyrir íbúa Gasastrandarinnar vera sambærilegt því að búa í helvíti. UNRWA ber ábyrgð á því að dreifa neyðaraðstoð til íbúa Gasastrandarinnar. 14. desember 2023 10:46