Brjálað að gera í Skeifunni: „Alltaf eitthvað sem vantar“ Bjarki Sigurðsson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 24. desember 2023 14:41 Margt var um manninn í verslun Hagkaupa í Skeifunni í dag. Vísir Þrátt fyrir að flestir reyni að klára jólaundirbúninginn tímanlega gerist það jafnan að eitthvað gleymist, sem þarf svo að redda á síðustu stundu. Margir eru eflaust í slíkum erindagjörðum í Skeifunni einmitt núna. Fréttamaður leit við í Hagkaup í Skeifunni um hádegi í dag og náði tali af Sigurði Reyndalsson framkvæmdastjóra Hagkaupa og nokkrum viðskiptavinum. „Þetta er svona hluti af jólunum hjá okkur kaupmönnum, þegar menn eru búnir að fara yfir uppskriftirnar á Þorláksmessu, þá er alltaf eitthvað sem vantar. Það gleymdist eitthvað eitt og tvennt og það rjúka allir út í búð,“ segir Sigurður. Hann segir sjaldan eins mikið að gera og á aðfangadag. En körfurnar eru þó ekki stórar. „Þetta er oft svona þrjú, fjögur atriði sem vantar í ísskápinn til þess að allt smelli saman,“ segir Sigurður. „Þannig að þetta er alltaf mikill hasar á þessum degi hjá okkur.“ Hvað er fólk einna helst að setja í körfurnar sínar? „Þetta er nú alls konar. Stundum vantar aðeins meiri rjóma. Og það gleymdist einhver kryddstaukurinn og einhver var búinn að klára laufabrauðið sem átti að vera með matnum á jóladag og svona. Þannig að þetta er öll flóran í því sem vantar á listann.“ Hvernig hafa jólin gengið hjá ykkur í ár? „Jólin eru búin að vera mjög, mjög góð. Þau eru sérstök á hverju ári eftir því hvernig vikudagarnir raðast. Núna eru Þorláksmessa og aðfangadagur á laugardegi og sunnudegi. Þannig að verslunin var svolítið sterkari fyrri part viku hjá okkur núna. Eins og í gærkvöldi var ekki alveg dæmigerð Þorláksmessustemning þar sem að menn, greinilega af því að það er laugardagur, kláruðu innkaupin snemma og áttu rólegra kvöld.“ Skúringadót og súkkulaði Fréttamaður ræddi við nokkra viðskiptavini í Hagkaupum í dag og rýndi í innkaupakörfur þeirra. Ekki bar á miklu jólastressi og voru flestir þeirra búnir að kaupa síðustu jólagjöfina. „Við vorum nú reyndar bara ost og smá jógúrt,“ segir Andrea Guðmundsdóttir viðskiptavinur. Hún ætlar að bjóða upp á kalkúnabringu með góðri fyllingu og meðlæti í kvöld. Innkaup Bjarna Einarssonar voru heldur frábrugðin öðrum sem lögðu sér leið í Hagkaup í dag. „Ég var að kaupa skúringastöff og súkkulaði,“ segir hann. Aðspurður segir hann ekki möst að kaupa skúringadót á aðfangadegi. „Ég bara vakna snemma og gott að fá sér frískt loft. Það er svo gott veður úti.“ Hvað ertu með í matinn í kvöld? „Tengdó ræður þessu. Ég held það sé hamborgarhryggur. Hún er búin að vera með það í þrjátíu ár. En þetta eru síðustu jólin sem hún fær að ráða. Nú fæ ég að ráða. Nei!“ segir Bjarni og hlær. Loks náði fréttamaður tali af Svala Kaldalóns, fyrrverandi útvarpsmanni og núverandi leiðsögumanni. Hann var að ljúka við að kaupa síðustu jólagjöfina. „Það er alltaf ein sem er eftir, alltaf ein. Og smá pappír til þess að klára þegar maður uppgötvar á síðustu stundu að hann vantar. Þá fer maður á aðfangadag í Hagkaup.“ Og hvað er í matinn hjá ykkur? „Við ætlum að fara í naut og geyma saltaða kjötið þangað til síðast.“ Jól Matvöruverslun Verslun Reykjavík Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið Fleiri fréttir Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Sjá meira
Fréttamaður leit við í Hagkaup í Skeifunni um hádegi í dag og náði tali af Sigurði Reyndalsson framkvæmdastjóra Hagkaupa og nokkrum viðskiptavinum. „Þetta er svona hluti af jólunum hjá okkur kaupmönnum, þegar menn eru búnir að fara yfir uppskriftirnar á Þorláksmessu, þá er alltaf eitthvað sem vantar. Það gleymdist eitthvað eitt og tvennt og það rjúka allir út í búð,“ segir Sigurður. Hann segir sjaldan eins mikið að gera og á aðfangadag. En körfurnar eru þó ekki stórar. „Þetta er oft svona þrjú, fjögur atriði sem vantar í ísskápinn til þess að allt smelli saman,“ segir Sigurður. „Þannig að þetta er alltaf mikill hasar á þessum degi hjá okkur.“ Hvað er fólk einna helst að setja í körfurnar sínar? „Þetta er nú alls konar. Stundum vantar aðeins meiri rjóma. Og það gleymdist einhver kryddstaukurinn og einhver var búinn að klára laufabrauðið sem átti að vera með matnum á jóladag og svona. Þannig að þetta er öll flóran í því sem vantar á listann.“ Hvernig hafa jólin gengið hjá ykkur í ár? „Jólin eru búin að vera mjög, mjög góð. Þau eru sérstök á hverju ári eftir því hvernig vikudagarnir raðast. Núna eru Þorláksmessa og aðfangadagur á laugardegi og sunnudegi. Þannig að verslunin var svolítið sterkari fyrri part viku hjá okkur núna. Eins og í gærkvöldi var ekki alveg dæmigerð Þorláksmessustemning þar sem að menn, greinilega af því að það er laugardagur, kláruðu innkaupin snemma og áttu rólegra kvöld.“ Skúringadót og súkkulaði Fréttamaður ræddi við nokkra viðskiptavini í Hagkaupum í dag og rýndi í innkaupakörfur þeirra. Ekki bar á miklu jólastressi og voru flestir þeirra búnir að kaupa síðustu jólagjöfina. „Við vorum nú reyndar bara ost og smá jógúrt,“ segir Andrea Guðmundsdóttir viðskiptavinur. Hún ætlar að bjóða upp á kalkúnabringu með góðri fyllingu og meðlæti í kvöld. Innkaup Bjarna Einarssonar voru heldur frábrugðin öðrum sem lögðu sér leið í Hagkaup í dag. „Ég var að kaupa skúringastöff og súkkulaði,“ segir hann. Aðspurður segir hann ekki möst að kaupa skúringadót á aðfangadegi. „Ég bara vakna snemma og gott að fá sér frískt loft. Það er svo gott veður úti.“ Hvað ertu með í matinn í kvöld? „Tengdó ræður þessu. Ég held það sé hamborgarhryggur. Hún er búin að vera með það í þrjátíu ár. En þetta eru síðustu jólin sem hún fær að ráða. Nú fæ ég að ráða. Nei!“ segir Bjarni og hlær. Loks náði fréttamaður tali af Svala Kaldalóns, fyrrverandi útvarpsmanni og núverandi leiðsögumanni. Hann var að ljúka við að kaupa síðustu jólagjöfina. „Það er alltaf ein sem er eftir, alltaf ein. Og smá pappír til þess að klára þegar maður uppgötvar á síðustu stundu að hann vantar. Þá fer maður á aðfangadag í Hagkaup.“ Og hvað er í matinn hjá ykkur? „Við ætlum að fara í naut og geyma saltaða kjötið þangað til síðast.“
Jól Matvöruverslun Verslun Reykjavík Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið Fleiri fréttir Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Sjá meira