Sjötíu létust í árás á aðfangadagskvöld Ólafur Björn Sverrisson skrifar 25. desember 2023 08:44 Særður palestínskur maður færður á sjúkrahús eftir loftárás á aðfangadag. AP Sjötíu manns létust hið minnsta í loftárásum Ísraelsmanna á Al-Maghazi flóttamannabúðirnar á Gasa-ströndinni á aðfangadagskvöld. Frá þessu greinir BBC og hefur eftir talsmanni Hamas innan heilbrigðisþjónustunnar á Gasa að líklegt sé að tala látinna muni hækka eftir því sem líður á. Árásin er gerð skömmu eftir að greint var frá nýrri vopnahléstillögu Egyptalands. Fjöldi fólks flykktist á nærliggjandi Al-Aqsa spítalann og sýna myndir þaðan blóðug börn eftir árásir. Líkum hinna látnu hefur verið raðað upp fyrir framan spítalann. Heilbrigðisráðuneytið segir að loftárásirnar hafi hæft þrjú íbúðarhúsnæði seint á aðfangadagskvöld, meðal annars fjölmenna íbúðablokk sem hafi gjöreyðilagst. Gjöreyðilagðar byggingar nærri Al Nusairat flóttamannabúðunum á Gasa eftir árásir Ísraelsmanna.epa „Við erum öll skotmörk“ Haft er eftir föður sem missti bæði dóttur sína og barnabörn og segir fjölskylduna hafa flúið frá norðurhluta Gasa suður á bóginn, þar sem meira öryggi hafi átt að vera. „Við vorum öll skotmörk. Óbreyttir borgarar eru skotmörk. Við erum hvergi óhult. Þeir sögðu okkur að yfirgefa Gasaborg - nú komum við til miðborgar Gasa til að deyja.“ Auk þess hafa samgöngur milli Maghazi og annarra flóttamannabúða legið niðri vegna árásanna, sem kemur í veg fyrir að viðbragðsaðilar komist leiðar sinnar. Í yfirlýsingu ísraelska hersins segir að herinn hafi fengið „fregnir af árásinni á Maghazi-búðirnar“. „Þrátt fyrir þær áskoranir sem myndast við það að Hamas hryðjuverkasamtökin starfi innan um óbreytta borgara á Gasa, fer ísraelski herinn eftir alþjóðalögum og tekur skref til að lágmarka skaða óbreyttra borgara,“ segir í yfirlýsingunni. Um helgina féllu tvö hundruð manns að auki í árásum Ísraelsmanna. Talið er að rúmlega 20 þúsund manns hafi látist á Gasa frá upphafi stríðs og að um 54 þúsund hafi særst. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Tengdar fréttir Tvö hundruð Palestínumenn fallið síðasta sólarhring Tvö hunduð manns féllu í árásum Ísraelsmanna síðasta sólarhring og rúmlega tólf ísraelskir hermenn, að sögn hersins. Átök helgarinnar eru ein þau blóðugustu frá upphafi stríðs. Hækkandi dánartala innan herbúða Ísraelsmanna er sögð munu kynda undir stuðningi við hertar hernaðaraðgerðir. 24. desember 2023 14:15 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Frá þessu greinir BBC og hefur eftir talsmanni Hamas innan heilbrigðisþjónustunnar á Gasa að líklegt sé að tala látinna muni hækka eftir því sem líður á. Árásin er gerð skömmu eftir að greint var frá nýrri vopnahléstillögu Egyptalands. Fjöldi fólks flykktist á nærliggjandi Al-Aqsa spítalann og sýna myndir þaðan blóðug börn eftir árásir. Líkum hinna látnu hefur verið raðað upp fyrir framan spítalann. Heilbrigðisráðuneytið segir að loftárásirnar hafi hæft þrjú íbúðarhúsnæði seint á aðfangadagskvöld, meðal annars fjölmenna íbúðablokk sem hafi gjöreyðilagst. Gjöreyðilagðar byggingar nærri Al Nusairat flóttamannabúðunum á Gasa eftir árásir Ísraelsmanna.epa „Við erum öll skotmörk“ Haft er eftir föður sem missti bæði dóttur sína og barnabörn og segir fjölskylduna hafa flúið frá norðurhluta Gasa suður á bóginn, þar sem meira öryggi hafi átt að vera. „Við vorum öll skotmörk. Óbreyttir borgarar eru skotmörk. Við erum hvergi óhult. Þeir sögðu okkur að yfirgefa Gasaborg - nú komum við til miðborgar Gasa til að deyja.“ Auk þess hafa samgöngur milli Maghazi og annarra flóttamannabúða legið niðri vegna árásanna, sem kemur í veg fyrir að viðbragðsaðilar komist leiðar sinnar. Í yfirlýsingu ísraelska hersins segir að herinn hafi fengið „fregnir af árásinni á Maghazi-búðirnar“. „Þrátt fyrir þær áskoranir sem myndast við það að Hamas hryðjuverkasamtökin starfi innan um óbreytta borgara á Gasa, fer ísraelski herinn eftir alþjóðalögum og tekur skref til að lágmarka skaða óbreyttra borgara,“ segir í yfirlýsingunni. Um helgina féllu tvö hundruð manns að auki í árásum Ísraelsmanna. Talið er að rúmlega 20 þúsund manns hafi látist á Gasa frá upphafi stríðs og að um 54 þúsund hafi særst.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Tengdar fréttir Tvö hundruð Palestínumenn fallið síðasta sólarhring Tvö hunduð manns féllu í árásum Ísraelsmanna síðasta sólarhring og rúmlega tólf ísraelskir hermenn, að sögn hersins. Átök helgarinnar eru ein þau blóðugustu frá upphafi stríðs. Hækkandi dánartala innan herbúða Ísraelsmanna er sögð munu kynda undir stuðningi við hertar hernaðaraðgerðir. 24. desember 2023 14:15 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Tvö hundruð Palestínumenn fallið síðasta sólarhring Tvö hunduð manns féllu í árásum Ísraelsmanna síðasta sólarhring og rúmlega tólf ísraelskir hermenn, að sögn hersins. Átök helgarinnar eru ein þau blóðugustu frá upphafi stríðs. Hækkandi dánartala innan herbúða Ísraelsmanna er sögð munu kynda undir stuðningi við hertar hernaðaraðgerðir. 24. desember 2023 14:15