Sex ára dreng flogið á vitlausan áfangastað Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 25. desember 2023 11:19 Drengurinn ætlaði að heimsækja ömmu sína í borginni Fort Myers í Flórída. EPA Sex ára bandarískum dreng, sem ferðast átti frá Pennsylvania-ríki til Fort Myers í Flórída með flugfélaginu Spirit Airlines í gær, var komið fyrir í flugvél til Orlandó borgar af fylgdarmanni flugfélagsins. CBS hefur eftir talsmanni Spirit að drengnum hafi verið ranglega komið fyrir um borð í flugvél sem flaug honum til borgarinnar Orlandó, en ekki Fort Myers, þar sem hann átti að lenda. Rúmlega 250 kílómetrar eru milli borganna. Þá segir talsmaðurinn málið vera í rannsókn. Drengurinn hafi allan tímann verið undir eftirliti fylgdarmanns frá flugfélaginu. Og um leið og upp komst að hann væri í vitlausri flugferð hefði félagið haft samband við foreldra hans. Sagði engin börn í flugvélinni Drengurinn er sagður sex ára gamall og að flugferðin hefði verið hans fyrsta. Tilgangur ferðarinnar hafi verið heimsókn til ömmu hans. Fréttaveitan WINK TV hefur eftir Mariu Ramos, ömmu drengsins, að atvikið sé eitt það óhugnanlegasta sem hún hefur lent í. „Þau sögðu: Nei, hann er ekki í þessu flugi. Hann missti af fluginu. Ég sagði: nei, hann gæti ekki hafa misst af fluginu vegna þess að ég er með innritunarmiðann hans,“ sagði hún við miðilinn. „Ég hljóp inn í flugvélina til flugfreyjunnar og spurði hana: Hvar er barnabarnið mitt? Hann kom til ykkar í Philadelphia. Hún sagði: nei, það voru engin börn í flugferðinni.“ Síðan þá hefur flugfélagið beðið fjölskyldu drengsins afsökunar og er eins og áður segir með málið í rannsókn. Fréttir af flugi Bandaríkin Mest lesið Bein útsending: Guðrún tilkynnir ákvörðun sína Innlent „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Afturkallar öryggisheimildir Biden Erlent Formlegar viðræður hafnar Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent Fleiri fréttir Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Sjá meira
CBS hefur eftir talsmanni Spirit að drengnum hafi verið ranglega komið fyrir um borð í flugvél sem flaug honum til borgarinnar Orlandó, en ekki Fort Myers, þar sem hann átti að lenda. Rúmlega 250 kílómetrar eru milli borganna. Þá segir talsmaðurinn málið vera í rannsókn. Drengurinn hafi allan tímann verið undir eftirliti fylgdarmanns frá flugfélaginu. Og um leið og upp komst að hann væri í vitlausri flugferð hefði félagið haft samband við foreldra hans. Sagði engin börn í flugvélinni Drengurinn er sagður sex ára gamall og að flugferðin hefði verið hans fyrsta. Tilgangur ferðarinnar hafi verið heimsókn til ömmu hans. Fréttaveitan WINK TV hefur eftir Mariu Ramos, ömmu drengsins, að atvikið sé eitt það óhugnanlegasta sem hún hefur lent í. „Þau sögðu: Nei, hann er ekki í þessu flugi. Hann missti af fluginu. Ég sagði: nei, hann gæti ekki hafa misst af fluginu vegna þess að ég er með innritunarmiðann hans,“ sagði hún við miðilinn. „Ég hljóp inn í flugvélina til flugfreyjunnar og spurði hana: Hvar er barnabarnið mitt? Hann kom til ykkar í Philadelphia. Hún sagði: nei, það voru engin börn í flugferðinni.“ Síðan þá hefur flugfélagið beðið fjölskyldu drengsins afsökunar og er eins og áður segir með málið í rannsókn.
Fréttir af flugi Bandaríkin Mest lesið Bein útsending: Guðrún tilkynnir ákvörðun sína Innlent „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Afturkallar öryggisheimildir Biden Erlent Formlegar viðræður hafnar Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent Fleiri fréttir Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Sjá meira