Tvíeyki tók gaskúta Grindvíkinga ófrjálsri hendi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. desember 2023 22:31 Óprúttnir aðilar hafa látið greipar sópa á sólpöllum Grindvíkinga í fjarveru þeirra. Vísir/Arnar Gaskútur og grillábreiða voru horfin þegar Aron Ágústsson íbúi í Grindavík og fjölskylda hans sneri aftur heim til Grindavíkur í dag. Hann segir furðulegt að óprúttnir aðilar komist inn í bæinn og að munir hverfi þrátt fyrir fullyrðingar lögreglustjóra um að ekkert sé að óttast. „Hjá mér vantar bara gaskút og ábreiðuna á grillið og hjá nágrönnum mínum voru tveir gaskútar teknir. Fjárhagslega er þetta ekki stórt tjón en það að óviðkomandi aðilar komi hér inn í þeim tilgangi að stela er það sárasta í þessu,“ segir Aron í samtali við fréttastofu. Hann segir nágranna sinn hafa náð þjófunum, tveimur mönnum, á myndband í öryggismyndavél. Hann hafi hringt á lögregluna til að tilkynna tjónið en fengið þau svör að hann þyrfti að mæta á lögreglustöðina á skrifstofutíma til að kæra. Kemur ekki á óvart „Þetta kemur mér ekkert á óvart, ekki miðað við það hvernig staðið hefur verið að gæslunni inn í bæinn. Ég hef aldrei verið spurður að nafni, kennitölu, heimilisfangi. Ég er bara spurður að því hvort ég sé að fara heim og mér svo hleypt inn,“ segir Aron. „Ég hefði alveg getað spáð fyrir um þetta. Það er það sem er ekki í lagi. Það kom tilkynning frá lögreglustjóranum í gær eða fyrradag þar sem fram kom að íbúar yrðu ekki skráðir niður við innkomu í bæinn. Þetta er algjört kjaftæði, það er verið að segja þjófum að það sé ekkert verið að fylgjast hérna með.“ Lögreglustjórinn hafi ekki talið þörf á að skrá fólk niður Fjárhagslegt tjón geti ekki talist mikið en þó nemi það einhverjum tugum þúsunda. Lítið átak hefði þó þurft til af hálfu þjófanna til að enn verr færi. „Þeir hefðu vel getað farið inn og allt það en þetta er aðallega óþægilegt. Svo finnst manni ekki í lagi að fólk leggist svona lágt að fara inn í bæ sem er búið að rýma og ræna dóti. Fólk sem er að gera þetta er kannski ekki upp á sitt besta,“ segir Aron. Hann segir mikla umræðu hafa skapast á íbúafundi nýlega vegna hræðslu íbúa um að óprúttnir aðilar nýttu sér fjarveru þeirra. Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum hafi þar verið spurður að því hvort ekki ætti að taka niður kennitölu þeirra sem heimsóttu bæinn. „Úlfar sagði að hann sæi ekki þörf á því, því allt hefði gengið svo vel. Þetta er eins og að bíða eftir að einhver slasist áður en hlutirnir eru lagaðar, þrátt fyrir að sjá það fyrir að einhver geti slasast.“ Grindavík Lögreglumál Tengdar fréttir Hjól barnanna tekin ófrjálsri hendi um miðja nótt í Grindavík Rakel Lilja Halldórsdóttir, þriggja barna móðir og nuddari í Grindavík, segist aldrei hafa reiknað með að þurfa að hafa áhyggjur af þjófnaði við heimili sitt. Á eftirlitsmyndavél við hús hennar í Grindavík sáust ungir karlmenn taka reiðhjól sona hennar ófrjálsri hendi og skila þeim svo hlæjandi tuttugu mínútum síðar. 15. nóvember 2023 15:54 Mest lesið Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent The Vivienne er látin Erlent Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Erlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
„Hjá mér vantar bara gaskút og ábreiðuna á grillið og hjá nágrönnum mínum voru tveir gaskútar teknir. Fjárhagslega er þetta ekki stórt tjón en það að óviðkomandi aðilar komi hér inn í þeim tilgangi að stela er það sárasta í þessu,“ segir Aron í samtali við fréttastofu. Hann segir nágranna sinn hafa náð þjófunum, tveimur mönnum, á myndband í öryggismyndavél. Hann hafi hringt á lögregluna til að tilkynna tjónið en fengið þau svör að hann þyrfti að mæta á lögreglustöðina á skrifstofutíma til að kæra. Kemur ekki á óvart „Þetta kemur mér ekkert á óvart, ekki miðað við það hvernig staðið hefur verið að gæslunni inn í bæinn. Ég hef aldrei verið spurður að nafni, kennitölu, heimilisfangi. Ég er bara spurður að því hvort ég sé að fara heim og mér svo hleypt inn,“ segir Aron. „Ég hefði alveg getað spáð fyrir um þetta. Það er það sem er ekki í lagi. Það kom tilkynning frá lögreglustjóranum í gær eða fyrradag þar sem fram kom að íbúar yrðu ekki skráðir niður við innkomu í bæinn. Þetta er algjört kjaftæði, það er verið að segja þjófum að það sé ekkert verið að fylgjast hérna með.“ Lögreglustjórinn hafi ekki talið þörf á að skrá fólk niður Fjárhagslegt tjón geti ekki talist mikið en þó nemi það einhverjum tugum þúsunda. Lítið átak hefði þó þurft til af hálfu þjófanna til að enn verr færi. „Þeir hefðu vel getað farið inn og allt það en þetta er aðallega óþægilegt. Svo finnst manni ekki í lagi að fólk leggist svona lágt að fara inn í bæ sem er búið að rýma og ræna dóti. Fólk sem er að gera þetta er kannski ekki upp á sitt besta,“ segir Aron. Hann segir mikla umræðu hafa skapast á íbúafundi nýlega vegna hræðslu íbúa um að óprúttnir aðilar nýttu sér fjarveru þeirra. Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum hafi þar verið spurður að því hvort ekki ætti að taka niður kennitölu þeirra sem heimsóttu bæinn. „Úlfar sagði að hann sæi ekki þörf á því, því allt hefði gengið svo vel. Þetta er eins og að bíða eftir að einhver slasist áður en hlutirnir eru lagaðar, þrátt fyrir að sjá það fyrir að einhver geti slasast.“
Grindavík Lögreglumál Tengdar fréttir Hjól barnanna tekin ófrjálsri hendi um miðja nótt í Grindavík Rakel Lilja Halldórsdóttir, þriggja barna móðir og nuddari í Grindavík, segist aldrei hafa reiknað með að þurfa að hafa áhyggjur af þjófnaði við heimili sitt. Á eftirlitsmyndavél við hús hennar í Grindavík sáust ungir karlmenn taka reiðhjól sona hennar ófrjálsri hendi og skila þeim svo hlæjandi tuttugu mínútum síðar. 15. nóvember 2023 15:54 Mest lesið Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent The Vivienne er látin Erlent Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Erlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Hjól barnanna tekin ófrjálsri hendi um miðja nótt í Grindavík Rakel Lilja Halldórsdóttir, þriggja barna móðir og nuddari í Grindavík, segist aldrei hafa reiknað með að þurfa að hafa áhyggjur af þjófnaði við heimili sitt. Á eftirlitsmyndavél við hús hennar í Grindavík sáust ungir karlmenn taka reiðhjól sona hennar ófrjálsri hendi og skila þeim svo hlæjandi tuttugu mínútum síðar. 15. nóvember 2023 15:54