Parasite-leikarinn Lee Sun-kyun látinn Atli Ísleifsson skrifar 27. desember 2023 06:07 Lee Sun-kyun lætur eftir sig eiginkonu, leikkonuna Jeon Hye-jin, og tvo syni. Getty Suðurkóreski leikarinn Lee Sun-kyun, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í Óskarsverðlaunamyndinni Parasite, er látinn. Hann varð 48 ára að aldri. Erlendir fjölmiðlar segja hann hafa fundist látinn í bíl í einum af stærstu almenningsgörðum höfuðborgarinnar Seúl. Að sögn lögreglu segir að óljóst sé hvort hann hafi svipt sig lífi en að tilkynning hafi borist um að hann hafi yfirgefið heimili sitt og skilið þar eftir handskrifaðan miða. Lee Sun-kyun hafði verið nokkuð í fréttum síðustu vikurnar eftir að lögregla í Suður-Kóreu hóf rannsókn á meintri fíkniefnaneyslu leikarans í október. Yonhap segir að hann hafi verið grunaður um að hafa neytt fíkniefna með starfsmanni veitingastaðar í Seúl. Hafi hann viðurkennt að hafa neytt efnanna sem starfsmaðurinn hafi gefið honum en ekki gert sér greint fyrir að um ólögleg fíkniefni hafi verið að ræða. Þá segir að umræddur starfsmaður hafi greint lögreglu frá því að leikarinn hafi oft áður neytt fíkniefna á heimili hennar, en leikarinn sagði það þó ekki vera rétt. Leikaraferill Lee Sun-kyun spannaði rúma tvo áratugi og fór hann á þeim tíma með aðalhlutverk í fjölda kvikmynda og sjónvarpsþátta. Hann sló í gegn á alþjóðlegum vettvangi eftir hlutverk sitt sem Park Dong-ik í myndinni Parasite, föðurinn í hinni auðugu Park-fjölskyldu í myndinni. Parasite vann til fernra Óskarsverðlauna árið 2020, þar með talið bestu mynd ársins, en það var í fyrsta sinn sem kvikmynd þar sem ekki er töluð enska, vann verðlaunin sem besta erlenda mynd. Lee Sun-kyun lætur eftir sig eiginkonu, leikkonuna Jeon Hye-jin, og tvo syni. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Andlát Bíó og sjónvarp Suður-Kórea Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fleiri fréttir Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Sjá meira
Erlendir fjölmiðlar segja hann hafa fundist látinn í bíl í einum af stærstu almenningsgörðum höfuðborgarinnar Seúl. Að sögn lögreglu segir að óljóst sé hvort hann hafi svipt sig lífi en að tilkynning hafi borist um að hann hafi yfirgefið heimili sitt og skilið þar eftir handskrifaðan miða. Lee Sun-kyun hafði verið nokkuð í fréttum síðustu vikurnar eftir að lögregla í Suður-Kóreu hóf rannsókn á meintri fíkniefnaneyslu leikarans í október. Yonhap segir að hann hafi verið grunaður um að hafa neytt fíkniefna með starfsmanni veitingastaðar í Seúl. Hafi hann viðurkennt að hafa neytt efnanna sem starfsmaðurinn hafi gefið honum en ekki gert sér greint fyrir að um ólögleg fíkniefni hafi verið að ræða. Þá segir að umræddur starfsmaður hafi greint lögreglu frá því að leikarinn hafi oft áður neytt fíkniefna á heimili hennar, en leikarinn sagði það þó ekki vera rétt. Leikaraferill Lee Sun-kyun spannaði rúma tvo áratugi og fór hann á þeim tíma með aðalhlutverk í fjölda kvikmynda og sjónvarpsþátta. Hann sló í gegn á alþjóðlegum vettvangi eftir hlutverk sitt sem Park Dong-ik í myndinni Parasite, föðurinn í hinni auðugu Park-fjölskyldu í myndinni. Parasite vann til fernra Óskarsverðlauna árið 2020, þar með talið bestu mynd ársins, en það var í fyrsta sinn sem kvikmynd þar sem ekki er töluð enska, vann verðlaunin sem besta erlenda mynd. Lee Sun-kyun lætur eftir sig eiginkonu, leikkonuna Jeon Hye-jin, og tvo syni. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Andlát Bíó og sjónvarp Suður-Kórea Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fleiri fréttir Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Sjá meira