Delors gegndi embættinu árin 1985 til 1995, lengur en nokkur annar. Hann var einn af hönnuðum evrusvæðisins, sem jók fæði fólks og þjónustu auk vöruflutninga milli aðildarríkja ESB til muna. Þá leit Schengen samstarfið dagsins ljós í valdatíð hans.
Að auki gegndi hann embætti fjármálaráðherra Frakklands fyrir hönd Sósíalistaflokksins um skeið áður en hann leiddist út í Evrópustjórnmálin.
Martine Aubry, dóttir Delors, greindi frá andláti föður síns og sagði hann hafa látist á heimili sínu í París í morgun.
Emmanuel Macron Frakklandsforseti minntist Delors í færslu á X í dag.
„Leiðtogi franskra örlaga. Óþrjótandi byggingarmaður okkar Evrópu. Baráttumaður fyrir mannlegu réttlæti. Jacques Delors var allt þetta. Skuldbinding hans, hugsjónir hans og réttlætiskennd munu ávallt veita okkur innblástur. Ég tek að ofan fyrir vinnu hans og minningu og votta ástvinum hans mína samúð.“
Homme d État au destin français.
— Emmanuel Macron (@EmmanuelMacron) December 27, 2023
Inépuisable artisan de notre Europe.
Combattant pour la justice humaine.
Jacques Delors était tout cela.
Son engagement, son idéal et sa droiture nous inspireront toujours. Je salue son uvre et sa mémoire et partage la peine de ses proches. pic.twitter.com/3D5FBvdduh