Segja rangar sprengjur hafa leitt til mikils mannfalls Samúel Karl Ólason skrifar 28. desember 2023 16:32 Stór hluti Gasastrandarinnar er í rúst og fjölmargir halda til í tjöldum. AP/Fatima Shbair Yfirmaður í ísraelska hernum segir að notkun rangrar tegundar skotfæra í mannskæðum loftárásum á Gasaströndinni á aðfangadag hafi leitt til umfangsmikils mannfalls, sem hægt hefði verið að komast hjá. Umræddar árásir voru gerðar í Maghazi-flóttamannabúðunum en að minnsta kosti 86 eru sagðir hafa fallið í þeim. Tvær herþotur voru notaðar til að gera árás á stað sem á að hafa hýst Hamas-liða en nærliggjandi byggingar urðu fyrir verulegum skemmdum. Heilbrigðisráðuneyti Gasastrandarinnar, sem Hamas stýrir, segir að 86 manns hafi fallið í árásunum og er talið líklegt að sú tala muni hækka frekar. Heilbrigðisráðuneytið segir að loftárásirnar hafi hæft þrjú íbúðarhúsnæði seint á aðfangadagskvöld, meðal annars fjölmenna íbúðablokk sem hafi gjöreyðilagst. Samkvæmt Breska ríkisútvarpinu (BBC) sagði umræddur yfirmaður að sú tegund skotfæra sem hefði verið valin til árásanna hefði ekki verið í samræmi við eðli loftárásanna og þær hefðu valdið umframtjóni sem hægt hefði verið að komast hjá. Hann sagði að árásirnar væru til rannsóknar. Í yfirlýsingu til BBC sagði talsmaður ísraelska hersins að herinn harmaði þann skaða sem „ótengdir aðilar“ hefðu orðið fyrir og að lært yrði af þessu atviki. Omar Tischler, einn talsmanna hersins, sagði í dag að ekki væri rétt að ísraelski herinn varpaði svokölluðum heimskum sprengjum í massavís á Gasaströndina. Farið væri í gegnum ítarlegt ferli fyrir hverja árás. Haft er eftir honum í frétt Times of Israel að fyrst sé skotmark valið eftir upplýsingum sem fyrir liggja. Því næst sé reynt að koma óbreyttum borgurum á brott og síðan velja réttu skotfærin. Með þessu sé hægt að draga úr mannfalli meðal óbreyttra borgara, þó Hamas-liðar skýli sér bakvið þá. Þá sagði Tischler að þó sprengjur séu ekki búnar staðsetningar- og stýribúnaði, sé þeim varpað af nákvæmni. Talið er að vel yfir tuttugu þúsund manns hafi fallið í loftárásum Ísraela á Gasaströndina frá því í október. Stór hluti þeirra konur og börn. Flestir þeirra 2,3 milljóna manna sem búa á Gasaströndinni hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna átakanna og mikil óreiða og neyð ríkir á Gasaströndinni. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Tengdar fréttir Gantz hótar átökum við Hezbollah Benny Ganz, ráðherra í ríkisstjórn Ísraels, segir að ísraelski herinn muni ráðast gegn hersveitum Hezbollah samtakanna í Líbanon ef árásir á Ísrael frá landamærunum halda áfram. 28. desember 2023 07:33 Sex sagðir látnir í aðgerðum Ísraelsmanna á Vesturbakkanum Jake Sullivan, ráðgjafi Joe Biden Bandaríkjaforseta í þjóðaröryggismálum, fundaði með ráðherra í ríkisstjórn Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, í gær til að ræða framtíð Gasa þegar átökum lýkur. 27. desember 2023 07:14 Tvö hundruð Palestínumenn fallið síðasta sólarhring Tvö hunduð manns féllu í árásum Ísraelsmanna síðasta sólarhring og rúmlega tólf ísraelskir hermenn, að sögn hersins. Átök helgarinnar eru ein þau blóðugustu frá upphafi stríðs. Hækkandi dánartala innan herbúða Ísraelsmanna er sögð munu kynda undir stuðningi við hertar hernaðaraðgerðir. 24. desember 2023 14:15 Nærri því áttatíu úr sömu fjölskyldunni féllu í árás Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir árásir Ísraela á Gasaströndinni gera starfsmönnum SÞ erfitt að koma neyðarbirgðum til þeirra sem þurfa á þeim að halda. Miklir tálmar hafi verið settir í veg hjálparstarfsmanna og þörf sé á meiri aðstoð. 23. desember 2023 14:36 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Fleiri fréttir Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Sjá meira
Tvær herþotur voru notaðar til að gera árás á stað sem á að hafa hýst Hamas-liða en nærliggjandi byggingar urðu fyrir verulegum skemmdum. Heilbrigðisráðuneyti Gasastrandarinnar, sem Hamas stýrir, segir að 86 manns hafi fallið í árásunum og er talið líklegt að sú tala muni hækka frekar. Heilbrigðisráðuneytið segir að loftárásirnar hafi hæft þrjú íbúðarhúsnæði seint á aðfangadagskvöld, meðal annars fjölmenna íbúðablokk sem hafi gjöreyðilagst. Samkvæmt Breska ríkisútvarpinu (BBC) sagði umræddur yfirmaður að sú tegund skotfæra sem hefði verið valin til árásanna hefði ekki verið í samræmi við eðli loftárásanna og þær hefðu valdið umframtjóni sem hægt hefði verið að komast hjá. Hann sagði að árásirnar væru til rannsóknar. Í yfirlýsingu til BBC sagði talsmaður ísraelska hersins að herinn harmaði þann skaða sem „ótengdir aðilar“ hefðu orðið fyrir og að lært yrði af þessu atviki. Omar Tischler, einn talsmanna hersins, sagði í dag að ekki væri rétt að ísraelski herinn varpaði svokölluðum heimskum sprengjum í massavís á Gasaströndina. Farið væri í gegnum ítarlegt ferli fyrir hverja árás. Haft er eftir honum í frétt Times of Israel að fyrst sé skotmark valið eftir upplýsingum sem fyrir liggja. Því næst sé reynt að koma óbreyttum borgurum á brott og síðan velja réttu skotfærin. Með þessu sé hægt að draga úr mannfalli meðal óbreyttra borgara, þó Hamas-liðar skýli sér bakvið þá. Þá sagði Tischler að þó sprengjur séu ekki búnar staðsetningar- og stýribúnaði, sé þeim varpað af nákvæmni. Talið er að vel yfir tuttugu þúsund manns hafi fallið í loftárásum Ísraela á Gasaströndina frá því í október. Stór hluti þeirra konur og börn. Flestir þeirra 2,3 milljóna manna sem búa á Gasaströndinni hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna átakanna og mikil óreiða og neyð ríkir á Gasaströndinni.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Tengdar fréttir Gantz hótar átökum við Hezbollah Benny Ganz, ráðherra í ríkisstjórn Ísraels, segir að ísraelski herinn muni ráðast gegn hersveitum Hezbollah samtakanna í Líbanon ef árásir á Ísrael frá landamærunum halda áfram. 28. desember 2023 07:33 Sex sagðir látnir í aðgerðum Ísraelsmanna á Vesturbakkanum Jake Sullivan, ráðgjafi Joe Biden Bandaríkjaforseta í þjóðaröryggismálum, fundaði með ráðherra í ríkisstjórn Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, í gær til að ræða framtíð Gasa þegar átökum lýkur. 27. desember 2023 07:14 Tvö hundruð Palestínumenn fallið síðasta sólarhring Tvö hunduð manns féllu í árásum Ísraelsmanna síðasta sólarhring og rúmlega tólf ísraelskir hermenn, að sögn hersins. Átök helgarinnar eru ein þau blóðugustu frá upphafi stríðs. Hækkandi dánartala innan herbúða Ísraelsmanna er sögð munu kynda undir stuðningi við hertar hernaðaraðgerðir. 24. desember 2023 14:15 Nærri því áttatíu úr sömu fjölskyldunni féllu í árás Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir árásir Ísraela á Gasaströndinni gera starfsmönnum SÞ erfitt að koma neyðarbirgðum til þeirra sem þurfa á þeim að halda. Miklir tálmar hafi verið settir í veg hjálparstarfsmanna og þörf sé á meiri aðstoð. 23. desember 2023 14:36 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Fleiri fréttir Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Sjá meira
Gantz hótar átökum við Hezbollah Benny Ganz, ráðherra í ríkisstjórn Ísraels, segir að ísraelski herinn muni ráðast gegn hersveitum Hezbollah samtakanna í Líbanon ef árásir á Ísrael frá landamærunum halda áfram. 28. desember 2023 07:33
Sex sagðir látnir í aðgerðum Ísraelsmanna á Vesturbakkanum Jake Sullivan, ráðgjafi Joe Biden Bandaríkjaforseta í þjóðaröryggismálum, fundaði með ráðherra í ríkisstjórn Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, í gær til að ræða framtíð Gasa þegar átökum lýkur. 27. desember 2023 07:14
Tvö hundruð Palestínumenn fallið síðasta sólarhring Tvö hunduð manns féllu í árásum Ísraelsmanna síðasta sólarhring og rúmlega tólf ísraelskir hermenn, að sögn hersins. Átök helgarinnar eru ein þau blóðugustu frá upphafi stríðs. Hækkandi dánartala innan herbúða Ísraelsmanna er sögð munu kynda undir stuðningi við hertar hernaðaraðgerðir. 24. desember 2023 14:15
Nærri því áttatíu úr sömu fjölskyldunni féllu í árás Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir árásir Ísraela á Gasaströndinni gera starfsmönnum SÞ erfitt að koma neyðarbirgðum til þeirra sem þurfa á þeim að halda. Miklir tálmar hafi verið settir í veg hjálparstarfsmanna og þörf sé á meiri aðstoð. 23. desember 2023 14:36