Sex milljarða Grindavíkurgarðar miklu stærri en í Svartsengi Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. desember 2023 20:00 Heila línan táknar fyrsta áfanga varnargarðsins um Grindavík, sem byrjað verður á eftir helgi. Þegar yfir lýkur mun garðurinn ná nær alveg umhverfis bæinn en hvar nákvæmlega hann mun liggja hefur ekki verið gefið út. Brotalínurnar gefa þannig aðeins hugmynd um umfangið, eru ekki lýsandi fyrir varnargarðana eins og þeir verða. Vísir/Arnar/Sara Auknar líkur eru á eldgosi norðan Grindavíkur og hætta er talin á hraunflæði inn í bæinn. Byrjað verður að reisa gríðarstóra varnargarða við Grindavík strax eftir helgi. Bæjarstjóri telur að uppbygging garðanna fái Grindvíkinga til að flytja heim. Fyrsti hluti varnargarðsins mun liggja nokkurn veginn eins og myndin hér efst í fréttinni sýnir. Hann á að verja Grindavík norðanverða, beggja megin Grindavíkurvegar. Þegar yfir lýkur munu varnargarðar þó ná næstum alveg utan um bæinn. Kostnaður við fyrsta áfanga verður um hálfur milljarður króna en heildarkostnaður upp undir sex milljarðar. „Hann verður gríðarlega stór, helmingi stærri heldur en varnargarðurinn sem nú þegar hefur verið byggður í Svartsengi. Við ætlum að hefja strax undirbúning í dag og svo framkvæmdir í framhaldinu,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra. Garðarnir skili fólki heim Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur telur garðinn, sem verður þó ekki tilbúinn fyrr en eftir nokkrar vikur eða mánuði, munu eiga stóran þátt í því hvort Grindvíkingar snúi heim. „Já, ég gæti vel trúað því. Það er ekki tímabært endilega að flytja heim vegna þess að garðurinn er ekki kominn núna. En ég hugsa að það hugsi sér margir til heimkomunnar, vitandi af garðinum, og sérstaklega þegar hann verður kominn. Það mun auka öryggi okkar til muna,“ segir Fannar. Landris í Svartsengi hefur nú náð sambærilegum hæðum og rétt fyrir eldgosið 18. desember, samkvæmt tilkynningu Veðurstofunnar - sem gaf út uppfært hættumatskort fyrir svæðið í dag. Veðurstofan telur auknar líkur á eldgosi norðan Grindavíkur. Hættustigi á svæðinu verður þó haldið óbreyttu næstu daga en í dag var formlega bætt við hættu á hraunrennsli og gasmengun innan bæjarins. Þetta undirstrikar brýna þörf á varnargörðunum, að mati bæjarstjórans. „Hann skiptir miklu máli fyrir íbúana, og búsetuna í Grindavík og atvinnulífið líka. Því það er ekki langt í upptökin eins og þau birtust okkur núna þann 18. desember og ef það kemur gos að nýju þá gæti hraun komið upp og runnið til suðurs í átt að Grindavík.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Svona mun varnargarðurinn við Grindavík líta út Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, hefur tilkynnt að ráðist verði í fyrsta áfanga varnargarða við Grindavík og er undirbúningur framkvæmdanna þegar hafin. Gert er ráð fyrir að garðurinn verði um 7 km að lengd og að hann muni liggja að mestu í hápunktum í landinu ofan og umhverfis Grindavík. 29. desember 2023 18:01 Fannar þakkar fyrir skjót viðbrögð Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra tilkynnti að loknum ríkisstjórnarfundi að samhugur væri í ríkisstjórninni varðandi byggingu varnargarða við Grindavík og að undirbúningur hans væri þegar hafinn. Fannar Jónsson, bæjarstjóri í Grindavík, segir þetta vera ánægjulegar fréttir. 29. desember 2023 17:42 Breytt hætta í Grindavík vegna mögulegs hraunflæðis Veðurstofan hefur gefið út uppfært hættumatskort sem er byggt á samtúlkun gagna á samráðsfundi vísindafólks sem var haldinn var í morgun, en mat á hættustigi innan svæðanna er óbreytt frá því síðast. Hins vegar hefur þó verið gerð breyting á þeim hættum sem eru mögulegar innan Grindavíkur. Þar hafa bæst við hættur vegna hugsanlegs hraunflæðis og gasmengunar. 29. desember 2023 15:24 Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Fyrsti hluti varnargarðsins mun liggja nokkurn veginn eins og myndin hér efst í fréttinni sýnir. Hann á að verja Grindavík norðanverða, beggja megin Grindavíkurvegar. Þegar yfir lýkur munu varnargarðar þó ná næstum alveg utan um bæinn. Kostnaður við fyrsta áfanga verður um hálfur milljarður króna en heildarkostnaður upp undir sex milljarðar. „Hann verður gríðarlega stór, helmingi stærri heldur en varnargarðurinn sem nú þegar hefur verið byggður í Svartsengi. Við ætlum að hefja strax undirbúning í dag og svo framkvæmdir í framhaldinu,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra. Garðarnir skili fólki heim Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur telur garðinn, sem verður þó ekki tilbúinn fyrr en eftir nokkrar vikur eða mánuði, munu eiga stóran þátt í því hvort Grindvíkingar snúi heim. „Já, ég gæti vel trúað því. Það er ekki tímabært endilega að flytja heim vegna þess að garðurinn er ekki kominn núna. En ég hugsa að það hugsi sér margir til heimkomunnar, vitandi af garðinum, og sérstaklega þegar hann verður kominn. Það mun auka öryggi okkar til muna,“ segir Fannar. Landris í Svartsengi hefur nú náð sambærilegum hæðum og rétt fyrir eldgosið 18. desember, samkvæmt tilkynningu Veðurstofunnar - sem gaf út uppfært hættumatskort fyrir svæðið í dag. Veðurstofan telur auknar líkur á eldgosi norðan Grindavíkur. Hættustigi á svæðinu verður þó haldið óbreyttu næstu daga en í dag var formlega bætt við hættu á hraunrennsli og gasmengun innan bæjarins. Þetta undirstrikar brýna þörf á varnargörðunum, að mati bæjarstjórans. „Hann skiptir miklu máli fyrir íbúana, og búsetuna í Grindavík og atvinnulífið líka. Því það er ekki langt í upptökin eins og þau birtust okkur núna þann 18. desember og ef það kemur gos að nýju þá gæti hraun komið upp og runnið til suðurs í átt að Grindavík.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Svona mun varnargarðurinn við Grindavík líta út Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, hefur tilkynnt að ráðist verði í fyrsta áfanga varnargarða við Grindavík og er undirbúningur framkvæmdanna þegar hafin. Gert er ráð fyrir að garðurinn verði um 7 km að lengd og að hann muni liggja að mestu í hápunktum í landinu ofan og umhverfis Grindavík. 29. desember 2023 18:01 Fannar þakkar fyrir skjót viðbrögð Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra tilkynnti að loknum ríkisstjórnarfundi að samhugur væri í ríkisstjórninni varðandi byggingu varnargarða við Grindavík og að undirbúningur hans væri þegar hafinn. Fannar Jónsson, bæjarstjóri í Grindavík, segir þetta vera ánægjulegar fréttir. 29. desember 2023 17:42 Breytt hætta í Grindavík vegna mögulegs hraunflæðis Veðurstofan hefur gefið út uppfært hættumatskort sem er byggt á samtúlkun gagna á samráðsfundi vísindafólks sem var haldinn var í morgun, en mat á hættustigi innan svæðanna er óbreytt frá því síðast. Hins vegar hefur þó verið gerð breyting á þeim hættum sem eru mögulegar innan Grindavíkur. Þar hafa bæst við hættur vegna hugsanlegs hraunflæðis og gasmengunar. 29. desember 2023 15:24 Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Svona mun varnargarðurinn við Grindavík líta út Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, hefur tilkynnt að ráðist verði í fyrsta áfanga varnargarða við Grindavík og er undirbúningur framkvæmdanna þegar hafin. Gert er ráð fyrir að garðurinn verði um 7 km að lengd og að hann muni liggja að mestu í hápunktum í landinu ofan og umhverfis Grindavík. 29. desember 2023 18:01
Fannar þakkar fyrir skjót viðbrögð Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra tilkynnti að loknum ríkisstjórnarfundi að samhugur væri í ríkisstjórninni varðandi byggingu varnargarða við Grindavík og að undirbúningur hans væri þegar hafinn. Fannar Jónsson, bæjarstjóri í Grindavík, segir þetta vera ánægjulegar fréttir. 29. desember 2023 17:42
Breytt hætta í Grindavík vegna mögulegs hraunflæðis Veðurstofan hefur gefið út uppfært hættumatskort sem er byggt á samtúlkun gagna á samráðsfundi vísindafólks sem var haldinn var í morgun, en mat á hættustigi innan svæðanna er óbreytt frá því síðast. Hins vegar hefur þó verið gerð breyting á þeim hættum sem eru mögulegar innan Grindavíkur. Þar hafa bæst við hættur vegna hugsanlegs hraunflæðis og gasmengunar. 29. desember 2023 15:24