„Ég þarf að sjá vegabréfið hans“ Smári Jökull Jónsson skrifar 30. desember 2023 11:15 Luke Littler fagnar hér sigrinum gegn Matt Campbell. Vísir/Getty Luke Littler hefur slegið í gegn á heimsmeistaramótinu í pílukasti. Þessi 16 ára strákur er kominn í 16-manna úrslit og leikur í kvöld gegn fimmfalda heimsmeistarnum Raymond van Barneveld. „School in the morning, you´ve got school in the morning...“ er sungið í Alexandra Palace þessa dagana þegar hinn 16 ára Luke Littler spilar. Littler hefur unnið þrjár viðureignir á heimsmeistaramótinu í pílukasti en þetta er í fyrsta sinn sem hann tekur þátt á mótinu. Strax eftir fyrsta sigur Littler var talað um bestu byrjun nýliða í þrjátíu ár en nú er hann kominn í 16-manna úrslit. Littler mætir í kvöld Raymond van Barneveld sem hefur unnið heimsmeistaratitilinn fimm sinnum, síðast árið 2007. Þegar Van Barneveld vann sinn síðasta heimsmeistaratitil voru enn 20 dagar í fæðingu Luke Littler en aldur hans hefur verið umræðuefnið síðustu daga. Þrefaldi heimsmeistarinn Michael van Gerwen er einn af þeim sem rætt hefur um Littler í viðtölum. „Hann lítur út fyrir að vera 64 ára gamall. Ég trúi því ekki að hann sé 16 ára, ég þarf að sjá vegabréfið hans,“ grínaðist Van Gerwen með en hann er einnig kominn í 16-manna úrslit og af mörgum talinn sigurstranglegastur á mótinu. „Ég læt pílurnar tala,“ sagði Littler sjálfur en hann hefur nú þegar unnið sér inn rúmar 6 milljónir í verðlaunafé fyrir árangur sinn á mótinu. Heimsmeistarinn vinnur sér inn hvorki meira né minna en rúmar 80 milljónir króna. Útsending frá heimsmeistaramótinu í pílukasti hefst á Vodafone Sport klukkan 12:25 Pílukast Tengdar fréttir Íslenskir pílufarar í sérhönnuðum sparifötum í Ally Pally Eins og síðustu ár hefur sannkallað píluæði gripið um sig á Íslandi í kringum jólin. Hópur Íslendinga fór skrefinu lengra en flestir og situr í þessum rituðu orðum í höllinni í sérhönnuðum íslenskum sparifötum. 29. desember 2023 21:01 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Íslenski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Fleiri fréttir Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Sjá meira
„School in the morning, you´ve got school in the morning...“ er sungið í Alexandra Palace þessa dagana þegar hinn 16 ára Luke Littler spilar. Littler hefur unnið þrjár viðureignir á heimsmeistaramótinu í pílukasti en þetta er í fyrsta sinn sem hann tekur þátt á mótinu. Strax eftir fyrsta sigur Littler var talað um bestu byrjun nýliða í þrjátíu ár en nú er hann kominn í 16-manna úrslit. Littler mætir í kvöld Raymond van Barneveld sem hefur unnið heimsmeistaratitilinn fimm sinnum, síðast árið 2007. Þegar Van Barneveld vann sinn síðasta heimsmeistaratitil voru enn 20 dagar í fæðingu Luke Littler en aldur hans hefur verið umræðuefnið síðustu daga. Þrefaldi heimsmeistarinn Michael van Gerwen er einn af þeim sem rætt hefur um Littler í viðtölum. „Hann lítur út fyrir að vera 64 ára gamall. Ég trúi því ekki að hann sé 16 ára, ég þarf að sjá vegabréfið hans,“ grínaðist Van Gerwen með en hann er einnig kominn í 16-manna úrslit og af mörgum talinn sigurstranglegastur á mótinu. „Ég læt pílurnar tala,“ sagði Littler sjálfur en hann hefur nú þegar unnið sér inn rúmar 6 milljónir í verðlaunafé fyrir árangur sinn á mótinu. Heimsmeistarinn vinnur sér inn hvorki meira né minna en rúmar 80 milljónir króna. Útsending frá heimsmeistaramótinu í pílukasti hefst á Vodafone Sport klukkan 12:25
Pílukast Tengdar fréttir Íslenskir pílufarar í sérhönnuðum sparifötum í Ally Pally Eins og síðustu ár hefur sannkallað píluæði gripið um sig á Íslandi í kringum jólin. Hópur Íslendinga fór skrefinu lengra en flestir og situr í þessum rituðu orðum í höllinni í sérhönnuðum íslenskum sparifötum. 29. desember 2023 21:01 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Íslenski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Fleiri fréttir Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Sjá meira
Íslenskir pílufarar í sérhönnuðum sparifötum í Ally Pally Eins og síðustu ár hefur sannkallað píluæði gripið um sig á Íslandi í kringum jólin. Hópur Íslendinga fór skrefinu lengra en flestir og situr í þessum rituðu orðum í höllinni í sérhönnuðum íslenskum sparifötum. 29. desember 2023 21:01