Hæfðu flóttamannabúðir á Gasa þar sem mannfall nálgast 22 þúsund Eiður Þór Árnason skrifar 30. desember 2023 15:24 Palestínsk kona sem særðist í árásum Ísraels í gær leitaði sér læknishjálpar á spítala á suðurhluta Gasa. Ap/Mohammed Dahman Herflugvélar á vegum Ísraelshers hæfðu tvær flóttamannabúðir á miðri Gasaströndinni í dag og er lítið útlit fyrir að nokkurt hlé verði gert á átökum fyrir botni Miðjarðarhafs. Mannfall þar er nú sagt nálgast 22 þúsund manns. Hátt settur ráðamaður innan Hamas segir samtökin enn standa fast á því að fleiri gíslum verði ekki sleppt úr haldi þeirra fyrr en komið verði á ótímabundnu vopnahléi á svæðinu. Samrýmist sú krafa ekki nýlegri tillögu ráðamanna í Egyptalandi sem hafa reynt að miðla málum milli Hamas og ísraelskra stjórnvalda til að binda enda á blóðugu átökin sem nálgast nú þriðja mánuð. Talið er fullvíst að Ísraelsmenn komi til með að hafna kröfum Hamas en stjórnvöld þar hafa sagt stöðvun átaka nú jafngilda sigri Hamas. Ísraelsstjórn hefur heitið því að halda stórfelldum loft- og landhernaði sínum á Gasaströndinni áfram þar til samtökin hafi verið leyst upp. Palestínskur maður ber lík skyldmennis sem fórst í árás Ísraels á suðurhluta Gasa í gær.Ap/Fatima Shbair Bandaríkjastjórn hefur stutt Ísrael dyggilega í þessum efnum á alþjóðavettvangi en ríkisstjórn Joe Biden hefur á sama tíma kallað eftir því að Ísraelsher geri meira til þess að komast hjá frekara mannfalli meðal Palestínskra borgara. AP-fréttaveitan greinir frá þessu en talið er að um 85% af 2,3 milljónum íbúa Gasa séu nú á vergangi. Stríðið hófst í kjölfar mannskæðrar árásar Hamas í suðurhluta Ísrael þann 7. október. Síðan þá hefur mikill fjöldi Palestínumanna leitað skjóls á svæðum á Gasa sem hafa síðar orðið fyrir árásum Ísraels, þrátt fyrir yfirlýsingar þeirra um að svæðin ættu að teljast örugg. Palestínumenn við rústir eftir árás Ísraelshers í Rafah á suðurhluta Gasa í gær.Ap/Fatima Shbair Samþykktu aukna vopnasölu Heilbrigðisráðuneytið á Gasa, sem er undir stjórn Hamas, gaf út í dag að 21.672 Palestínumenn hafi farist frá því að stríðsátökin hófust í október og 56.165 aðrir særst. Talsmaður ráðuneytisins bætti við að 165 hafi farist á síðastliðnum sólarhring. Ekki er gerður greinarmunur á andlátum bardagamanna og almennra borgara í tölunum en heilbrigðisyfirvöld hafa sagt um 70% hinna látnu vera konur og börn. Sum af nýjustu andlátunum voru tilkynnt í kjölfar áðurnefndra loftárása Ísraelshers á Nuseirat og Bureij flóttamannabúðirnar sem gerðar voru aðfaranótt laugardags og fram á laugardag. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna samþykkti í gær að selja hergögn til Ísraels fyrir 147,5 milljónir Bandaríkjadala, til viðbótar við fyrri vopnasölu og fjárhagsaðstoð. Ísraelskir hermenn tóku sér stöðu Ísraelsmegin við ytri mörk Gasastrandarinnar í gær.Ap/Ariel Schalit Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Tengdar fréttir Ísraelsmenn dregnir fyrir dóm fyrir þjóðarmorð Suður-Afríka kærði í dag Ísraelsríki í Alþjóðadómstólnum fyrir brot á þjóðarmorðslögum vegna innrásar þess í Gasa. 29. desember 2023 20:33 Gefur ekkert fyrir tal um ómöguleika og vill senda út fulltrúa til að hjálpa Ríkisstjórnin segir í skoðun hvernig hægt sé að ná fólki með dvalarleyfi á Íslandi út úr Gasa en dómsmálaráðherra segir stöðuna flókna og að horft sé til hinna Norðurlandaþjóðanna og fullyrðir að þar hafi engar fjölskyldusameiningar átt sér stað. Íslensk baráttukona gefur lítið fyrir tal um ómöguleika og segir að Ísland þurfi, eins og aðrar þjóðir, að senda sinn fulltrúa út til hjálpar fólkinu. 29. desember 2023 19:48 Tugþúsundir flýja miðhluta Gasa Um 150 þúsund Palestínumenn hafa nú verið neyddir til að flýja miðhluta Gasasvæðisins undan Ísraelsher sem gerir nú atlögu að flóttamannabúðum á svæðinu. 29. desember 2023 07:48 Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Samrýmist sú krafa ekki nýlegri tillögu ráðamanna í Egyptalandi sem hafa reynt að miðla málum milli Hamas og ísraelskra stjórnvalda til að binda enda á blóðugu átökin sem nálgast nú þriðja mánuð. Talið er fullvíst að Ísraelsmenn komi til með að hafna kröfum Hamas en stjórnvöld þar hafa sagt stöðvun átaka nú jafngilda sigri Hamas. Ísraelsstjórn hefur heitið því að halda stórfelldum loft- og landhernaði sínum á Gasaströndinni áfram þar til samtökin hafi verið leyst upp. Palestínskur maður ber lík skyldmennis sem fórst í árás Ísraels á suðurhluta Gasa í gær.Ap/Fatima Shbair Bandaríkjastjórn hefur stutt Ísrael dyggilega í þessum efnum á alþjóðavettvangi en ríkisstjórn Joe Biden hefur á sama tíma kallað eftir því að Ísraelsher geri meira til þess að komast hjá frekara mannfalli meðal Palestínskra borgara. AP-fréttaveitan greinir frá þessu en talið er að um 85% af 2,3 milljónum íbúa Gasa séu nú á vergangi. Stríðið hófst í kjölfar mannskæðrar árásar Hamas í suðurhluta Ísrael þann 7. október. Síðan þá hefur mikill fjöldi Palestínumanna leitað skjóls á svæðum á Gasa sem hafa síðar orðið fyrir árásum Ísraels, þrátt fyrir yfirlýsingar þeirra um að svæðin ættu að teljast örugg. Palestínumenn við rústir eftir árás Ísraelshers í Rafah á suðurhluta Gasa í gær.Ap/Fatima Shbair Samþykktu aukna vopnasölu Heilbrigðisráðuneytið á Gasa, sem er undir stjórn Hamas, gaf út í dag að 21.672 Palestínumenn hafi farist frá því að stríðsátökin hófust í október og 56.165 aðrir særst. Talsmaður ráðuneytisins bætti við að 165 hafi farist á síðastliðnum sólarhring. Ekki er gerður greinarmunur á andlátum bardagamanna og almennra borgara í tölunum en heilbrigðisyfirvöld hafa sagt um 70% hinna látnu vera konur og börn. Sum af nýjustu andlátunum voru tilkynnt í kjölfar áðurnefndra loftárása Ísraelshers á Nuseirat og Bureij flóttamannabúðirnar sem gerðar voru aðfaranótt laugardags og fram á laugardag. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna samþykkti í gær að selja hergögn til Ísraels fyrir 147,5 milljónir Bandaríkjadala, til viðbótar við fyrri vopnasölu og fjárhagsaðstoð. Ísraelskir hermenn tóku sér stöðu Ísraelsmegin við ytri mörk Gasastrandarinnar í gær.Ap/Ariel Schalit
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Tengdar fréttir Ísraelsmenn dregnir fyrir dóm fyrir þjóðarmorð Suður-Afríka kærði í dag Ísraelsríki í Alþjóðadómstólnum fyrir brot á þjóðarmorðslögum vegna innrásar þess í Gasa. 29. desember 2023 20:33 Gefur ekkert fyrir tal um ómöguleika og vill senda út fulltrúa til að hjálpa Ríkisstjórnin segir í skoðun hvernig hægt sé að ná fólki með dvalarleyfi á Íslandi út úr Gasa en dómsmálaráðherra segir stöðuna flókna og að horft sé til hinna Norðurlandaþjóðanna og fullyrðir að þar hafi engar fjölskyldusameiningar átt sér stað. Íslensk baráttukona gefur lítið fyrir tal um ómöguleika og segir að Ísland þurfi, eins og aðrar þjóðir, að senda sinn fulltrúa út til hjálpar fólkinu. 29. desember 2023 19:48 Tugþúsundir flýja miðhluta Gasa Um 150 þúsund Palestínumenn hafa nú verið neyddir til að flýja miðhluta Gasasvæðisins undan Ísraelsher sem gerir nú atlögu að flóttamannabúðum á svæðinu. 29. desember 2023 07:48 Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Ísraelsmenn dregnir fyrir dóm fyrir þjóðarmorð Suður-Afríka kærði í dag Ísraelsríki í Alþjóðadómstólnum fyrir brot á þjóðarmorðslögum vegna innrásar þess í Gasa. 29. desember 2023 20:33
Gefur ekkert fyrir tal um ómöguleika og vill senda út fulltrúa til að hjálpa Ríkisstjórnin segir í skoðun hvernig hægt sé að ná fólki með dvalarleyfi á Íslandi út úr Gasa en dómsmálaráðherra segir stöðuna flókna og að horft sé til hinna Norðurlandaþjóðanna og fullyrðir að þar hafi engar fjölskyldusameiningar átt sér stað. Íslensk baráttukona gefur lítið fyrir tal um ómöguleika og segir að Ísland þurfi, eins og aðrar þjóðir, að senda sinn fulltrúa út til hjálpar fólkinu. 29. desember 2023 19:48
Tugþúsundir flýja miðhluta Gasa Um 150 þúsund Palestínumenn hafa nú verið neyddir til að flýja miðhluta Gasasvæðisins undan Ísraelsher sem gerir nú atlögu að flóttamannabúðum á svæðinu. 29. desember 2023 07:48