Skipið bar nafnið Maersk Hangzhou og sigldi undir fána Singapúrs. Samkvæmt upplýsingum frá miðlægri stjórnstöð Bandaríkjahers, Centcom, var árás gærkvöldsins sú 23. í röð árása Hútana í Jemen á alþjóðaskipasiglingar á svæðinu. Centcom segir að skipið sé þó sjófært og að engan hafi sakað.
USS GRAVELY shoots down two anti-ship ballistic missiles while responding to Houthi attack on merchant vessel.
— U.S. Central Command (@CENTCOM) December 31, 2023
Today at approximately 8:30 p.m. (Sanaa time), the container ship MAERSK HANGZHOU reported that they were struck by a missile while transiting the Southern Red Sea. The pic.twitter.com/nUgifhkdC8
Tilkynnt var um árásina klukkan 18:30 í gærkvöldi á íslenskum tíma. Tvö skip úr flota Bandaríkjanna komu til aðstoðar og annað skaut tvær aukalegar eldflaugar niður. Centcom fullyrðir að Hútar beri ábyrgð á árásinni.
Árásin kemur í kjölfar tilkynningar danska utanríkisráðuneytisins um að það hyggist senda freigátu til Rauðahafsins til að bregðast við og afstýra slíkum uppákomum.
Rauðahafið er ein fjölfarnasta siglingaleið heims. Þar hafa Hútar á undanförnum vikum skotið eldflaugum og flogið sjálfsprengidrónum að nokkrum flutningaskipum, en að auki bandarískum og frönskum herskipum. Hútar hafa einnig sent sérsveitarmenn til að taka stjórn á einu skipi sem siglt var til hafnar í Jemen.