„Andstæðingar mínir eru örugglega að vona að ég hætti“ Jón Þór Stefánsson skrifar 1. janúar 2024 10:01 Bjarni Benediktsson segist ekki vera að íhuga að hætta í stjórnmálum. Vísir/Hulda Margrét Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki vera að íhuga að hætta í stjórnmálum. Þetta kom fram í Kryddsíldinni á Stöð 2, en þar var hann var spurður út í ummæli Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, fjármálaráðherra og varaformanns flokksins, sem segist vera orðin tilbúin að taka við formennsku í flokknum. Ertu að íhuga að láta þetta gott heita? „Nei. Ég er ekkert að íhuga það. Þið fjölmiðlamenn eruð ítrekað að spyrja mig að þessu,“ svaraði Bjarni sem rifjaði upp aðdraganda síðustu kosninga. „Ímyndið ykkur þetta: Í kosningasjónvarpi Ríkissjónvarpsins fyrir síðustu kosningar, daginn áður enn átti að kjósa fæ ég spurninguna: „Hvenær ætlar þú að segja af þér?““ Bjarni uppskar hlátur, en bætti sjálfur við: „Menn hlægja af þessu hérna, en þetta er bara staðreynd. Þetta er minn veruleiki. Svona er komið fram við mann. Ég er að leiða þetta ríkisstjórnarsamstarf og ég er nýkominn í embætti utanríkisráðherra, og þú spyrð mig: Hvenær ætlar þú að hætta?“ Hann ítrekaði að hann hygðist ekki vera að hætta. „Andstæðingar mínir eru örugglega að vona að ég hætti, því ég hef verið þeim erfiður. Þess vegna hef ég verið lengi í þessu.“ Sjálfstæðisflokkurinn er enn stærsti flokkurinn á Alþingi benti Bjarni og þó Samfylking mælist stærri sagðist Bjarni hafa lært af sínum stjórnmálaferli að hundsa þær. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kryddsíld Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Flestir vilja Kristrúnu sem forsætisráðherra: „Þessi fylgisaukning hefur komið mér á óvart“ Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, er sá stjórnmálaleiðtogi sem flestir Íslendinga myndu vilja sjá sem forsætisráðherra samkvæmt nýrri könnun Maskínu. 27,6 prósent myndu vilja hana sem forsætisráðherra, en hún hefur bætt við sig um fimm prósentum frá síðasta ári. 31. desember 2023 15:55 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Þetta kom fram í Kryddsíldinni á Stöð 2, en þar var hann var spurður út í ummæli Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, fjármálaráðherra og varaformanns flokksins, sem segist vera orðin tilbúin að taka við formennsku í flokknum. Ertu að íhuga að láta þetta gott heita? „Nei. Ég er ekkert að íhuga það. Þið fjölmiðlamenn eruð ítrekað að spyrja mig að þessu,“ svaraði Bjarni sem rifjaði upp aðdraganda síðustu kosninga. „Ímyndið ykkur þetta: Í kosningasjónvarpi Ríkissjónvarpsins fyrir síðustu kosningar, daginn áður enn átti að kjósa fæ ég spurninguna: „Hvenær ætlar þú að segja af þér?““ Bjarni uppskar hlátur, en bætti sjálfur við: „Menn hlægja af þessu hérna, en þetta er bara staðreynd. Þetta er minn veruleiki. Svona er komið fram við mann. Ég er að leiða þetta ríkisstjórnarsamstarf og ég er nýkominn í embætti utanríkisráðherra, og þú spyrð mig: Hvenær ætlar þú að hætta?“ Hann ítrekaði að hann hygðist ekki vera að hætta. „Andstæðingar mínir eru örugglega að vona að ég hætti, því ég hef verið þeim erfiður. Þess vegna hef ég verið lengi í þessu.“ Sjálfstæðisflokkurinn er enn stærsti flokkurinn á Alþingi benti Bjarni og þó Samfylking mælist stærri sagðist Bjarni hafa lært af sínum stjórnmálaferli að hundsa þær.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kryddsíld Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Flestir vilja Kristrúnu sem forsætisráðherra: „Þessi fylgisaukning hefur komið mér á óvart“ Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, er sá stjórnmálaleiðtogi sem flestir Íslendinga myndu vilja sjá sem forsætisráðherra samkvæmt nýrri könnun Maskínu. 27,6 prósent myndu vilja hana sem forsætisráðherra, en hún hefur bætt við sig um fimm prósentum frá síðasta ári. 31. desember 2023 15:55 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Flestir vilja Kristrúnu sem forsætisráðherra: „Þessi fylgisaukning hefur komið mér á óvart“ Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, er sá stjórnmálaleiðtogi sem flestir Íslendinga myndu vilja sjá sem forsætisráðherra samkvæmt nýrri könnun Maskínu. 27,6 prósent myndu vilja hana sem forsætisráðherra, en hún hefur bætt við sig um fimm prósentum frá síðasta ári. 31. desember 2023 15:55