Hjónin hafi ákveðið að verja lífinu á annan hátt Atli Ísleifsson skrifar 1. janúar 2024 14:12 Ólafur G. Harðarsson stjórnmálafræðingur segir ákvörðun Guðna forseta hafa komið verulega á óvart. Vísir/Vilhelm Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmálafræðingur og prófessor emiritus, segir að ákvörðun Guðna Th. Jóhannessonar forseta að sækjast ekki eftir endurkjöri hafi komið sér ákaflega mikið á óvart. „Ég, eins og fleiri, átti von á því að hann myndi taka eitt kjörtímabil í viðbót þannig að þetta yrðu samtals tólf ár.“ Þetta segir Ólafur í samtali við fréttastofu. „Guðni fór nú að hluta yfir ástæðurnar fyrir ákvörðuninni en ég held að þetta persónuleg ákvörðun hjá þeim hjónum. Þau hafi ákveðið að verja lífinu á annan hátt en að sitja annað kjörtímabil.“ Guðni greindi frá ákvörðun sinni í nýársávarpi sínu fyrr í dag og er nú ljóst að sjöundi forseti lýðveldisins verður kjörinn í forsetakosningum sem munu fara fram 1. júní næstkomandi. Nýr forseti mun svo taka við í ágúst. Farsæll forseti Ólafur segir Guðna hafa verið afskaplega farsælan forseta. Ekki hafi verið mikið um átakamál í kringum Guðna og hann notið fylgis á bilinu 80 til 90 prósent. „Við sáum það að hann var endurkjörinn síðast með yfir 90 prósent atkvæða. Hann hefur boðað frjálslynd viðhorf í þjóðmálum sem þjóðinni virðist hafa líkað mjög vel. Enda eru þar um meirihlutaviðhorf að ræða þó að einhverjir popúlistar, eða lýðhyggjumenn, hafi gagnrýnt hann. En það hafa nú bara verið einhverjar raddir í eyðimörkinni.“ Milli Ólafs Ragnars og Vigdísar Varðandi þær breytingar sem Guðni hafi gert á forsetaembættinu vill Ólafur meina að hann hafi fært embættið nær því eins og það var í forsetatíð Vigdísar Finnbogadóttur. „Guðni hefur ekki verið að taka pólitíska afstöðu í dægurmálum eins og Ólafur Ragnar gerði stundum. Hann hefur ekki beitt sér pólitískt eins og Ólafur gerði. Guðni hefur þó lýst því yfir – þó hann hafi ekki beitt synjunarvaldinu – að forseti sé sannarlega með synjunarvald. Að aðstæður hefðu getað komið upp þar sem hann hefði getað beitt því. Sömuleiðis var Guðni sama sinnis og Ólafur Ragnar varðandi það að forseti geti synjað forsætisráðherra um þingrof. Þannig að þó að það hafi ekki verið með gjörðum þá var Guðni með yfirlýsingum að staðfesta breytingar á embættinu sem Ólafur Ragnar hafði farið í. Þannig að því leyti er kannski hægt að staðsetja Guðna einhvers staðar á milli Ólafs Ragnars og Vigdísar.“ Fráleitur fjöldi Varðandi framhaldið og yfirvofandi forsetakosningar segir Ólafur að nú munu menn ná sér eftir undrunina og svo munu fjölmargir koma fram og segja fólk hafa komið að máli við sig. „Tilhneigingin hefur verið að margir hafa verið í framboði þegar nýr forseti er kjörinn. Ein af ástæðum þess að einungis þarf 1.500 meðmælendur til að vera í framboði sem er sami fjöldi og var árið 1944. Í tillögum sem Katrín Jakobsdóttir var með um stjórnarskrárbreytingar var gert ráð fyrir þessu, þannig að það væri prósentutala, hlutfall af kjósendum, í stað fastrar tölu. Ef þær hefðu komust í gegn – þær komust náttúrulega ekki í gegn frekar ekki aðrar stjórnarskrárbreytingar síðustu ár – hefði þurft um sex þúsund meðmælendur. Það er eðlilegri tala. 1.500 er gjörsamlega fráleit tala og verður til þess að í hópi frambjóðenda verða einstaklingar eru ekki með nægan stuðning og eiga í raun ekki erindi.“ Ólafur segir einhverja mánuði munu líða þar til að í ljós komi hverjir verði raunverulega í framboði. „En það hefur oft komið verulega á óvart hvaða frambjóðendur verða fylgismiklir þegar upp er staðið. Við sáum það til að mynda þegar Ólafur Ragnar Grímsson, þá nýhættur í pólitík og formaður flokksins lengst til vinstri, bauð sig fram og stóð að lokum uppi sem forseti.“ Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Guðni lætur hjartað ráða og býður sig ekki fram að nýju Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hyggst ekki bjóða sig aftur fram til forseta Íslands næsta sumar. Sjöundi forseti lýðveldisins verður því kjörinn í forsetakosningum í júní næstkomandi. 1. janúar 2024 13:07 „Verið velkomin á trúðasýninguna í vor“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hyggst ekki bjóða sig fram til forsetaembættisins að nýju. Sjöundi forseti Íslands verður því kjörinn í sumar. Sumir kvíða kosningunum en aðrir þakka Guðna fyrir síðastliðin tæp átta ár. 1. janúar 2024 14:07 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Þetta segir Ólafur í samtali við fréttastofu. „Guðni fór nú að hluta yfir ástæðurnar fyrir ákvörðuninni en ég held að þetta persónuleg ákvörðun hjá þeim hjónum. Þau hafi ákveðið að verja lífinu á annan hátt en að sitja annað kjörtímabil.“ Guðni greindi frá ákvörðun sinni í nýársávarpi sínu fyrr í dag og er nú ljóst að sjöundi forseti lýðveldisins verður kjörinn í forsetakosningum sem munu fara fram 1. júní næstkomandi. Nýr forseti mun svo taka við í ágúst. Farsæll forseti Ólafur segir Guðna hafa verið afskaplega farsælan forseta. Ekki hafi verið mikið um átakamál í kringum Guðna og hann notið fylgis á bilinu 80 til 90 prósent. „Við sáum það að hann var endurkjörinn síðast með yfir 90 prósent atkvæða. Hann hefur boðað frjálslynd viðhorf í þjóðmálum sem þjóðinni virðist hafa líkað mjög vel. Enda eru þar um meirihlutaviðhorf að ræða þó að einhverjir popúlistar, eða lýðhyggjumenn, hafi gagnrýnt hann. En það hafa nú bara verið einhverjar raddir í eyðimörkinni.“ Milli Ólafs Ragnars og Vigdísar Varðandi þær breytingar sem Guðni hafi gert á forsetaembættinu vill Ólafur meina að hann hafi fært embættið nær því eins og það var í forsetatíð Vigdísar Finnbogadóttur. „Guðni hefur ekki verið að taka pólitíska afstöðu í dægurmálum eins og Ólafur Ragnar gerði stundum. Hann hefur ekki beitt sér pólitískt eins og Ólafur gerði. Guðni hefur þó lýst því yfir – þó hann hafi ekki beitt synjunarvaldinu – að forseti sé sannarlega með synjunarvald. Að aðstæður hefðu getað komið upp þar sem hann hefði getað beitt því. Sömuleiðis var Guðni sama sinnis og Ólafur Ragnar varðandi það að forseti geti synjað forsætisráðherra um þingrof. Þannig að þó að það hafi ekki verið með gjörðum þá var Guðni með yfirlýsingum að staðfesta breytingar á embættinu sem Ólafur Ragnar hafði farið í. Þannig að því leyti er kannski hægt að staðsetja Guðna einhvers staðar á milli Ólafs Ragnars og Vigdísar.“ Fráleitur fjöldi Varðandi framhaldið og yfirvofandi forsetakosningar segir Ólafur að nú munu menn ná sér eftir undrunina og svo munu fjölmargir koma fram og segja fólk hafa komið að máli við sig. „Tilhneigingin hefur verið að margir hafa verið í framboði þegar nýr forseti er kjörinn. Ein af ástæðum þess að einungis þarf 1.500 meðmælendur til að vera í framboði sem er sami fjöldi og var árið 1944. Í tillögum sem Katrín Jakobsdóttir var með um stjórnarskrárbreytingar var gert ráð fyrir þessu, þannig að það væri prósentutala, hlutfall af kjósendum, í stað fastrar tölu. Ef þær hefðu komust í gegn – þær komust náttúrulega ekki í gegn frekar ekki aðrar stjórnarskrárbreytingar síðustu ár – hefði þurft um sex þúsund meðmælendur. Það er eðlilegri tala. 1.500 er gjörsamlega fráleit tala og verður til þess að í hópi frambjóðenda verða einstaklingar eru ekki með nægan stuðning og eiga í raun ekki erindi.“ Ólafur segir einhverja mánuði munu líða þar til að í ljós komi hverjir verði raunverulega í framboði. „En það hefur oft komið verulega á óvart hvaða frambjóðendur verða fylgismiklir þegar upp er staðið. Við sáum það til að mynda þegar Ólafur Ragnar Grímsson, þá nýhættur í pólitík og formaður flokksins lengst til vinstri, bauð sig fram og stóð að lokum uppi sem forseti.“
Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Guðni lætur hjartað ráða og býður sig ekki fram að nýju Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hyggst ekki bjóða sig aftur fram til forseta Íslands næsta sumar. Sjöundi forseti lýðveldisins verður því kjörinn í forsetakosningum í júní næstkomandi. 1. janúar 2024 13:07 „Verið velkomin á trúðasýninguna í vor“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hyggst ekki bjóða sig fram til forsetaembættisins að nýju. Sjöundi forseti Íslands verður því kjörinn í sumar. Sumir kvíða kosningunum en aðrir þakka Guðna fyrir síðastliðin tæp átta ár. 1. janúar 2024 14:07 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Guðni lætur hjartað ráða og býður sig ekki fram að nýju Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hyggst ekki bjóða sig aftur fram til forseta Íslands næsta sumar. Sjöundi forseti lýðveldisins verður því kjörinn í forsetakosningum í júní næstkomandi. 1. janúar 2024 13:07
„Verið velkomin á trúðasýninguna í vor“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hyggst ekki bjóða sig fram til forsetaembættisins að nýju. Sjöundi forseti Íslands verður því kjörinn í sumar. Sumir kvíða kosningunum en aðrir þakka Guðna fyrir síðastliðin tæp átta ár. 1. janúar 2024 14:07