Landlæknir, ráðherrar og rithöfundar orðaðir við Bessastaði Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. janúar 2024 21:30 Andrés Jónsson, almannatengill, býst við fjörugum kappræðum og mörgum frambjóðendum Vísir/einar Forystufólk í heilbrigðiskerfinu, ráðherrar og rithöfundar eru orðaðir við forsetaframboð í sumar. Almannatengill býst við fjörugum kappræðum og mörgum frambjóðendum. Hann telur að sagan muni fara mjúkum höndum um núverandi forseta og ákvörðun hans um að láta gott heita. Nú fer í hönd sá tími þar sem fólk ýmist mátar sig eða aðra í embætti forseta Íslands. Andrés Jónsson, eigandi Góðra samskipta, leggur mikinn metnað í þessar bollaleggingar og hefur útbúið viðamikið skjal yfir það fólk sem er orðað við framboð. „Þú þarft eiginlega að hafa sýnt fram á að þú hafir þessa hæfni sem til þarf eða staðið vel í krefjandi aðstæðum eða komið að einhverjum málaflokki sem er íslensku þjóðinni dýrmætur,“ segir Andrés um mögulega frambjóðendur. Heilbrigðiskerfið er einn þessara málaflokka sem stendur þjóðinni nærri. „Þar getum við nefnt Ölmu Möller landlækni, Björn Zoëga forstjóra Karólínska, Pál Matthíasson fyrrverandi forstjóra Landspítalans.“ Þá hafa nokkrir úr heimi menningar og lista verið nefndir. „Magnús Geir Þórðarson, þjóðleikhússtjóri, Sigríður Hagalín Björnsdóttir hefur verið nefnd, og Brynhildur Guðjónsdóttir Borgarleikhússtjóri.“ „Svo gætum við jafnvel farið í viðskiptalífið. Það hefur í rauninni ekki komið forseti þaðan en Hörður Arnarson hefur lengi verið forstjóri Landsvirkjunar og hefur notið aukins trausts eftir því sem á hefur liðið. Ásta Fjeldsted nýtur virðingar í sínu starfi og er ungur forstjóri í Kauphöllinni, Rannveig Rist hefur oft verið nefnd og einhverjir fleiri.“ Loks hafa þónokkrir verið nefndir sem starfa á hinu pólitíska sviði. „Katrínar Jakobsdóttir er auðvitað nefnt af mörgum og var nefnt af mörgum kannski hér fyrir fjórum árum og hefur aðeins hrapað í persónulegum vinsældum síðan en ekki spurning að hún yrði mjög sterk, færi hún fram og síðan má nefna fólk sem nýtur trausts fyrir utan sínar raðir, Willum Þór, heilbrigðisráðherra, væri hægt að nefna, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri í Reykjaesbæ hef ég heyrt.“ Svo eru það þau sem hafa yfirgefið hið pólitíska svið. „Ingibjörg Sólrún, Össur Skarphéðinsson, jafnvel Geir Haarde og Þorsteinn Pálsson þannig að það er leitað líka í þennan flokk, ekki spurning.“ Andrés býst við að málið liggi ljóst fyrir í kringum páska og að margir verði í framboði og kappræðurnar fjörugar. „Þetta verður sprettur, þetta er óvænt og það er fullt af fólki sem hefur einhvern tímann mátað sig í þetta sem bjóst ekki við þessu, nú þarf það að ákveða hvort það ætli að stökkva eða hrökkva því forsetar sitja oft einmitt í tólf til tuttugu ár þannig að tækifærin koma ekki oft á ævinni, ef þú hefur þennan draum í maganum.“ Ákvörðun Guðna kom mörgum á óvart, sérstaklega í ljósi vinsælda hans. „Þau hjónin eru bæði mjög vinsæl og farsæl og ég held að sagan muni fara mjúkum höndum um Guðna fyrir að hafa gert einmitt þetta.“ Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir „Ég hef enga eftirsjá“ „Hér sit ég sjö mánuði enn, eftir það geri ég fastlega ráð fyrir því að sinna fræða og rannsóknarstörfum, hverfa á ný í þann heim sem ég kom úr. En annars veit ég ekkert hvað framtíðin beri í skauti sér þar fyrir utan. Við látum það ráðast,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti lýðveldisins, sem tilkynnti í gær að hann ætlaði að láta tvö kjörtímabil nægja og ætlar ekki að gefa kost á sér aftur. 2. janúar 2024 16:04 Alls kyns yfirlýsingar tengdar forsetaframboði Þjóðþekktir einstaklingar hafa gefið út ýmiss konar yfirlýsingar tengdar forsetaframboði eftir að Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands tilkynnti að hann muni ekki sækjast eftir endurkjöri. Dóri DNA fullyrðir að hann muni bjóða sig fram. 1. janúar 2024 16:39 Hjónin hafi ákveðið að verja lífinu á annan hátt Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmálafræðingur og prófessor emiritus, segir að ákvörðun Guðna Th. Jóhannessonar forseta að sækjast ekki eftir endurkjöri hafi komið sér ákaflega mikið á óvart. „Ég, eins og fleiri, átti von á því að hann myndi taka eitt kjörtímabil í viðbót þannig að þetta yrðu samtals tólf ár.“ 1. janúar 2024 14:12 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
Nú fer í hönd sá tími þar sem fólk ýmist mátar sig eða aðra í embætti forseta Íslands. Andrés Jónsson, eigandi Góðra samskipta, leggur mikinn metnað í þessar bollaleggingar og hefur útbúið viðamikið skjal yfir það fólk sem er orðað við framboð. „Þú þarft eiginlega að hafa sýnt fram á að þú hafir þessa hæfni sem til þarf eða staðið vel í krefjandi aðstæðum eða komið að einhverjum málaflokki sem er íslensku þjóðinni dýrmætur,“ segir Andrés um mögulega frambjóðendur. Heilbrigðiskerfið er einn þessara málaflokka sem stendur þjóðinni nærri. „Þar getum við nefnt Ölmu Möller landlækni, Björn Zoëga forstjóra Karólínska, Pál Matthíasson fyrrverandi forstjóra Landspítalans.“ Þá hafa nokkrir úr heimi menningar og lista verið nefndir. „Magnús Geir Þórðarson, þjóðleikhússtjóri, Sigríður Hagalín Björnsdóttir hefur verið nefnd, og Brynhildur Guðjónsdóttir Borgarleikhússtjóri.“ „Svo gætum við jafnvel farið í viðskiptalífið. Það hefur í rauninni ekki komið forseti þaðan en Hörður Arnarson hefur lengi verið forstjóri Landsvirkjunar og hefur notið aukins trausts eftir því sem á hefur liðið. Ásta Fjeldsted nýtur virðingar í sínu starfi og er ungur forstjóri í Kauphöllinni, Rannveig Rist hefur oft verið nefnd og einhverjir fleiri.“ Loks hafa þónokkrir verið nefndir sem starfa á hinu pólitíska sviði. „Katrínar Jakobsdóttir er auðvitað nefnt af mörgum og var nefnt af mörgum kannski hér fyrir fjórum árum og hefur aðeins hrapað í persónulegum vinsældum síðan en ekki spurning að hún yrði mjög sterk, færi hún fram og síðan má nefna fólk sem nýtur trausts fyrir utan sínar raðir, Willum Þór, heilbrigðisráðherra, væri hægt að nefna, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri í Reykjaesbæ hef ég heyrt.“ Svo eru það þau sem hafa yfirgefið hið pólitíska svið. „Ingibjörg Sólrún, Össur Skarphéðinsson, jafnvel Geir Haarde og Þorsteinn Pálsson þannig að það er leitað líka í þennan flokk, ekki spurning.“ Andrés býst við að málið liggi ljóst fyrir í kringum páska og að margir verði í framboði og kappræðurnar fjörugar. „Þetta verður sprettur, þetta er óvænt og það er fullt af fólki sem hefur einhvern tímann mátað sig í þetta sem bjóst ekki við þessu, nú þarf það að ákveða hvort það ætli að stökkva eða hrökkva því forsetar sitja oft einmitt í tólf til tuttugu ár þannig að tækifærin koma ekki oft á ævinni, ef þú hefur þennan draum í maganum.“ Ákvörðun Guðna kom mörgum á óvart, sérstaklega í ljósi vinsælda hans. „Þau hjónin eru bæði mjög vinsæl og farsæl og ég held að sagan muni fara mjúkum höndum um Guðna fyrir að hafa gert einmitt þetta.“
Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir „Ég hef enga eftirsjá“ „Hér sit ég sjö mánuði enn, eftir það geri ég fastlega ráð fyrir því að sinna fræða og rannsóknarstörfum, hverfa á ný í þann heim sem ég kom úr. En annars veit ég ekkert hvað framtíðin beri í skauti sér þar fyrir utan. Við látum það ráðast,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti lýðveldisins, sem tilkynnti í gær að hann ætlaði að láta tvö kjörtímabil nægja og ætlar ekki að gefa kost á sér aftur. 2. janúar 2024 16:04 Alls kyns yfirlýsingar tengdar forsetaframboði Þjóðþekktir einstaklingar hafa gefið út ýmiss konar yfirlýsingar tengdar forsetaframboði eftir að Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands tilkynnti að hann muni ekki sækjast eftir endurkjöri. Dóri DNA fullyrðir að hann muni bjóða sig fram. 1. janúar 2024 16:39 Hjónin hafi ákveðið að verja lífinu á annan hátt Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmálafræðingur og prófessor emiritus, segir að ákvörðun Guðna Th. Jóhannessonar forseta að sækjast ekki eftir endurkjöri hafi komið sér ákaflega mikið á óvart. „Ég, eins og fleiri, átti von á því að hann myndi taka eitt kjörtímabil í viðbót þannig að þetta yrðu samtals tólf ár.“ 1. janúar 2024 14:12 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
„Ég hef enga eftirsjá“ „Hér sit ég sjö mánuði enn, eftir það geri ég fastlega ráð fyrir því að sinna fræða og rannsóknarstörfum, hverfa á ný í þann heim sem ég kom úr. En annars veit ég ekkert hvað framtíðin beri í skauti sér þar fyrir utan. Við látum það ráðast,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti lýðveldisins, sem tilkynnti í gær að hann ætlaði að láta tvö kjörtímabil nægja og ætlar ekki að gefa kost á sér aftur. 2. janúar 2024 16:04
Alls kyns yfirlýsingar tengdar forsetaframboði Þjóðþekktir einstaklingar hafa gefið út ýmiss konar yfirlýsingar tengdar forsetaframboði eftir að Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands tilkynnti að hann muni ekki sækjast eftir endurkjöri. Dóri DNA fullyrðir að hann muni bjóða sig fram. 1. janúar 2024 16:39
Hjónin hafi ákveðið að verja lífinu á annan hátt Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmálafræðingur og prófessor emiritus, segir að ákvörðun Guðna Th. Jóhannessonar forseta að sækjast ekki eftir endurkjöri hafi komið sér ákaflega mikið á óvart. „Ég, eins og fleiri, átti von á því að hann myndi taka eitt kjörtímabil í viðbót þannig að þetta yrðu samtals tólf ár.“ 1. janúar 2024 14:12