Humphries heimsmeistari árið 2024 Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. janúar 2024 19:32 Luke Humphries með bikarinn hátt á lofti. Vísir/Getty Luke Humphries er heimsmeistari í pílukasti í fyrsta sinn eftir sigur gegn hinum sextán ára Luke Littler í úrslitum HM í kvöld, 7-4. Humphries byrjaði betur og virtist hafa betri taugar en hinn 16 ára gamli Littler. Þrátt fyrir að þurfa nokkrar tilraunir til að klára leggina á tvöföldu reitunum gaf Humphries andstæðingi sínum fá færi á sér og vann fyrsta settið 3-1. Það stefndi svo í meira af því sama í öðru setti þar sem Humphries vann fyrstu tvo leggina áður en Littler vaknaði loksins til lífsins og svaraði fyrir sig. Hann gerði svo gott betur en það og vann einnig næstu tvo leggi, báða með útskoti yfir hundrað. Humphries kom sér svo yfir á ný með 3-2 sigri í þriðja setti áður en Littler vann 3-1 sigur bæði í fjórða og fimmta setti. Unglingurinn var þar með kominn með forystu í fyrsta sinn í leiknum og var hvergi nærri hættur því hann sigraði sjötta settið 3-0 og kom sér þar með í tveggja setta forystu, staðan 4-2. Það var því orðið ljóst að Humphries þurfti að sýna betri hliðar á sjálfum sér ef hann ætlaði ekki að láta þennan 16 ára gutta taka sig í kennslustund. Cool Hand Luke sýndi úr hverju hann er gerður strax í upphafi sjöunda setts þar sem hann tók út stóra fiskinn áður en hann sigraði settið í úrslitalegg og staðan þar með orðin 4-3. BIG FISH FROM COOL HAND! 🐟Luke Humphries hits a 170 finish in the World Championship final!📺 https://t.co/f3RU9WTIoD#WCDarts | Final pic.twitter.com/jvX0t40E2Q— PDC Darts (@OfficialPDC) January 3, 2024 Þegar þarna var komið við sögu var nokkuð ljóst að Humphries var vaknaður til lífsins á ný. Hann vann fyrstu tvo leggina í áttunda settinu áður en Littler tók þann þriðja, en útskot upp á 121 sem endaði með þriðju pílunni í bullseye tryggði Humphries sigur í áttunda setti og jafnaði hann þar með leikinn. Humphries virtist svo vera að labba í burtu með níunda settið þegar hann tók 108 tvisvar í röð út og kom sér í 2-0. Littler svaraði þó með því að vinna næstu tvo leggi, en Humphries fór ekki á taugum og kom sér yfir á ný með sigri í níunda setti. Leikur Littler var orðinn heldur köflóttur og gekk honum illa að halda í við nafna sinn Humphries. Littler gerði sér þó lítið fyrir og tók út stóra fiskinn í tíunda setti, en það nægði ekki og Humphries vann 3-1 sigur og vann þar með sitt fjórða sett í röð. Staðan því orðin 6-4, Humphries í vil, og Cool Hand Luke var því aðeins einu setti frá heimsmeistaratitlinum. LITTLER LANDS THE BIG FISH! 🐟Luke Littler hits a 170 checkout in the World Championship final!📺 https://t.co/f3RU9WTIoD#WCDarts | Final pic.twitter.com/3ukJBhyntj— PDC Darts (@OfficialPDC) January 3, 2024 Nafnarnir skiptust á að vinna leggi í ellefta setti og unnu báðir sína tvo leggi þar sem þeir voru með pílurnar í höndunum. Littler fékk tækifæri til að loka settinu í fimmta legg þar sem hann hóf leik, en klikkaði á útskotum sínum. Cool Hand Luke Humphries nýtti sér það og tryggði sér heimsmeistaratitilinn með þægilegum tvöföldum átta í sínu síðasta útskoti. Úrslitin voru þar með ráðin og Luke Humphries er heimsmeistari í pílukasti árið 2024, en hinn 16 ára gamli Luke Littler þarf að gera sér silfrið að góðu í þetta sinn. Luke Humphries fulfils his darting destiny... 🏆World number one. World Champion. Luke Humphries has capped the most incredible year by lifting the 2023/24 Paddy Power World Darts Championship 👏 pic.twitter.com/oLGYR6ilTy— PDC Darts (@OfficialPDC) January 3, 2024
Humphries byrjaði betur og virtist hafa betri taugar en hinn 16 ára gamli Littler. Þrátt fyrir að þurfa nokkrar tilraunir til að klára leggina á tvöföldu reitunum gaf Humphries andstæðingi sínum fá færi á sér og vann fyrsta settið 3-1. Það stefndi svo í meira af því sama í öðru setti þar sem Humphries vann fyrstu tvo leggina áður en Littler vaknaði loksins til lífsins og svaraði fyrir sig. Hann gerði svo gott betur en það og vann einnig næstu tvo leggi, báða með útskoti yfir hundrað. Humphries kom sér svo yfir á ný með 3-2 sigri í þriðja setti áður en Littler vann 3-1 sigur bæði í fjórða og fimmta setti. Unglingurinn var þar með kominn með forystu í fyrsta sinn í leiknum og var hvergi nærri hættur því hann sigraði sjötta settið 3-0 og kom sér þar með í tveggja setta forystu, staðan 4-2. Það var því orðið ljóst að Humphries þurfti að sýna betri hliðar á sjálfum sér ef hann ætlaði ekki að láta þennan 16 ára gutta taka sig í kennslustund. Cool Hand Luke sýndi úr hverju hann er gerður strax í upphafi sjöunda setts þar sem hann tók út stóra fiskinn áður en hann sigraði settið í úrslitalegg og staðan þar með orðin 4-3. BIG FISH FROM COOL HAND! 🐟Luke Humphries hits a 170 finish in the World Championship final!📺 https://t.co/f3RU9WTIoD#WCDarts | Final pic.twitter.com/jvX0t40E2Q— PDC Darts (@OfficialPDC) January 3, 2024 Þegar þarna var komið við sögu var nokkuð ljóst að Humphries var vaknaður til lífsins á ný. Hann vann fyrstu tvo leggina í áttunda settinu áður en Littler tók þann þriðja, en útskot upp á 121 sem endaði með þriðju pílunni í bullseye tryggði Humphries sigur í áttunda setti og jafnaði hann þar með leikinn. Humphries virtist svo vera að labba í burtu með níunda settið þegar hann tók 108 tvisvar í röð út og kom sér í 2-0. Littler svaraði þó með því að vinna næstu tvo leggi, en Humphries fór ekki á taugum og kom sér yfir á ný með sigri í níunda setti. Leikur Littler var orðinn heldur köflóttur og gekk honum illa að halda í við nafna sinn Humphries. Littler gerði sér þó lítið fyrir og tók út stóra fiskinn í tíunda setti, en það nægði ekki og Humphries vann 3-1 sigur og vann þar með sitt fjórða sett í röð. Staðan því orðin 6-4, Humphries í vil, og Cool Hand Luke var því aðeins einu setti frá heimsmeistaratitlinum. LITTLER LANDS THE BIG FISH! 🐟Luke Littler hits a 170 checkout in the World Championship final!📺 https://t.co/f3RU9WTIoD#WCDarts | Final pic.twitter.com/3ukJBhyntj— PDC Darts (@OfficialPDC) January 3, 2024 Nafnarnir skiptust á að vinna leggi í ellefta setti og unnu báðir sína tvo leggi þar sem þeir voru með pílurnar í höndunum. Littler fékk tækifæri til að loka settinu í fimmta legg þar sem hann hóf leik, en klikkaði á útskotum sínum. Cool Hand Luke Humphries nýtti sér það og tryggði sér heimsmeistaratitilinn með þægilegum tvöföldum átta í sínu síðasta útskoti. Úrslitin voru þar með ráðin og Luke Humphries er heimsmeistari í pílukasti árið 2024, en hinn 16 ára gamli Luke Littler þarf að gera sér silfrið að góðu í þetta sinn. Luke Humphries fulfils his darting destiny... 🏆World number one. World Champion. Luke Humphries has capped the most incredible year by lifting the 2023/24 Paddy Power World Darts Championship 👏 pic.twitter.com/oLGYR6ilTy— PDC Darts (@OfficialPDC) January 3, 2024
Pílukast Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Sport Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð