Sala mannbrodda fjórfaldast vegna hálkunnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. janúar 2024 13:28 Þessi hefur útvegað sér mannbrodda, sem fleiri ættu að taka sér til fyrirmyndar. Vísir/Vilhelm Sala mannbrodda hjá verslunarkeðju Bónus er fjórföld í þessari viku og vikuna fyrir jól, miðað við síðustu tíu vikur þar á undan. Flughált hefur verið á öllu höfuðborgarsvæðinu undanfarna daga og fjöldi fólks leitað á bráðamóttöku vegna hálkuslysa. „Þetta er stóraukning, sérstaklega í þessari viku og vikuna fyrir jól. Ef við gefum okkur ákveðið meðaltal þá er þetta 400 prósent aukning á sölu miðað við síðustu tíu vikurnar fyrir jólin,“ segir Björgvin Víkingsson, framkvæmdastjóri Bónus, í samtali við fréttastofu. Hjalti Már Björnsson yfirlæknir hjá bráðamóttöku Landspítalann segir í samtali við fréttastofu umtalsverðan fjölda fólks hafa leitað á bráðamóttökuna eftir hálkuslys síðustu daga. Þá hafa sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu staðið í ströngu við að hálkuverja götur og gangstéttir en virðist illa hafa gengið. Seltjarnarnesbær varaði til að mynda íbúa sína við því á Facebook að fara óvarlega á ferðum sínum vegna hálkunnar. Seltjarnarnesbær varaði íbúa sína við hálkunni í gær.Vísir Starfsmenn þjónustumiðstöðvar hafi verið að skafa, sanda og salta allan gærdag en það dugað skammt þar sem þiðni og frjósi aftur um leið. Þá minnti sveitarfélagið íbúa á að öllum væri frjálst að sækja salt í gulu kisturnar, sem finna má víða á Seltjarnarnesi en einnig sand fyrir utan Þjónustumiðstöðina á Austurströnd 1. Í Reykjavík geta íbúar nálgast salt og sand á opnunartíma þjónustumiðstöðvarinnar við Stórhöfða. Jafnframt eru kistur fullar af salti og sandi aðgengilegar fyrir utan hverfastöðvarnar á Fiskislóð og Jafnaseli. Í Kópavogi eru saltkistur víða og finna má staðsetningu þeirra á þessu korti. Í Hafnarfirði er hægt að fá sand í Þjónustumiðstöðinni Norðurhellu 2 en saltkistur eru víða um bæinn. Seltjarnarnes Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Færð á vegum Veður Tengdar fréttir Styttir víða upp og rofar til Nú í morgunsárið eru austan fimm til þrettán metrar sekúndu á landinu og einhver rigning eða slydda í mörgum landshlutum. 3. janúar 2024 07:21 Hálkuslysin áberandi á bráðamóttökunni Talsvert álag hefur verði á bráðamóttökunni í dag vegna hálkuslysa. Yfirlæknir segir álag á heilbrigðiskerfinu öllu, en reynt sé eftir fremsta megni að veita öllum þjónustu eins og best verður á kosið. 2. janúar 2024 18:02 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Sjá meira
„Þetta er stóraukning, sérstaklega í þessari viku og vikuna fyrir jól. Ef við gefum okkur ákveðið meðaltal þá er þetta 400 prósent aukning á sölu miðað við síðustu tíu vikurnar fyrir jólin,“ segir Björgvin Víkingsson, framkvæmdastjóri Bónus, í samtali við fréttastofu. Hjalti Már Björnsson yfirlæknir hjá bráðamóttöku Landspítalann segir í samtali við fréttastofu umtalsverðan fjölda fólks hafa leitað á bráðamóttökuna eftir hálkuslys síðustu daga. Þá hafa sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu staðið í ströngu við að hálkuverja götur og gangstéttir en virðist illa hafa gengið. Seltjarnarnesbær varaði til að mynda íbúa sína við því á Facebook að fara óvarlega á ferðum sínum vegna hálkunnar. Seltjarnarnesbær varaði íbúa sína við hálkunni í gær.Vísir Starfsmenn þjónustumiðstöðvar hafi verið að skafa, sanda og salta allan gærdag en það dugað skammt þar sem þiðni og frjósi aftur um leið. Þá minnti sveitarfélagið íbúa á að öllum væri frjálst að sækja salt í gulu kisturnar, sem finna má víða á Seltjarnarnesi en einnig sand fyrir utan Þjónustumiðstöðina á Austurströnd 1. Í Reykjavík geta íbúar nálgast salt og sand á opnunartíma þjónustumiðstöðvarinnar við Stórhöfða. Jafnframt eru kistur fullar af salti og sandi aðgengilegar fyrir utan hverfastöðvarnar á Fiskislóð og Jafnaseli. Í Kópavogi eru saltkistur víða og finna má staðsetningu þeirra á þessu korti. Í Hafnarfirði er hægt að fá sand í Þjónustumiðstöðinni Norðurhellu 2 en saltkistur eru víða um bæinn.
Seltjarnarnes Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Færð á vegum Veður Tengdar fréttir Styttir víða upp og rofar til Nú í morgunsárið eru austan fimm til þrettán metrar sekúndu á landinu og einhver rigning eða slydda í mörgum landshlutum. 3. janúar 2024 07:21 Hálkuslysin áberandi á bráðamóttökunni Talsvert álag hefur verði á bráðamóttökunni í dag vegna hálkuslysa. Yfirlæknir segir álag á heilbrigðiskerfinu öllu, en reynt sé eftir fremsta megni að veita öllum þjónustu eins og best verður á kosið. 2. janúar 2024 18:02 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Sjá meira
Styttir víða upp og rofar til Nú í morgunsárið eru austan fimm til þrettán metrar sekúndu á landinu og einhver rigning eða slydda í mörgum landshlutum. 3. janúar 2024 07:21
Hálkuslysin áberandi á bráðamóttökunni Talsvert álag hefur verði á bráðamóttökunni í dag vegna hálkuslysa. Yfirlæknir segir álag á heilbrigðiskerfinu öllu, en reynt sé eftir fremsta megni að veita öllum þjónustu eins og best verður á kosið. 2. janúar 2024 18:02
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði