Rúnar hefur starfað fyrir Marel í Seattle í Bandaríkjunum í tíu ár og þar á undan fyrir Marel á Íslandi í fimmtán ár. Fram kemur í tilkynningu að Aquatiq hafi yfir hundrað starfsmenn í átta löndum, nú þegar Ísland hefur bæst í hópinn.
Aquatiq er fyrirtæki sem þjónustar fyrirtæki í sjávarútvegi, eldisiðnaði og matvælavinnslur. Starfsemin einblíni á ráðgjöf varðandi gæðastaðla, tæki fyrir fiskeldi og fiskvinnslur, efni sem uppfylla matvælastaðla, þrifakerfi, bakteríupróf og hugbúnað.
Fyrirtækið mun hafa höfuðstöðvar á Íslandi í Sjávarklasanum á Granda í Reykjavík. Fyrirtækið, sem er norskt, er þegar með starfsemi í Síle, Ástralíu, Nýja-Sjálandi, Englandi, Noregi, Danmörku og Svíþjóð. Tilkynnt var um nýja starfsstöð hér á landi í nóvember síðastliðnum.