Saga Einars hvatning: Meðan aðrir voru með lóð var hann með prik Sindri Sverrisson skrifar 5. janúar 2024 09:31 Einar Þorsteinn Ólafsson lék sinn fyrsta A-landsleik í byrjun nóvember og er nú á leið á sitt fyrsta stórmót. vísir/Hulda Margrét Einar Þorsteinn Ólafsson spilaði aldrei fyrir yngri landslið Íslands og var um tíma nálægt því að skipta alfarið yfir í körfubolta, en nú er hann á leið á sitt fyrsta stórmót; EM í handbolta í Þýskalandi. Einar sprakk sem sagt seint út, eins og þjálfari hans úr 4. flokki hjá Val á sínum tíma, handboltasérfræðingurinn Arnar Daði Arnarsson, rifjar upp á Twitter. Einu leikir hans fyrir yngri landslið voru í körfuboltanum, íþrótt sem Einar segir reyndar hafa nýst sér vel í handboltanum, en nú mun hann feta í fótspor föður síns Ólafs Stefánssonar sem fór á fjölda stórmóta fyrir Íslands hönd. „Saga Einars Þorsteins gæti verið hvatning fyrir marga yngri iðkendur. Á engan yngri landsleik að baki & var ekkert (að mínu viti) að pæla í því. Lifði í núinu & bætti það sem hann þurfti að bæta. Meðan jafnaldrar hans voru með lóð var hann með prik,“ skrifar Arnar Daði á Twitter, og vísar þar til lyftingaæfinga hjá Val á sínum tíma þar sem Einar gerði til að mynda hnébeygjur með priki á meðan aðrir settu lóð á stöngina. Færslu Arnars Daða má sjá hér að neðan. Stoltur þjálfari ritar Saga Einars Þorsteins gæti verið hvatning fyrir marga yngri iðkendur. Á engan yngri landsleik að baki & var ekkert (að mínu viti) að pæla í því. Lifði í núinu & bætti það sem hann þurfti að bæta. Meðan jafnaldrar hans voru með lóð var hann með prik. pic.twitter.com/kXJRfQgP5d— Arnar Daði (@arnardadi) January 4, 2024 Hlutirnir hafa gerst afar hratt hjá Einari síðustu misseri, og hans fyrsti A-landsleikur var svo gegn Færeyjum í nóvember síðastliðnum. Þessi frábæri varnarmaður var fyrst valinn til landsliðsæfinga haustið 2021 eftir að hafa leiktíðina áður farið að slá í gegn í Olís-deildinni, og vann titla með Val undir stjórn núverandi landsliðsþjálfara Snorra Steins Guðjónssonar. Lék sér í körfubolta á milli leikja og vissi allt um NBA Hann fór svo í atvinnumennsku sumarið 2022 og spilar undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar, fyrrverandi landsliðsþjálfara, hjá Fredericia í Danmörku. „Einar þurfti að hafa fyrir því að vinna fyrir hlutunum. Hann þurfti að vinna í sínum veikleikum. Hreyfifærni, líkamlegur styrkur o.s.frv - Hann var þolinmóður. Hann var ekki að stressa sig á því að vera ekki að spila upp fyrir sig og hvað þá að vera valinn í unglingalandslið,“ skrifar Arnar Daði. Einar Þorsteinn Ólafsson er fjölhæfur íþróttamaður og hitar hér upp á einni af sínum fyrstu landsliðsæfingum í handbolta, með því að spila fótbolta, árið 2021.VÍSIR/VILHELM „Eftir 4.flokk ganga leikmenn hér heima upp í 3.flokk & æfa með strákum sem eru 1-5 árum eldri þar sem U-liðs strákar æfa gjarnan með 3.flokki. Á þessum tímapunkti hafði ég áhyggjur af Einari. Ég hafði áhyggjur að hann myndi týnast í fjöldanum og áhuginn myndi leiða hann annað. Áhuginn á körfubolta jókst. Sumarið fyrir menntaskóla á Partille Cup gerði Einar lítið annað á milli leikja en að leika sér í körfubolta og vissi nánast allt um NBA. Var þessi efnilegur leikmaður sem hafði allt til að vera góður í körfubolta að fara skipta um íþrótt 16-17 ára?“ spurði Arnar Daði sig en þeir Maksim Akbachev, sem þjálfuðu Einar í 4. flokki, skoðuðu það að fá Einar til Gróttu haustið 2020. „Vonandi að skrifa handritið fyrir fleiri iðkendur“ „Til að gera langa sögu stutta þá er þetta í upphafi þess tímabils þar sem Einar Þorsteinn slær í gegn í úrslitakeppninni og tryggir Val í úrslitin eftir ótrúlegan varnarleik gegn ÍBV. Næsta tímabil heldur Einar uppteknum hætti og leikur sér að sóknarmönnum andstæðingana. Eftir 1 1/2 tímabil í Olís gengur Einar í raðir Fredrica í Danmörku & neitaði tilboðum frá stærri liðum í Evrópu. Í dag er Einar á leið á sitt fyrsta stórmót í handbolta eftir 18 mánaða veru í atvinnumennsku og 39 mánuðum frá því að þú spilaðir fyrstu leikina þína í Olís,“ skrifar Arnar Daði og bætir við: „Til hamingju Einar - þú ert vonandi að skrifa handritið fyrir fleiri iðkendur sem eru ekki endilega yfirburðar í yngri flokkum. Ég mun nýta sögu þína til að hjálpa öðrum iðkendum að ná sínum markmiðum.“ Landslið karla í handbolta Valur EM 2024 í handbolta Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Fleiri fréttir Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Sjá meira
Einar sprakk sem sagt seint út, eins og þjálfari hans úr 4. flokki hjá Val á sínum tíma, handboltasérfræðingurinn Arnar Daði Arnarsson, rifjar upp á Twitter. Einu leikir hans fyrir yngri landslið voru í körfuboltanum, íþrótt sem Einar segir reyndar hafa nýst sér vel í handboltanum, en nú mun hann feta í fótspor föður síns Ólafs Stefánssonar sem fór á fjölda stórmóta fyrir Íslands hönd. „Saga Einars Þorsteins gæti verið hvatning fyrir marga yngri iðkendur. Á engan yngri landsleik að baki & var ekkert (að mínu viti) að pæla í því. Lifði í núinu & bætti það sem hann þurfti að bæta. Meðan jafnaldrar hans voru með lóð var hann með prik,“ skrifar Arnar Daði á Twitter, og vísar þar til lyftingaæfinga hjá Val á sínum tíma þar sem Einar gerði til að mynda hnébeygjur með priki á meðan aðrir settu lóð á stöngina. Færslu Arnars Daða má sjá hér að neðan. Stoltur þjálfari ritar Saga Einars Þorsteins gæti verið hvatning fyrir marga yngri iðkendur. Á engan yngri landsleik að baki & var ekkert (að mínu viti) að pæla í því. Lifði í núinu & bætti það sem hann þurfti að bæta. Meðan jafnaldrar hans voru með lóð var hann með prik. pic.twitter.com/kXJRfQgP5d— Arnar Daði (@arnardadi) January 4, 2024 Hlutirnir hafa gerst afar hratt hjá Einari síðustu misseri, og hans fyrsti A-landsleikur var svo gegn Færeyjum í nóvember síðastliðnum. Þessi frábæri varnarmaður var fyrst valinn til landsliðsæfinga haustið 2021 eftir að hafa leiktíðina áður farið að slá í gegn í Olís-deildinni, og vann titla með Val undir stjórn núverandi landsliðsþjálfara Snorra Steins Guðjónssonar. Lék sér í körfubolta á milli leikja og vissi allt um NBA Hann fór svo í atvinnumennsku sumarið 2022 og spilar undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar, fyrrverandi landsliðsþjálfara, hjá Fredericia í Danmörku. „Einar þurfti að hafa fyrir því að vinna fyrir hlutunum. Hann þurfti að vinna í sínum veikleikum. Hreyfifærni, líkamlegur styrkur o.s.frv - Hann var þolinmóður. Hann var ekki að stressa sig á því að vera ekki að spila upp fyrir sig og hvað þá að vera valinn í unglingalandslið,“ skrifar Arnar Daði. Einar Þorsteinn Ólafsson er fjölhæfur íþróttamaður og hitar hér upp á einni af sínum fyrstu landsliðsæfingum í handbolta, með því að spila fótbolta, árið 2021.VÍSIR/VILHELM „Eftir 4.flokk ganga leikmenn hér heima upp í 3.flokk & æfa með strákum sem eru 1-5 árum eldri þar sem U-liðs strákar æfa gjarnan með 3.flokki. Á þessum tímapunkti hafði ég áhyggjur af Einari. Ég hafði áhyggjur að hann myndi týnast í fjöldanum og áhuginn myndi leiða hann annað. Áhuginn á körfubolta jókst. Sumarið fyrir menntaskóla á Partille Cup gerði Einar lítið annað á milli leikja en að leika sér í körfubolta og vissi nánast allt um NBA. Var þessi efnilegur leikmaður sem hafði allt til að vera góður í körfubolta að fara skipta um íþrótt 16-17 ára?“ spurði Arnar Daði sig en þeir Maksim Akbachev, sem þjálfuðu Einar í 4. flokki, skoðuðu það að fá Einar til Gróttu haustið 2020. „Vonandi að skrifa handritið fyrir fleiri iðkendur“ „Til að gera langa sögu stutta þá er þetta í upphafi þess tímabils þar sem Einar Þorsteinn slær í gegn í úrslitakeppninni og tryggir Val í úrslitin eftir ótrúlegan varnarleik gegn ÍBV. Næsta tímabil heldur Einar uppteknum hætti og leikur sér að sóknarmönnum andstæðingana. Eftir 1 1/2 tímabil í Olís gengur Einar í raðir Fredrica í Danmörku & neitaði tilboðum frá stærri liðum í Evrópu. Í dag er Einar á leið á sitt fyrsta stórmót í handbolta eftir 18 mánaða veru í atvinnumennsku og 39 mánuðum frá því að þú spilaðir fyrstu leikina þína í Olís,“ skrifar Arnar Daði og bætir við: „Til hamingju Einar - þú ert vonandi að skrifa handritið fyrir fleiri iðkendur sem eru ekki endilega yfirburðar í yngri flokkum. Ég mun nýta sögu þína til að hjálpa öðrum iðkendum að ná sínum markmiðum.“
Landslið karla í handbolta Valur EM 2024 í handbolta Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Fleiri fréttir Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn