Allt að átta tíma bið: „Við höfum ekki séð það svartara“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 4. janúar 2024 19:30 Már Kristjánsson segir álagið meira en áður hefur sést. Vísir/Arnar Læknir á Landspítalanum segist aldrei hafa séð það svartara. Spítalinn er yfirfullur, sjúklingar víða á göngum og biðtími þeirra sem leita á bráðamóttöku getur verið allt að átta klukkustundir. Álagið á Landspítalanum hefur aukist undanfarið samhliða því að fjöldi pesta hafa gengið og margir orðið veikir. Nú er staðan sú að aldrei hafa fleiri sjúklingar legið á göngum Landspítalans. „Við höfum aldrei verið í viðlíka ástandi eins og er núna. Það er bara sama hvernig á það er litið. Í dag er um sjötíu manns, umfram skilgreind rými, sem eru liggjandi á göngum hinna ýmsu legudeilda. Miðað við skilgreindan fjölda bráðarýma á spítalanum þá vorum við síðasta sólarhring með, þegar verst lét, hundrað og tíu manns umfram það. Þannig það er verulega mikið álag fyrir starfsfólk legudeilda og bráðamóttöku þannig við höfum ekki séð það svartara,“ segir Már Kristjánsson læknir og framkvæmdastjóri lyflækninga- og bráðasviðs Landspítalans. Þá hefur starfsfólk spítalans líka verið að veikjast og því oft færri á vaktinni. Í morgun tók grímuskylda gildi á spítalanum og þá hafa heimsóknir líka veriðtakmarkaðar til að reyna að verja sjúklingana. Már segir veikindin sem hrjá landsmenn af ýmsum toga. „Covidið er búið að vera mjög stabílt alveg síðan síðastliðið sumar. Við erum með þetta svona fimmtíu sextíu manns greinda á spítalanum á hverri viku og það hefur haldist nokkuð jafnt. Inflúensan er hins vegar í hámarki og vonandi á niðurleið. Það má líka geta þess að RS hefur verið í mikilli sókn og valdið miklu álagi á Barnaspítalann og bráðamóttöku barna.“ Þeir sem leita þurfa á Landspítalann þessa dagana þurfa sumir hverjir að bíða lengi eftir aðstoð. „Þeir sem eru með mikil og bráðveikindi þeim er sinnt eins og skot. Þeir sem eru með minni veikindi kannski íþróttameiðsli eða eitthvað slíkt, skíðaslys, föll og annað slíkt í hálku þeir geta þurft að bíða í margar klukkustundir. Sex átta klukkustundir.“ Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Álag sem við höfum ekki séð áður“ Yfirlæknir á Landspítalanum segir álag á spítalanum aldrei hafa verið meira en nú. Hátt í níutíu sjúklingar liggi á göngum spítalans. Grímuskylda var tekin upp á spítalanum á ný í morgun og heimsóknir takmarkaðar. 4. janúar 2024 12:51 Grímuskylda á Landspítala á ný Grímuskyldu hefur verið komið á á Landspítalanum á ný. Í tilkynningu frá spítalanum segir að öndunarfæraveirur hafi sótt mjög í sig veðrið. 3. janúar 2024 19:26 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Sjá meira
Álagið á Landspítalanum hefur aukist undanfarið samhliða því að fjöldi pesta hafa gengið og margir orðið veikir. Nú er staðan sú að aldrei hafa fleiri sjúklingar legið á göngum Landspítalans. „Við höfum aldrei verið í viðlíka ástandi eins og er núna. Það er bara sama hvernig á það er litið. Í dag er um sjötíu manns, umfram skilgreind rými, sem eru liggjandi á göngum hinna ýmsu legudeilda. Miðað við skilgreindan fjölda bráðarýma á spítalanum þá vorum við síðasta sólarhring með, þegar verst lét, hundrað og tíu manns umfram það. Þannig það er verulega mikið álag fyrir starfsfólk legudeilda og bráðamóttöku þannig við höfum ekki séð það svartara,“ segir Már Kristjánsson læknir og framkvæmdastjóri lyflækninga- og bráðasviðs Landspítalans. Þá hefur starfsfólk spítalans líka verið að veikjast og því oft færri á vaktinni. Í morgun tók grímuskylda gildi á spítalanum og þá hafa heimsóknir líka veriðtakmarkaðar til að reyna að verja sjúklingana. Már segir veikindin sem hrjá landsmenn af ýmsum toga. „Covidið er búið að vera mjög stabílt alveg síðan síðastliðið sumar. Við erum með þetta svona fimmtíu sextíu manns greinda á spítalanum á hverri viku og það hefur haldist nokkuð jafnt. Inflúensan er hins vegar í hámarki og vonandi á niðurleið. Það má líka geta þess að RS hefur verið í mikilli sókn og valdið miklu álagi á Barnaspítalann og bráðamóttöku barna.“ Þeir sem leita þurfa á Landspítalann þessa dagana þurfa sumir hverjir að bíða lengi eftir aðstoð. „Þeir sem eru með mikil og bráðveikindi þeim er sinnt eins og skot. Þeir sem eru með minni veikindi kannski íþróttameiðsli eða eitthvað slíkt, skíðaslys, föll og annað slíkt í hálku þeir geta þurft að bíða í margar klukkustundir. Sex átta klukkustundir.“
Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Álag sem við höfum ekki séð áður“ Yfirlæknir á Landspítalanum segir álag á spítalanum aldrei hafa verið meira en nú. Hátt í níutíu sjúklingar liggi á göngum spítalans. Grímuskylda var tekin upp á spítalanum á ný í morgun og heimsóknir takmarkaðar. 4. janúar 2024 12:51 Grímuskylda á Landspítala á ný Grímuskyldu hefur verið komið á á Landspítalanum á ný. Í tilkynningu frá spítalanum segir að öndunarfæraveirur hafi sótt mjög í sig veðrið. 3. janúar 2024 19:26 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Sjá meira
„Álag sem við höfum ekki séð áður“ Yfirlæknir á Landspítalanum segir álag á spítalanum aldrei hafa verið meira en nú. Hátt í níutíu sjúklingar liggi á göngum spítalans. Grímuskylda var tekin upp á spítalanum á ný í morgun og heimsóknir takmarkaðar. 4. janúar 2024 12:51
Grímuskylda á Landspítala á ný Grímuskyldu hefur verið komið á á Landspítalanum á ný. Í tilkynningu frá spítalanum segir að öndunarfæraveirur hafi sótt mjög í sig veðrið. 3. janúar 2024 19:26