Víkingar urðu tvöfaldir meistarar á síðasta tímabili. Víkingur vann Bestu deild karla með miklum yfirburðum og varð svo bikarmeistari fjórða sinn í röð.
Víkingur fékk 116 stig í kjörinu. Í 2. sæti með 59 stig varð annað Víkingslið, kvennalið félagsins í fótbolta sem varð bikarmeistari og vann Lengjudeildina. Víkingar eru eina B-deildarliðið sem hefur orðið bikarmeistari.
Karlalið Tindastóls í körfubolta varð í 3. sæti í kjörinu með fimmtíu stig. Stólarnir urðu Íslandsmeistarar í fyrsta sinn í fyrra eftir sigur á Valsmönnum í eftirminnilegu úrslitaeinvígi.
Alls tóku 28 íþróttafréttamenn þátt í kjörinu og valdi hver og einn bestu lið ársins að sínu mati. Efsta sæti gaf fimm stig, 2. sæti þrjú stig og það þriðja eitt stig.
Lið ársins
- Víkingur karla fótbolti 116
- Víkingur kvenna fótbolti 59
- Tindastóll karla körfubolti 50
- Breiðablik karla fótbolti 23
- Valur kvenna fótbolti 3
- ÍBV karla handbolti 1