Liverpool áfram eftir sigur á Emirates 7. janúar 2024 16:01 Luis Diaz skorar annað mark Liverpool Vísir/Getty Liverpool komst áfram í FA-bikarnum í dag eftir sigur á Arsenal á Emirates vellinum. Bæði lið voru með heldur sterk byrjunarlið en stærstu fréttirnar voru eflaust þær að Liverpool var án tveggja lykilmanna, Mohamed Salah og Virgil Van Djik. Hvorugu liðinu tókst að skora í fyrri hálfleiknum en það var þó Arsenal sem skapaði fleiri og betri færi en inn vildi boltinn ekki. Arsenal stýrði ferðinni í seinni hálfleiknum og allt leit út fyrir það að mark væri á leiðinni en þá fékk Liverpool hornspyrnu á 80. mínútu. Trent Alexander-Arnold tók hana og fór boltinn beint á kollinn á varnarmanni Arsenal, Jakub Kiwior, sem skallaði hann í eigið net. Staðan orðin 0-1 og um rúmlega tíu mínútur eftir. Leikmenn Arsenal reyndu hvað þeir gátu að jafna metin en inn vildi boltinn ekki. Leikmenn Liverpool ógnuðu alltaf með skyndisóknum og fengu þeir eina slíka í blálokin í uppbótartíma sem endaði með því að Luis Diaz fékk boltann frá Diogo Jota og kláraði framhjá Aaron Ramsdale í markinu. Staðan orðin 0-2 og reyndust það lokatölur. Liverpool er því komið áfram í FA-bikarnum á meðan Arsenal situr eftir með sárt ennið. Enski boltinn
Liverpool komst áfram í FA-bikarnum í dag eftir sigur á Arsenal á Emirates vellinum. Bæði lið voru með heldur sterk byrjunarlið en stærstu fréttirnar voru eflaust þær að Liverpool var án tveggja lykilmanna, Mohamed Salah og Virgil Van Djik. Hvorugu liðinu tókst að skora í fyrri hálfleiknum en það var þó Arsenal sem skapaði fleiri og betri færi en inn vildi boltinn ekki. Arsenal stýrði ferðinni í seinni hálfleiknum og allt leit út fyrir það að mark væri á leiðinni en þá fékk Liverpool hornspyrnu á 80. mínútu. Trent Alexander-Arnold tók hana og fór boltinn beint á kollinn á varnarmanni Arsenal, Jakub Kiwior, sem skallaði hann í eigið net. Staðan orðin 0-1 og um rúmlega tíu mínútur eftir. Leikmenn Arsenal reyndu hvað þeir gátu að jafna metin en inn vildi boltinn ekki. Leikmenn Liverpool ógnuðu alltaf með skyndisóknum og fengu þeir eina slíka í blálokin í uppbótartíma sem endaði með því að Luis Diaz fékk boltann frá Diogo Jota og kláraði framhjá Aaron Ramsdale í markinu. Staðan orðin 0-2 og reyndust það lokatölur. Liverpool er því komið áfram í FA-bikarnum á meðan Arsenal situr eftir með sárt ennið.
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti