Sundhnúkagígaröð „langlanglíklegasta“ upptakasvæði eldgoss Magnús Jochum Pálsson skrifar 5. janúar 2024 18:39 Jarðeðlisfræðingur segir minni líkur á eldgosi við Svartsengi í hættumatskorti endurspegla það að langlíklegast sé að eldsupptök verði í Sundhnúkagígaröð Veðurstofa Íslands Í uppfærðu hættumatskorti Veðurstofunnar eru líkur á eldgosi við Svartsengi lækkaðar úr töluverðum líkum í nokkrar. Jarðeðlisfræðingur segir að breytingin sé fyrst og fremst til marks um að öll gögn bendi til að það verði eldgos á Sundhnjúkagígaröð. Veðurstofan sendi um hálf sex frá sér uppfært hættumatskort vegna jarðhræringa við Grindavík. Fréttastofa ræddi við Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðing sem vann við uppfærslu hættumatskortins. „Við gerðum ekki stórar breytingar en breytingarnar sem við gerðum urðu til þess að Svartsengi fór á milli flokka, fór úr því að vera appelsínugult yfir í að vera gult. Það voru nú einu markverðu breytingarnar,“ sagði Benedikt um uppfærsluna. Hættumatskort Veðurstofu vegna jarðhræringa við Grindavík hefur verið uppfært þó breytingarnar séu ekki miklar.Veðurstofan Hvað þýðir það? „Í raun endurspegla vöktunargögnin og sömuleiðis skoðanir flestra að það sé langlíkegast að það verði eldgos á Sundhnjúkagígaröðinni. Það endurspeglast í lægri líkum á eldgosi annars staðar á svæðinu,“ sagði hann. „Öll gögn benda á Sundhnjúkagígaröðina þarna milli Hagafells og Stóra-Skógafells sem langlanglíklegasta upptakasvæðið fyrir eldgos. Endurspeglar fyrst og fremst það frekar en að það séu einhverjar stórar breytingar á Svartsengissvæðinu sjálfu,“ sagði Benedikt. „Sömuleiðis voru þarna inni sprunguhreyfingar. Það eru sprunguhreyfingar en engar stórar sem valda hættu sem menn hafa séð á svæðinu síðustu viku. Þannig við lækkuðum það aðeins,“ segir hann. Jarðeðlisfræðingur segir öll gögn benda til að eldgos eigi upptök sín á svæðinu við Sundhnúkagíga. Minnkaðar líkur á hættu á gosi við Svartsengi endurspegli það.Vísir/Vilhelm Hægt og rólega að hægjast á landrisi Svæði 1 og 2 á kortinu, sem ná yfir Sundhnjúkagígaröð, eru nú rauðmerkt sem þýðir að það sé mikil hætta á eldgosi. Efst á hættukvarðanum er fjólublár flokkur sem táknar mjög mikla hættu á eldgosi. Aðspurður hvað þurfi til að svæði sé sett í efsta flokk og merkt fjólublátt segir Benedikt að þá þurfi „eiginlega eldgos eða algjörlega yfirvofandi eldgos.“ Rauður sé því eiginlega hæsti flokkurinn þegar gos er ekki hafið. Sjáið þið einhvern tímaramma á þessu? „Það er ekki nokkur leið að segja til um tímaramma í þessu. Við höfum verið að horfa á að það er hægt og rólega að hægja á aflöguninni, landrisinu.,“ segir Benedikt. „Það eru alltaf þessar tvær túlkanir á því. Það getur verið að styttast í að eitthvað gerist en það getur líka þýtt að það sé að minnka umflæði. Það er nú kannski ekkert eins og er sem bendir til að flæðið sé að minnka. Það er frekar að það benda til að styttist í eitthvað. Allavega eins og er. En tíminn verður bara að leiða það ljós,“ sagði Benedikt að lokum. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Tengdar fréttir Vísbending um að kvikuþrýstingur sé að byggjast upp Enn hægist á landrisi við Svartsengi, en það er vísbending um að kvikuþrýstingur sé að byggjast upp og þar með aukist líkur á nýju kvikuhlaupi og eldgosi. Þetta kemur fram í uppfærslu frá Veðurstofu Íslands, en þar segir að ekki sé útilokað að það dragi úr kvikuinnflæði. 5. janúar 2024 13:55 Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjá meira
Veðurstofan sendi um hálf sex frá sér uppfært hættumatskort vegna jarðhræringa við Grindavík. Fréttastofa ræddi við Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðing sem vann við uppfærslu hættumatskortins. „Við gerðum ekki stórar breytingar en breytingarnar sem við gerðum urðu til þess að Svartsengi fór á milli flokka, fór úr því að vera appelsínugult yfir í að vera gult. Það voru nú einu markverðu breytingarnar,“ sagði Benedikt um uppfærsluna. Hættumatskort Veðurstofu vegna jarðhræringa við Grindavík hefur verið uppfært þó breytingarnar séu ekki miklar.Veðurstofan Hvað þýðir það? „Í raun endurspegla vöktunargögnin og sömuleiðis skoðanir flestra að það sé langlíkegast að það verði eldgos á Sundhnjúkagígaröðinni. Það endurspeglast í lægri líkum á eldgosi annars staðar á svæðinu,“ sagði hann. „Öll gögn benda á Sundhnjúkagígaröðina þarna milli Hagafells og Stóra-Skógafells sem langlanglíklegasta upptakasvæðið fyrir eldgos. Endurspeglar fyrst og fremst það frekar en að það séu einhverjar stórar breytingar á Svartsengissvæðinu sjálfu,“ sagði Benedikt. „Sömuleiðis voru þarna inni sprunguhreyfingar. Það eru sprunguhreyfingar en engar stórar sem valda hættu sem menn hafa séð á svæðinu síðustu viku. Þannig við lækkuðum það aðeins,“ segir hann. Jarðeðlisfræðingur segir öll gögn benda til að eldgos eigi upptök sín á svæðinu við Sundhnúkagíga. Minnkaðar líkur á hættu á gosi við Svartsengi endurspegli það.Vísir/Vilhelm Hægt og rólega að hægjast á landrisi Svæði 1 og 2 á kortinu, sem ná yfir Sundhnjúkagígaröð, eru nú rauðmerkt sem þýðir að það sé mikil hætta á eldgosi. Efst á hættukvarðanum er fjólublár flokkur sem táknar mjög mikla hættu á eldgosi. Aðspurður hvað þurfi til að svæði sé sett í efsta flokk og merkt fjólublátt segir Benedikt að þá þurfi „eiginlega eldgos eða algjörlega yfirvofandi eldgos.“ Rauður sé því eiginlega hæsti flokkurinn þegar gos er ekki hafið. Sjáið þið einhvern tímaramma á þessu? „Það er ekki nokkur leið að segja til um tímaramma í þessu. Við höfum verið að horfa á að það er hægt og rólega að hægja á aflöguninni, landrisinu.,“ segir Benedikt. „Það eru alltaf þessar tvær túlkanir á því. Það getur verið að styttast í að eitthvað gerist en það getur líka þýtt að það sé að minnka umflæði. Það er nú kannski ekkert eins og er sem bendir til að flæðið sé að minnka. Það er frekar að það benda til að styttist í eitthvað. Allavega eins og er. En tíminn verður bara að leiða það ljós,“ sagði Benedikt að lokum.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Tengdar fréttir Vísbending um að kvikuþrýstingur sé að byggjast upp Enn hægist á landrisi við Svartsengi, en það er vísbending um að kvikuþrýstingur sé að byggjast upp og þar með aukist líkur á nýju kvikuhlaupi og eldgosi. Þetta kemur fram í uppfærslu frá Veðurstofu Íslands, en þar segir að ekki sé útilokað að það dragi úr kvikuinnflæði. 5. janúar 2024 13:55 Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjá meira
Vísbending um að kvikuþrýstingur sé að byggjast upp Enn hægist á landrisi við Svartsengi, en það er vísbending um að kvikuþrýstingur sé að byggjast upp og þar með aukist líkur á nýju kvikuhlaupi og eldgosi. Þetta kemur fram í uppfærslu frá Veðurstofu Íslands, en þar segir að ekki sé útilokað að það dragi úr kvikuinnflæði. 5. janúar 2024 13:55