Lentu vélinni eftir að gat kom á farþegarými Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. janúar 2024 08:29 Gatið var einkar stórt að þvermáli. Farþegaflugvél á leið frá Portland í Oregon ríki í Bandaríkjunum til Kaliforníu varð að lenda 35 mínútum eftir brottför eftir að hluti vélarinnar féll af vélinni með þeim afleiðingum að stórt gat myndaðist í farþegarýminu. Í umfjöllun BBC um málið kemur fram að 177 manns hafi verið um borð í vélinni sem er í eigu Alaska Airlines. Engan sakaði. Um var að ræða farþegaflugvél af gerðinni Boeing 737 Max 9. Haft er eftir bandarískum flugmálayfirvöldum að þrýstingur hafi fallið í farþegarýminu þegar atvikið átti sér stað, með þeim afleiðingum að farþegum var veitt súrefni í gegnum öndunargrímur vélarinnar. Vélin var í sextán þúsund feta hæð og sat enginn farþegi næst þeim hluta vélarinnar sem datt af. Um er að ræða hluta vélarinnar sem er fyrir aftan hreyfla hennar og vængi. Henni var snúið aftur við til Portland í kjölfarið og var lent þar rúmum hálftíma síðar. Í myndböndum sem farþegar tóku úr vélinni má sjá að vel sést í næturhimininn frá vélinni þó gustað hafi vel um farþega. Samkvæmt umfjöllun BBC hyggjast flugmálayfirvöld og framleiðandinn Boeing rannsaka atvikið í þaula. Þess er getið að Max vélar framleiðandans séu undir mesta eftirliti sem um getur í heiminum, eftir að vélar af þeirri gerð voru kyrrsettar í eitt og hálft ár í mars 2019 eftir tvö mannskæð flugslys. NEW IMAGE from on board Alaska Airlines 1282 after ***part of the fuselage*** blew out mid-flight. Successful emergency return to Portland after 20 minutes in the air. 10-week-old (!) Boeing 737 Max 9. NTSB investigating. pic.twitter.com/qjX8fQ1br1— Pete Muntean (@petemuntean) January 6, 2024 Fréttir af flugi Bandaríkin Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fleiri fréttir Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Sjá meira
Í umfjöllun BBC um málið kemur fram að 177 manns hafi verið um borð í vélinni sem er í eigu Alaska Airlines. Engan sakaði. Um var að ræða farþegaflugvél af gerðinni Boeing 737 Max 9. Haft er eftir bandarískum flugmálayfirvöldum að þrýstingur hafi fallið í farþegarýminu þegar atvikið átti sér stað, með þeim afleiðingum að farþegum var veitt súrefni í gegnum öndunargrímur vélarinnar. Vélin var í sextán þúsund feta hæð og sat enginn farþegi næst þeim hluta vélarinnar sem datt af. Um er að ræða hluta vélarinnar sem er fyrir aftan hreyfla hennar og vængi. Henni var snúið aftur við til Portland í kjölfarið og var lent þar rúmum hálftíma síðar. Í myndböndum sem farþegar tóku úr vélinni má sjá að vel sést í næturhimininn frá vélinni þó gustað hafi vel um farþega. Samkvæmt umfjöllun BBC hyggjast flugmálayfirvöld og framleiðandinn Boeing rannsaka atvikið í þaula. Þess er getið að Max vélar framleiðandans séu undir mesta eftirliti sem um getur í heiminum, eftir að vélar af þeirri gerð voru kyrrsettar í eitt og hálft ár í mars 2019 eftir tvö mannskæð flugslys. NEW IMAGE from on board Alaska Airlines 1282 after ***part of the fuselage*** blew out mid-flight. Successful emergency return to Portland after 20 minutes in the air. 10-week-old (!) Boeing 737 Max 9. NTSB investigating. pic.twitter.com/qjX8fQ1br1— Pete Muntean (@petemuntean) January 6, 2024
Fréttir af flugi Bandaríkin Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fleiri fréttir Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Sjá meira