Álit umboðsmanns nákvæmlega það sem varað hafi verið við Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. janúar 2024 11:55 Þórarinn Ingi er formaður atvinnuveganefndar. Vísir/Vilhelm Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir sláandi að hvalveiðibann hafi ekki átt sér lagastoð. Varað hafi verið við því síðan í sumar. Ráðherra verði að gera upp við sig sjálfur hvernig hann hyggist axla ábyrgð á málinu, sem eigi ekki að hafa úrslitaáhrif á framhald ríkisstjórnarsamstarfsins. Samkvæmt áliti Umboðsmanns, sem birt var í gær, átti ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um frestun hvalveiða í sumar, ekki skýra stoð í lögum. Þórarinn Ingi Pétursson er þingmaður Framsóknar flokksins og formaður atvinnuveganefndar þingsins. Hann segir það slá sig að sjá að ekki hafi verið farið rétt að við ákvörðun Svandísar í sumar. „Sömuleiðis þegar maður rýnir álit Umboðsmanns, þá kemur það fram sem menn vöruðu við í sumar, að þarna væri ekki verið að gæta meðalhófs og svo framvegis,“ segir Þórarinn. Það hafi þingmenn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks gert þegar málið kom upp. Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf., segir félagið ætla að sækja bætur vegna þess tjóns sem ákvörðun ráðherra hafi valdið félaginu og starfsmönnum. Þórarinn segir álitið skýrt. Í því felist dómur yfir stjórnsýslu sem ráðherrann viðhafði í málinu. Ólíklegt sé að málið komi inn á borð atvinnuveganefndar. „Ráðherrann hefur tekið við álitinu og kemur til með að, og hefur svarað fyrir, og segist sömuleiðis ætla að taka álitið alvarlega.“ Fari frekar yfir framtíð veiðanna innan nefndarinnar Fara þurfi yfir framhald hvalveiða, en hvalveiðiheimildir runnu út nú um áramót og verða að óbreyttu ekki heimilar. „Það verði frekar á þann veg sem við myndum fjalla um það, en ekki sérstaklega innan atvinnuveganefndar að fjalla um álit Umboðsmanns Alþingis,“ segir Þórarinn. Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í gær að Svandís hafi beðið álitshnekki vegna álitsins, sem sé litið alvarlegum augum innan Sjálfstæðisflokksins. Þá sagði Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata, eðlilegast að Svandís segði af sér ráðherraembætti. Þórarinn telur málið ekki eiga að hafa úrslitaáhrif á framhald ríkisstjórnarsamstarfsins. „Ég lít nú þannig á málið að svo sé ekki. -Finnst þér að Svandís eigi að segja af sér? -Eins og ég sagði áðan þá er það þannig að ráðherrann tekur þetta til sín. Hún ákveður hvað hún gerir og það er ekki mitt eða annarra að nálgast hlutina á þann veg hvort menn eigi að standa eða hlaupa frá borði,“ Þórarinn Ingi. Hvalveiðar Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Kristján segir Hval ætla að krefjast skaðabóta Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf. segir fyrirtækið ætla að sækja bætur vegna þess stórfellda tjóns sem ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur um tímabundna stöðvun hvalveiða síðasta sumar hafi valdið félaginu og starfsmönnum þess, í ljósi álits Umboðsmanns Alþingis. 6. janúar 2024 07:20 Svandís eigi það við eigin samvisku hverjar afleiðingarnar verði Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir álit Umboðsmanns Alþingis um ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að banna hvalveiðar í sumar vera skýrt og afdráttarlaus. 5. janúar 2024 16:37 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Sjá meira
Samkvæmt áliti Umboðsmanns, sem birt var í gær, átti ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um frestun hvalveiða í sumar, ekki skýra stoð í lögum. Þórarinn Ingi Pétursson er þingmaður Framsóknar flokksins og formaður atvinnuveganefndar þingsins. Hann segir það slá sig að sjá að ekki hafi verið farið rétt að við ákvörðun Svandísar í sumar. „Sömuleiðis þegar maður rýnir álit Umboðsmanns, þá kemur það fram sem menn vöruðu við í sumar, að þarna væri ekki verið að gæta meðalhófs og svo framvegis,“ segir Þórarinn. Það hafi þingmenn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks gert þegar málið kom upp. Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf., segir félagið ætla að sækja bætur vegna þess tjóns sem ákvörðun ráðherra hafi valdið félaginu og starfsmönnum. Þórarinn segir álitið skýrt. Í því felist dómur yfir stjórnsýslu sem ráðherrann viðhafði í málinu. Ólíklegt sé að málið komi inn á borð atvinnuveganefndar. „Ráðherrann hefur tekið við álitinu og kemur til með að, og hefur svarað fyrir, og segist sömuleiðis ætla að taka álitið alvarlega.“ Fari frekar yfir framtíð veiðanna innan nefndarinnar Fara þurfi yfir framhald hvalveiða, en hvalveiðiheimildir runnu út nú um áramót og verða að óbreyttu ekki heimilar. „Það verði frekar á þann veg sem við myndum fjalla um það, en ekki sérstaklega innan atvinnuveganefndar að fjalla um álit Umboðsmanns Alþingis,“ segir Þórarinn. Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í gær að Svandís hafi beðið álitshnekki vegna álitsins, sem sé litið alvarlegum augum innan Sjálfstæðisflokksins. Þá sagði Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata, eðlilegast að Svandís segði af sér ráðherraembætti. Þórarinn telur málið ekki eiga að hafa úrslitaáhrif á framhald ríkisstjórnarsamstarfsins. „Ég lít nú þannig á málið að svo sé ekki. -Finnst þér að Svandís eigi að segja af sér? -Eins og ég sagði áðan þá er það þannig að ráðherrann tekur þetta til sín. Hún ákveður hvað hún gerir og það er ekki mitt eða annarra að nálgast hlutina á þann veg hvort menn eigi að standa eða hlaupa frá borði,“ Þórarinn Ingi.
Hvalveiðar Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Kristján segir Hval ætla að krefjast skaðabóta Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf. segir fyrirtækið ætla að sækja bætur vegna þess stórfellda tjóns sem ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur um tímabundna stöðvun hvalveiða síðasta sumar hafi valdið félaginu og starfsmönnum þess, í ljósi álits Umboðsmanns Alþingis. 6. janúar 2024 07:20 Svandís eigi það við eigin samvisku hverjar afleiðingarnar verði Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir álit Umboðsmanns Alþingis um ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að banna hvalveiðar í sumar vera skýrt og afdráttarlaus. 5. janúar 2024 16:37 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Sjá meira
Kristján segir Hval ætla að krefjast skaðabóta Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf. segir fyrirtækið ætla að sækja bætur vegna þess stórfellda tjóns sem ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur um tímabundna stöðvun hvalveiða síðasta sumar hafi valdið félaginu og starfsmönnum þess, í ljósi álits Umboðsmanns Alþingis. 6. janúar 2024 07:20
Svandís eigi það við eigin samvisku hverjar afleiðingarnar verði Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir álit Umboðsmanns Alþingis um ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að banna hvalveiðar í sumar vera skýrt og afdráttarlaus. 5. janúar 2024 16:37