Gjör rétt - þol ei órétt! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 7. janúar 2024 08:01 Það er mér algerlega lífins ómögulegt eftir úrskurð umboðsmanns Alþingins í Hvalveiðimálinu svokallaða og viðbragða hlutaðeigandi ráðherra og samstarfsflokka, að styðja á nokkurn hátt ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Viðbrögð matvælaráðherra, vegna úrskurðarins, sem voru eitthvað á þann hátt, að nauðsynlegt hafi verið, þar sem lögin sem unnið hafi verið eftir séu svo gömul og úrelt að ganga fram með þessum hætti. Það er að þverbrjóta stjórnsýslulög og ganga jafn freklega fram gegn stjórnarskrárvörðum rétti manna og raun ber vitni, eru svo gersamlega víðáttuvitlaus, óforskömmuð og gersamlega fordæmalaus, að segja má að ráðherrann hafi með þeim í rauninni verið að senda Alþingi Íslendinga, löggjafanum sjálfum og þjóðinni löngutöng. Það að ætla svo bara að taka þessu, eins og hverju öðru hundsbiti og halda þessu ríkisstjórnarsamstarfi óbréyttu áfram er svo eiginlega enn verra en viðbrögð ráðherrans. Ríkisstjórnarsamstarf með óbreyttri ráðherraskipan, þýðir í rauninni það eitt, að samstarfsflokkar ráðherrans og reyndar hans eiginn flokkur, samþykkja með gjörðum sínum túlkun og viðbrögð ráðherrans á úrskurði umboðsmanns, þó þeir telji sig kannski meina annað með orðum sínum. En orð eru einskis virði, ef athafnir manna stefna svo í aðra átt. Það er að vísu alveg rétt, að framundan eru stór mál sem þarf að leysa, eins og verðbólga, vextir og að ná lendingu með aðilum vinnumarkaðsins. Bæði hins almenna og þess opinbera. Einnig er hægt að nefna önnur stór mál, eins og orkumál og útlendingamál. En þau verkefni er þó öll vel hægt að leysa, án aðkomu þess sem nú situr í stóli matvælaráðherra. Sjálfsagt myndi einhver segja að það gengi betur, ef téður ráðherra væri hvergi sjáanlegur og jafnvel enn betra betra ef að flokkur ráðherrans væri einnig í hæfilegri fjarlægð. Það þarf bara að hefjast handa og ekki una sér hvíldar uns árangri er náð. Það er ekkert minna undir en eitt stykki framtíð og velferð heillar þjóðar. Hvort um sig hlýtur í hugum okkar flestra að vega þyngra, en pólitískt líf hæstvirts matvælaráðherra. Gjör rétt – þol ei órétt! Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Hvalveiðar Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Það er mér algerlega lífins ómögulegt eftir úrskurð umboðsmanns Alþingins í Hvalveiðimálinu svokallaða og viðbragða hlutaðeigandi ráðherra og samstarfsflokka, að styðja á nokkurn hátt ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Viðbrögð matvælaráðherra, vegna úrskurðarins, sem voru eitthvað á þann hátt, að nauðsynlegt hafi verið, þar sem lögin sem unnið hafi verið eftir séu svo gömul og úrelt að ganga fram með þessum hætti. Það er að þverbrjóta stjórnsýslulög og ganga jafn freklega fram gegn stjórnarskrárvörðum rétti manna og raun ber vitni, eru svo gersamlega víðáttuvitlaus, óforskömmuð og gersamlega fordæmalaus, að segja má að ráðherrann hafi með þeim í rauninni verið að senda Alþingi Íslendinga, löggjafanum sjálfum og þjóðinni löngutöng. Það að ætla svo bara að taka þessu, eins og hverju öðru hundsbiti og halda þessu ríkisstjórnarsamstarfi óbréyttu áfram er svo eiginlega enn verra en viðbrögð ráðherrans. Ríkisstjórnarsamstarf með óbreyttri ráðherraskipan, þýðir í rauninni það eitt, að samstarfsflokkar ráðherrans og reyndar hans eiginn flokkur, samþykkja með gjörðum sínum túlkun og viðbrögð ráðherrans á úrskurði umboðsmanns, þó þeir telji sig kannski meina annað með orðum sínum. En orð eru einskis virði, ef athafnir manna stefna svo í aðra átt. Það er að vísu alveg rétt, að framundan eru stór mál sem þarf að leysa, eins og verðbólga, vextir og að ná lendingu með aðilum vinnumarkaðsins. Bæði hins almenna og þess opinbera. Einnig er hægt að nefna önnur stór mál, eins og orkumál og útlendingamál. En þau verkefni er þó öll vel hægt að leysa, án aðkomu þess sem nú situr í stóli matvælaráðherra. Sjálfsagt myndi einhver segja að það gengi betur, ef téður ráðherra væri hvergi sjáanlegur og jafnvel enn betra betra ef að flokkur ráðherrans væri einnig í hæfilegri fjarlægð. Það þarf bara að hefjast handa og ekki una sér hvíldar uns árangri er náð. Það er ekkert minna undir en eitt stykki framtíð og velferð heillar þjóðar. Hvort um sig hlýtur í hugum okkar flestra að vega þyngra, en pólitískt líf hæstvirts matvælaráðherra. Gjör rétt – þol ei órétt! Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun