Biðlar til stjórnvalda að setja sig í spor Palestínumanna Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 7. janúar 2024 09:59 Hin 17 ára Asil al-Masri ávarpaði mótmælendur á Austurvelli í gær. Skjáskot Hin sautján ára Asil al-Masri sem kom til landsins frá Palestínu fyrr í vikunni biður Alþingismenn um að setja sig í spor Palestínumanna. Hún biður þá um að finna það í hjarta sér að koma fjölskyldum Palestínumanna búsettra á Íslandi í öruggt skjól hér á landi á meðan árásir Ísraela ógna lífi þeirra. Asil hlaut íslenskan ríkisborgararétt á síðasta ári til að sameinast bróður sínum á ný eftir að loftárás drap stóran hluta fjölskyldu hennar og tók frá henni annan fótinn. Margir standi enn frammi fyrir glötun Í ræðu sem hún flutti á Austurvelli í gær þar sem komið hefur verið upp tjaldbúðum til að þrýsta á yfirvöld að sameina palestínskar fjölskyldur. Þar segir hún sig og bróður sinn Suleiman sem hefur verið búsettur á Íslandi um nokkurt skeið vera þakklát íslensku þjóðinni en að margir Palestínumenn séu ekki í hennar stöðu. „Jafnvel þó að mér hafi tekist að flýja dauðann, stríðið og eyðilegginguna í Gasa og sameinast bróður mínum hér á Íslandi, veit ég að fjölskyldur margra Palestínumanna sem standa hér á meðal okkar standa enn frammi fyrir dauða, hungri og glötun á hverjum degi í Gasa,“ segir Asil. Hún segir það að fá að vera með fjölskyldu sinni í öryggi séu grundvallarmannréttindi óháð upprunalandi, kynþætti, trú eða kyni. Asil biðlar til íslenskra stjórnvalda í ræðu sinni að finna það í sér að sameina aðrar fjölskyldur frá Gasasvæðinu. „Gerið það að setja ykkur í þeirra spor og ímyndið ykkur að vakna á hverjum degi og vita ekki hvort þau tali við fjölskyldu sína í síðasta skiptið,“ segir hún. Íslendingar geti lært ýmislegt af þeim Hún biður stjórnvöld um að synja ekki Palestínumönnum sem leita skjóls á Íslandi og að vísa þeim þegar komnu ekki úr landi þar sem þau hafa hvorki tíma né styrk til þess að hafa áhyggjur af því að þeim verði brottvísað. Að lokum hvetur hún íslensku þjóðina til að hafa ekki áhyggjur. Palestínumenn séu menntað, duglegt og góðhjartað fólk sem vill aðeins fá að búa við öryggi og vera hluti af samfélagi. „Við getum lært ýmislegt af ykkur og þið getið lært ýmislegt af okkur. Við verðum ekki byrði á herðum neins,“ segir Asil að lokum og viðstaddir kyrjuðu áköll um frjálsa Palestínu. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira
Hún biður þá um að finna það í hjarta sér að koma fjölskyldum Palestínumanna búsettra á Íslandi í öruggt skjól hér á landi á meðan árásir Ísraela ógna lífi þeirra. Asil hlaut íslenskan ríkisborgararétt á síðasta ári til að sameinast bróður sínum á ný eftir að loftárás drap stóran hluta fjölskyldu hennar og tók frá henni annan fótinn. Margir standi enn frammi fyrir glötun Í ræðu sem hún flutti á Austurvelli í gær þar sem komið hefur verið upp tjaldbúðum til að þrýsta á yfirvöld að sameina palestínskar fjölskyldur. Þar segir hún sig og bróður sinn Suleiman sem hefur verið búsettur á Íslandi um nokkurt skeið vera þakklát íslensku þjóðinni en að margir Palestínumenn séu ekki í hennar stöðu. „Jafnvel þó að mér hafi tekist að flýja dauðann, stríðið og eyðilegginguna í Gasa og sameinast bróður mínum hér á Íslandi, veit ég að fjölskyldur margra Palestínumanna sem standa hér á meðal okkar standa enn frammi fyrir dauða, hungri og glötun á hverjum degi í Gasa,“ segir Asil. Hún segir það að fá að vera með fjölskyldu sinni í öryggi séu grundvallarmannréttindi óháð upprunalandi, kynþætti, trú eða kyni. Asil biðlar til íslenskra stjórnvalda í ræðu sinni að finna það í sér að sameina aðrar fjölskyldur frá Gasasvæðinu. „Gerið það að setja ykkur í þeirra spor og ímyndið ykkur að vakna á hverjum degi og vita ekki hvort þau tali við fjölskyldu sína í síðasta skiptið,“ segir hún. Íslendingar geti lært ýmislegt af þeim Hún biður stjórnvöld um að synja ekki Palestínumönnum sem leita skjóls á Íslandi og að vísa þeim þegar komnu ekki úr landi þar sem þau hafa hvorki tíma né styrk til þess að hafa áhyggjur af því að þeim verði brottvísað. Að lokum hvetur hún íslensku þjóðina til að hafa ekki áhyggjur. Palestínumenn séu menntað, duglegt og góðhjartað fólk sem vill aðeins fá að búa við öryggi og vera hluti af samfélagi. „Við getum lært ýmislegt af ykkur og þið getið lært ýmislegt af okkur. Við verðum ekki byrði á herðum neins,“ segir Asil að lokum og viðstaddir kyrjuðu áköll um frjálsa Palestínu.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira