Íslendingur hreppti Emmy-verðlaun Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 7. janúar 2024 17:07 Sigurjón segir voða gaman að „litli gaurinn“ fái viðurkenningu. Vísir/Samsett Íslendingurinn Sigurjón Friðrik Garðarsson hlaut Emmy-verðlaun ásamt félögum sínum í Stormborn Studios fyrir tæknibrellur í sjónvarpsþáttaröðinni Five Days at Memorial sem var framleidd af Apple TV. Verðlaunin sem Sigurjón og félagar hlutu voru fyrir tæknibrellur í einstaka þætti og voru vinsælir þættir á borð við Wednesday, Ted Lasso og The Umbrella Academy tilnefnd í sama flokki. Emmy-verðlaun í flokkum tæknibrella og annarrar slíkrar „baksviðsvinnu“ voru veitt við hátíðlega athöfn í gærkvöldi. Sigurjón var ekki sjálfur viðstaddur athöfnina heldur horfði á sig fá Emmy-verðlaun úr sófanum heima. Hér fyrir neðan má sjá stiklur úr þættinum sem Sigurjón vann að. „Þetta verkefni kom til okkar fyrir tveimur og hálfu ári síðan núna, eitthvað svoleiðis. Verkefnið var fyrir það sem heitir Five Days at Memorial framleitt af Apple TV og þetta fjallar um nokkra daga á Memorial-spítalanum í New Orleans eftir að fellibylurinn Katrina fór þarna ýfir og flæddi borgina. Við komum að því að setja borgina á kaf,“ segir Sigurjón um verðlaunaverkefnið sitt. Sá um að myndin liti sannfærandi út Sigurjón lýsir hlutverki sínu innan teymisins sem svokölluðum compositing supervisor og segist ekki vita hvernig það myndi útleggjast á íslensku. Blaðamanni tókst ekki að komast að því sjálfur þrátt fyrir heiðarlega tilraun. „Mitt djobb er bara að sjá til þess að myndin líti út fyrir að vera sannfærandi, bæði tæknilega og listrænt. Svona að hún líti vel út. Og ég er þá innan handa fyrir aðra kompara sem eru að vinna við þetta. Maðurinn er svona hlekkurinn við visual effects supervisorinn sem er svo hlekkurinn við leikstjórann og framleiðandann,“ segir Sigurjón til að gera leikmannablaðamanni og lesendum það aðeins ljósar. Mikil samvinna Sigurjón leggur áherslu á það að það verkefni á þessari stærðargráðu feli í sér mikla samvinnu og að margir hafi komið að verkefninu. Samstarfsfélagar Sigurjóns með verðlaunin. Það gátu ekki allir sem unnu að verkefninu verið viðstaddir athöfnina.AP/Richard Shotwell „Það er miklu stærra en maður gerir sér grein fyrir og maður er kannski ekki alveg búinn að meðtaka þetta. En þetta er rosaleg viðurkenning á því sem við erum að gera og þetta er náttúrlega alveg gríðarlega mikil teymisvinna,“ segir hann. Gaman að litli gaurinn fái viðurkenningu Sigurjón bjó lengi vestanhafs og starfaði í tæknibrellubransanum í Vancouverborg í Kanada. Hann segist hafa unnið lengi með stofnendum Stormborn Studios og að þegar kom að því að þeir stofnuðu fyrirtækið hafi þeir viljað fá hann með í ýmis verkefni. Hann er ánægður með árangurinn en er hógværðin uppmáluð og líklega í hópi fárra Emmy-verðlaunahafa til að lýsa afrekinu sem „engri stórfrétt.“ „Þetta er búið að vera mjög gaman. Við erum tiltölulega lítið stúdíó miðað við marga á þessu sviði þannig það er voða gaman að litli gaurinn fái sína viðurkenningu líka,“ segir Sigurjón. Bíó og sjónvarp Emmy-verðlaunin Íslendingar erlendis Tækni Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira
Verðlaunin sem Sigurjón og félagar hlutu voru fyrir tæknibrellur í einstaka þætti og voru vinsælir þættir á borð við Wednesday, Ted Lasso og The Umbrella Academy tilnefnd í sama flokki. Emmy-verðlaun í flokkum tæknibrella og annarrar slíkrar „baksviðsvinnu“ voru veitt við hátíðlega athöfn í gærkvöldi. Sigurjón var ekki sjálfur viðstaddur athöfnina heldur horfði á sig fá Emmy-verðlaun úr sófanum heima. Hér fyrir neðan má sjá stiklur úr þættinum sem Sigurjón vann að. „Þetta verkefni kom til okkar fyrir tveimur og hálfu ári síðan núna, eitthvað svoleiðis. Verkefnið var fyrir það sem heitir Five Days at Memorial framleitt af Apple TV og þetta fjallar um nokkra daga á Memorial-spítalanum í New Orleans eftir að fellibylurinn Katrina fór þarna ýfir og flæddi borgina. Við komum að því að setja borgina á kaf,“ segir Sigurjón um verðlaunaverkefnið sitt. Sá um að myndin liti sannfærandi út Sigurjón lýsir hlutverki sínu innan teymisins sem svokölluðum compositing supervisor og segist ekki vita hvernig það myndi útleggjast á íslensku. Blaðamanni tókst ekki að komast að því sjálfur þrátt fyrir heiðarlega tilraun. „Mitt djobb er bara að sjá til þess að myndin líti út fyrir að vera sannfærandi, bæði tæknilega og listrænt. Svona að hún líti vel út. Og ég er þá innan handa fyrir aðra kompara sem eru að vinna við þetta. Maðurinn er svona hlekkurinn við visual effects supervisorinn sem er svo hlekkurinn við leikstjórann og framleiðandann,“ segir Sigurjón til að gera leikmannablaðamanni og lesendum það aðeins ljósar. Mikil samvinna Sigurjón leggur áherslu á það að það verkefni á þessari stærðargráðu feli í sér mikla samvinnu og að margir hafi komið að verkefninu. Samstarfsfélagar Sigurjóns með verðlaunin. Það gátu ekki allir sem unnu að verkefninu verið viðstaddir athöfnina.AP/Richard Shotwell „Það er miklu stærra en maður gerir sér grein fyrir og maður er kannski ekki alveg búinn að meðtaka þetta. En þetta er rosaleg viðurkenning á því sem við erum að gera og þetta er náttúrlega alveg gríðarlega mikil teymisvinna,“ segir hann. Gaman að litli gaurinn fái viðurkenningu Sigurjón bjó lengi vestanhafs og starfaði í tæknibrellubransanum í Vancouverborg í Kanada. Hann segist hafa unnið lengi með stofnendum Stormborn Studios og að þegar kom að því að þeir stofnuðu fyrirtækið hafi þeir viljað fá hann með í ýmis verkefni. Hann er ánægður með árangurinn en er hógværðin uppmáluð og líklega í hópi fárra Emmy-verðlaunahafa til að lýsa afrekinu sem „engri stórfrétt.“ „Þetta er búið að vera mjög gaman. Við erum tiltölulega lítið stúdíó miðað við marga á þessu sviði þannig það er voða gaman að litli gaurinn fái sína viðurkenningu líka,“ segir Sigurjón.
Bíó og sjónvarp Emmy-verðlaunin Íslendingar erlendis Tækni Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira