Málskotsbeiðni hafnað og Björn fær ekki krónu Árni Sæberg skrifar 8. janúar 2024 11:18 Björn Þorláksson, fyrrverandi upplýsingafulltrúi hjá Umhverfisstofnun. Vísir/Aðsend Málskotsbeiðni Björns Þorlákssonar, í máli sem hann höfðaði á hendur ríkinu vegna uppsagnar hans úr starfi upplýsingafulltrúa Umhverfisstofnunar, hefur verið hafnað. Fræðagarður, stéttarfélag blaðamannsins Björns Þorlákssonar, óskaði eftir áfrýjunarleyfi Hæstaréttar vegna máls sem Björn höfðaði gegn Kjara-og mannauðssýslu ríkisins, eftir að Landsréttur sýknaði ríkið af hluta krafna Björns og vísaði restinni frá héraðsdómi. Björn hóf nýverið störf á Samstöðinni. Hæstiréttur staðfesti úrskurð Landsréttar um frávísun kröfu Björns, vegna ætlaðs tjóns hans af búferlaflutningum frá Akureyri til Reykjavíkur, á þeim grundvelli að hana væri ekki að finna í stefnu málsins fyrir héraðsdómi. Nú hefur Hæstiréttur hafnað beiðni Björns um áfrýjun málsins að öðru leyti og því er málinu endanlega lokið. Starfið lagt niður og annað svipað auglýst mánuði seinna Forsaga málsins er sú að Björn var fyrirvaralaust kallaður á fund með forstjóra stofnunarinnar og mannauðsstjóra í nóvember árið 2020. Honum var þar afhent bréf þar sem honum var tilkynnt um verulegar breytingar á verkefnaskipulagi og áherslum tengdum starfi hans Þá var honum boðið að taka þátt í hæfnismati, sem hann þáði með þeim fyrirvara að það stæðist lög, sem hann efaðist um. Í janúar árið 2021 var Birni síðan tilkynnt að leggja ætti starf upplýsingafulltrúa niður. Um mánuði síðar auglýsti Umhverfisstofnun starf sérfræðings í stafrænni þróun, fræðslu og miðlun til umsóknar. Héraðsdómur gerði ríkinu að greiða Birni 6,8 milljónir króna vegna málsins, þar af þrjár milljónir króna í miskabætur. Þeim dómi var snúið við af Landsrétti. Uppsögnina ekki að rekja til persónu Björns Í dómi Landsréttar er rakið að forstöðumenn ríkisstofnana hafi rúmar heimildir til að taka ákvarðanir um hagræðingu í rekstri og ákvörðun um niðurlagningu á starfi Björns hafi verið tekin í kjölfar heildstæðrar greiningar á því hvernig unnt væri að mæta aðhaldskröfum fyrir Umhverfisstofnun. Þá hafi ákvörðunin þótt hafa byggst á málefnalegu mati og Birni að mati Landsréttar ekki tekist að sýna fram á að uppsögnin hefði verið löngu áformuð eða að hana mætti rekja til persónu hans eða framgöngu í starfi. Væri ákvörðunin því ekki talin ólögmæt, andstæð réttmætisreglu eða meðalhófsreglu stjórnsýslulaga. Ekki verulegt almennt gildi Í ákvörðun Hæstaréttar um málskotsbeiðni Björns segir að hann hafi í fyrsta lagi byggt á því að málið hefði verulegt almennt gildi, meðal annars um túlkun og samspil ákvæða laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins varðandi breytingar á störfum starfsmanns og verksviði annars vegar og hins vegar annarra ákvæða sömu laga um niðurlagningu starfs og uppsögn starfsmanns. Björn hafi talið að dómur Landsréttar fæli í sér nýmæli þar sem vinnuveitanda hafi verið talið heimilt að breyta starfi og segja starfsmanni samhliða upp störfum, án þess að það komi fram í henni að verið sé að segja starfsmanni upp störfum eða leggja niður starf hans. Í öðru lagi hafi Björn byggt á því að málið varði verulega hagsmuni hans þar sem ákvörðunin hefði bakað honum umtalsvert tjón. Í þriðja lagi hafi hann byggt á því að dómur Landsréttar væri bersýnilega rangur að efni til, meðal annars þar sem að dómsniðurstaðan samræmist hvorki lögum né dómaframkvæmd á sviði opinbers starfsmannaréttar og að hæglega hefði mátt komast hjá uppsögn leyfisbeiðanda að gættri meðalhófsreglu stjórnsýslulaga. Í niðurstööu Hæstaréttar segir að að virtum gögnum málsins sé hvorki unnt að líta svo á að úrslit þess hafi verulegt almennt gildi né að það varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni leyfisbeiðanda í skilningi laga um meðferð einkamála. Þá verði ekki séð að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur. Beiðni um áfrýjunarleyfi var því hafnað. Dómsmál Stjórnsýsla Vinnumarkaður Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Loftlagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Sjá meira
Fræðagarður, stéttarfélag blaðamannsins Björns Þorlákssonar, óskaði eftir áfrýjunarleyfi Hæstaréttar vegna máls sem Björn höfðaði gegn Kjara-og mannauðssýslu ríkisins, eftir að Landsréttur sýknaði ríkið af hluta krafna Björns og vísaði restinni frá héraðsdómi. Björn hóf nýverið störf á Samstöðinni. Hæstiréttur staðfesti úrskurð Landsréttar um frávísun kröfu Björns, vegna ætlaðs tjóns hans af búferlaflutningum frá Akureyri til Reykjavíkur, á þeim grundvelli að hana væri ekki að finna í stefnu málsins fyrir héraðsdómi. Nú hefur Hæstiréttur hafnað beiðni Björns um áfrýjun málsins að öðru leyti og því er málinu endanlega lokið. Starfið lagt niður og annað svipað auglýst mánuði seinna Forsaga málsins er sú að Björn var fyrirvaralaust kallaður á fund með forstjóra stofnunarinnar og mannauðsstjóra í nóvember árið 2020. Honum var þar afhent bréf þar sem honum var tilkynnt um verulegar breytingar á verkefnaskipulagi og áherslum tengdum starfi hans Þá var honum boðið að taka þátt í hæfnismati, sem hann þáði með þeim fyrirvara að það stæðist lög, sem hann efaðist um. Í janúar árið 2021 var Birni síðan tilkynnt að leggja ætti starf upplýsingafulltrúa niður. Um mánuði síðar auglýsti Umhverfisstofnun starf sérfræðings í stafrænni þróun, fræðslu og miðlun til umsóknar. Héraðsdómur gerði ríkinu að greiða Birni 6,8 milljónir króna vegna málsins, þar af þrjár milljónir króna í miskabætur. Þeim dómi var snúið við af Landsrétti. Uppsögnina ekki að rekja til persónu Björns Í dómi Landsréttar er rakið að forstöðumenn ríkisstofnana hafi rúmar heimildir til að taka ákvarðanir um hagræðingu í rekstri og ákvörðun um niðurlagningu á starfi Björns hafi verið tekin í kjölfar heildstæðrar greiningar á því hvernig unnt væri að mæta aðhaldskröfum fyrir Umhverfisstofnun. Þá hafi ákvörðunin þótt hafa byggst á málefnalegu mati og Birni að mati Landsréttar ekki tekist að sýna fram á að uppsögnin hefði verið löngu áformuð eða að hana mætti rekja til persónu hans eða framgöngu í starfi. Væri ákvörðunin því ekki talin ólögmæt, andstæð réttmætisreglu eða meðalhófsreglu stjórnsýslulaga. Ekki verulegt almennt gildi Í ákvörðun Hæstaréttar um málskotsbeiðni Björns segir að hann hafi í fyrsta lagi byggt á því að málið hefði verulegt almennt gildi, meðal annars um túlkun og samspil ákvæða laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins varðandi breytingar á störfum starfsmanns og verksviði annars vegar og hins vegar annarra ákvæða sömu laga um niðurlagningu starfs og uppsögn starfsmanns. Björn hafi talið að dómur Landsréttar fæli í sér nýmæli þar sem vinnuveitanda hafi verið talið heimilt að breyta starfi og segja starfsmanni samhliða upp störfum, án þess að það komi fram í henni að verið sé að segja starfsmanni upp störfum eða leggja niður starf hans. Í öðru lagi hafi Björn byggt á því að málið varði verulega hagsmuni hans þar sem ákvörðunin hefði bakað honum umtalsvert tjón. Í þriðja lagi hafi hann byggt á því að dómur Landsréttar væri bersýnilega rangur að efni til, meðal annars þar sem að dómsniðurstaðan samræmist hvorki lögum né dómaframkvæmd á sviði opinbers starfsmannaréttar og að hæglega hefði mátt komast hjá uppsögn leyfisbeiðanda að gættri meðalhófsreglu stjórnsýslulaga. Í niðurstööu Hæstaréttar segir að að virtum gögnum málsins sé hvorki unnt að líta svo á að úrslit þess hafi verulegt almennt gildi né að það varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni leyfisbeiðanda í skilningi laga um meðferð einkamála. Þá verði ekki séð að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur. Beiðni um áfrýjunarleyfi var því hafnað.
Dómsmál Stjórnsýsla Vinnumarkaður Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Loftlagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Sjá meira