Aðeins helmingur íbúa með fastan heimilislækni þvert gegn stefnu stjórnvalda Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. janúar 2024 13:58 Margrét Ólafía Tómasdóttir formaður Félags íslenskra heimilislækna. Vísir/Arnar Þrátt fyrir að heilbrigðisyfirvöld stefni að því að landsmenn séu með fastan skráðan heimilislækni á það aðeins við um helming íbúa á höfuðborgarasvæðinu. Ástæðan er skortur á heimilislæknum að sögn formanns félags þeirra. Það hafi áhrif á aðgengi og gæði þjónustunnar. Heilsugæslan sé í raun verr stödd en Landspítalinn. Fagfólk á Landspítalanum hefur undanfarið lýst gríðarlegu álagi þar í fjölmiðlum. Þrátt fyrir að það séu gamalkunnug stef þá segist fólk aldrei hafa séð það svartara. Víða er líka mikil bið eftir tíma hjá læknum á heilsugæslunni sem virðist í einhverjum tilvikum aðeins geta sinnt bráðatilfellum og hafa t.d. miklar umræður spunnist um það á samfélagsmiðlum. Meiri læknaskortur hjá heilsugæslunni Margrét Ólafía Tómasdóttir formaður félags íslenskra heimilislækna telur jafnvel meiri skort á læknum hjá heilsugæslunni en á Landspítalanum. „Þetta er all stór vandi sem endurspeglast bæði á spítalanum og hjá heilsugæslunni. Ég held hins vegar að á þessari stundu sé heilsugæslan ver stödd en spítalinn með tilliti til fjölda lækna,“ segir Margrét. Hún segir of fáa hafa fastan heimilislækni. „Í rauninni sýna tölur frá Sjúkratryggingum að einungis fimmtíu prósent íbúa eru með skráðan fastan heimilislækni. Það er dálítill munur millli hverfa. Þá sérstaklega út frá því hversu vel heilsugæslustöðin í þinu hverfi er mönnuð. Það að hafa fastan heimilislækni hefur hins egar bæði áhrif á aðgengi og gæði þjónustunnar. Það er miklu auðveldara að eiga í samskiptum við lækni sem þekkir þig. Þá er mikill munur á því að eiga samskipti í síma eða rafrænt við einhvern sem þú þekkir eða við ókunnuga manneskju. Það er afskaplega erfitt að taka læknisfræðilegar ályktanir um hluti í gegnum rafræn skilaboð um einstakling sem þú hefur aldrei hitt,“ segir hún. Þvert gegn stefnu stjórnvalda Hún segir þetta vera fyrst og fremst vegna skorts á læknum og þvert á stefnu stjórnvalda. „Stefnan hjá Sjúkratryggingum og hjá heilbrigðisráðuneytinu hefur verið að heimililæknar séu með fast skráða skjólstæðinga eins mikið og hægt er. Hver heimilislæknir má vera með um tólfhundruð skjólstæðinga,“ segir hún. Hún segir að lengi hafi verið bent á að þessi staða gæti komið upp. „Það eru ýmsar ástæður fyrir þessum skorti nú. Ein er að stór hluti heimilislækna er að komast á aldur. Þá er skortur á heimilislæknum á aldrinum 50-60 ára. Góðu fréttirnar eru að aftur hefur verið vinsælt að fara í sérnám í heimilislækningum á undanförnum árum þannig að við eigum von á nýjum hópi heimilislækna á næstu fimm til tíu árum,“ segir Margrét. Heilbrigðismál Landspítalinn Heilsugæsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Fólk búið að bíða upp undir ár á spítalanum eftir plássi Hjúkrunarfræðingur og einn af stjórnendum Landspítalans segir stóran hóp aldraða, sem fastur er á spítalanum vegna skorts á öðrum úrræðum, eiga betra skilið en að vera orðinn eitthvað vandamál á síðustu metrunum. Uggvænlegt sé að engin lausn sé í sjónmáli. 5. janúar 2024 21:01 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Sjá meira
Fagfólk á Landspítalanum hefur undanfarið lýst gríðarlegu álagi þar í fjölmiðlum. Þrátt fyrir að það séu gamalkunnug stef þá segist fólk aldrei hafa séð það svartara. Víða er líka mikil bið eftir tíma hjá læknum á heilsugæslunni sem virðist í einhverjum tilvikum aðeins geta sinnt bráðatilfellum og hafa t.d. miklar umræður spunnist um það á samfélagsmiðlum. Meiri læknaskortur hjá heilsugæslunni Margrét Ólafía Tómasdóttir formaður félags íslenskra heimilislækna telur jafnvel meiri skort á læknum hjá heilsugæslunni en á Landspítalanum. „Þetta er all stór vandi sem endurspeglast bæði á spítalanum og hjá heilsugæslunni. Ég held hins vegar að á þessari stundu sé heilsugæslan ver stödd en spítalinn með tilliti til fjölda lækna,“ segir Margrét. Hún segir of fáa hafa fastan heimilislækni. „Í rauninni sýna tölur frá Sjúkratryggingum að einungis fimmtíu prósent íbúa eru með skráðan fastan heimilislækni. Það er dálítill munur millli hverfa. Þá sérstaklega út frá því hversu vel heilsugæslustöðin í þinu hverfi er mönnuð. Það að hafa fastan heimilislækni hefur hins egar bæði áhrif á aðgengi og gæði þjónustunnar. Það er miklu auðveldara að eiga í samskiptum við lækni sem þekkir þig. Þá er mikill munur á því að eiga samskipti í síma eða rafrænt við einhvern sem þú þekkir eða við ókunnuga manneskju. Það er afskaplega erfitt að taka læknisfræðilegar ályktanir um hluti í gegnum rafræn skilaboð um einstakling sem þú hefur aldrei hitt,“ segir hún. Þvert gegn stefnu stjórnvalda Hún segir þetta vera fyrst og fremst vegna skorts á læknum og þvert á stefnu stjórnvalda. „Stefnan hjá Sjúkratryggingum og hjá heilbrigðisráðuneytinu hefur verið að heimililæknar séu með fast skráða skjólstæðinga eins mikið og hægt er. Hver heimilislæknir má vera með um tólfhundruð skjólstæðinga,“ segir hún. Hún segir að lengi hafi verið bent á að þessi staða gæti komið upp. „Það eru ýmsar ástæður fyrir þessum skorti nú. Ein er að stór hluti heimilislækna er að komast á aldur. Þá er skortur á heimilislæknum á aldrinum 50-60 ára. Góðu fréttirnar eru að aftur hefur verið vinsælt að fara í sérnám í heimilislækningum á undanförnum árum þannig að við eigum von á nýjum hópi heimilislækna á næstu fimm til tíu árum,“ segir Margrét.
Heilbrigðismál Landspítalinn Heilsugæsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Fólk búið að bíða upp undir ár á spítalanum eftir plássi Hjúkrunarfræðingur og einn af stjórnendum Landspítalans segir stóran hóp aldraða, sem fastur er á spítalanum vegna skorts á öðrum úrræðum, eiga betra skilið en að vera orðinn eitthvað vandamál á síðustu metrunum. Uggvænlegt sé að engin lausn sé í sjónmáli. 5. janúar 2024 21:01 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Sjá meira
Fólk búið að bíða upp undir ár á spítalanum eftir plássi Hjúkrunarfræðingur og einn af stjórnendum Landspítalans segir stóran hóp aldraða, sem fastur er á spítalanum vegna skorts á öðrum úrræðum, eiga betra skilið en að vera orðinn eitthvað vandamál á síðustu metrunum. Uggvænlegt sé að engin lausn sé í sjónmáli. 5. janúar 2024 21:01