Hvenær brýtur maður lög? Sigursteinn Másson skrifar 8. janúar 2024 14:31 Þessa dagana hugsar gamla ísland sér gott til glóðarinnar. Gömlu hagsmunaöflin um óbreytt fyrirkomulag í sjávarútvegi, forherrta valdaklíkan sem ekki má anda á og það er Þórðargleði hjá stjórnarandstöðu sem sér færi á að fella ríkisstjórn með vantrauststillögu á Svandísi Svavarsdóttur út af framgöngu hennar í dýravelferðarmáli. Sjálfstæðismenn gefa undir fótinn með það að greiða slíkri vantrauststillögu atkvæði sitt og að fella þar með sjálfir ríkisstjórnina. Og hvert skildi svo tilefnið vera? Í júní á síðasta ári stóð Svandís frammi fyrir því að velja á milli þess að fresta upphafi veiðitímabils á langreyðum með dags fyrirvara eða að láta hjá líða að bregðast á nokkurn hátt við skýru áliti Fagráðs um velferð dýra þess efnis að ekki væri hægt að tryggja mannúðlegar veiðar á stórhvelum. Svandís hafði einn föstudag og hluta mánudags til að rýna álit Fagráðs og ráðfærði sig við helstu sérfræðinga ráðuneytis hennar sem töldu frestun réttmæta og lögmæta. Niðurstaðan var sú að láta dýravelferðarlögin frá 2013 trompa 75 ára lög um hvalveiðar þótt með því væri vissulega tekin áhætta og að ákvörðunin yrði íþyngjandi fyrir Hval hf. Dýraverndin skildi njóta vafans. Þetta var tímamóta ákvörðun á Íslandi í þágu dýravelferðar, sem vissulega var tekin með mjög litlum fyrirvara, en það var líka ástæða fyrir því. Sú ástæða nefnist einu nafni Kristján Loftsson. Fram hefur komið að Kristján og Hvalur hf ollu miklum töfum á frágangi eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar um langreyðarveiðarnar 2022 sem síðan olli því að Fagráð um velferð dýra fékk málið ekki til umfjöllunar fyrr en síðla vors. Örstuttu fyrir áætlað upphaf langreyðarveiðanna barst skýrt álit Fagráðs til ráðherra sem bar þá að bregðast við. Eftirlitsskýrsla MAST leiddi í ljós að um þriðjungur langreyðanna líður miklar og langvarandi kvalir og niðurstaðan var sú að veiðarnar væru ekki í anda laga um dýravelferð. Fagráð um velferð dýra kvað enn sterkar að orði í sínu áliti og taldi enga leið að stunda þessar veiðar í samræmi við dýravelferðarlög. Þeir sem nú gagnrýna Svandísi hástöfum verða að svara þeirri spurningu hvað hún átti að gera í þeirri þröngu stöðu sem hún var? Átti hún að láta dýravelferðina lönd og leið og líta fyrst og fremst til atvinnuréttinda Hvals hf, þar sem í lang flestum tilvikum er um að ræða sumarstörf fyrir námsmenn, eða átti hún að gera þá kröfu á fyrirtækið að sýna innan tveggja mánaða fram á betrumbætur svo koma mætti í veg fyrir endurtekið dýraníð? Þá ákvörðun tók hún og fór þar með að sannfæringu sinni, af réttlætiskennd og að ráðleggingum sérfræðinga. Hvenær brýtur maður lög og hvenær brýtur maður ekki lög? Umboðsmaður Alþingis kýs að láta hin 75 ára útreltu lög um hvalveiðar trompa lög um dýravelferð frá 2013. Gott og vel. Það er þá hans mat. Í áliti hans segir að skort hafi nægilega skýra lagastoð fyrir frestun veiðitímabilsins. Ef þetta er áfellisdómur yfir einhverjum þá er það yfir löggjafanum sjálfum sem í áratugi hefur staðið vörð um þrönga og satt best að segja furðulega áráttu og hvalveiðihagsmuni eins manns. Það getur enginn haldið því fram að Svandís hafi ekki verið í góðri trú og studd af sérfræðingum ráðuneytis hennar, þegar hún tók þá ákvörðun að standa með málleysingjunum sem hafa í nafni þessarar þjóðar sætt ólýsanlegum pyndingum um áratugaskeið. Ég spyr, hvar eru nú þeir stjórnmálamenn, samtök og aktivistar sem á síðasta ári töluðu fyrir dýravelferð og verndun hvala? Höfundur er fulltrúi Alþjóðadýravelferðarsjóðsins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Sigursteinn Másson Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Sjá meira
Þessa dagana hugsar gamla ísland sér gott til glóðarinnar. Gömlu hagsmunaöflin um óbreytt fyrirkomulag í sjávarútvegi, forherrta valdaklíkan sem ekki má anda á og það er Þórðargleði hjá stjórnarandstöðu sem sér færi á að fella ríkisstjórn með vantrauststillögu á Svandísi Svavarsdóttur út af framgöngu hennar í dýravelferðarmáli. Sjálfstæðismenn gefa undir fótinn með það að greiða slíkri vantrauststillögu atkvæði sitt og að fella þar með sjálfir ríkisstjórnina. Og hvert skildi svo tilefnið vera? Í júní á síðasta ári stóð Svandís frammi fyrir því að velja á milli þess að fresta upphafi veiðitímabils á langreyðum með dags fyrirvara eða að láta hjá líða að bregðast á nokkurn hátt við skýru áliti Fagráðs um velferð dýra þess efnis að ekki væri hægt að tryggja mannúðlegar veiðar á stórhvelum. Svandís hafði einn föstudag og hluta mánudags til að rýna álit Fagráðs og ráðfærði sig við helstu sérfræðinga ráðuneytis hennar sem töldu frestun réttmæta og lögmæta. Niðurstaðan var sú að láta dýravelferðarlögin frá 2013 trompa 75 ára lög um hvalveiðar þótt með því væri vissulega tekin áhætta og að ákvörðunin yrði íþyngjandi fyrir Hval hf. Dýraverndin skildi njóta vafans. Þetta var tímamóta ákvörðun á Íslandi í þágu dýravelferðar, sem vissulega var tekin með mjög litlum fyrirvara, en það var líka ástæða fyrir því. Sú ástæða nefnist einu nafni Kristján Loftsson. Fram hefur komið að Kristján og Hvalur hf ollu miklum töfum á frágangi eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar um langreyðarveiðarnar 2022 sem síðan olli því að Fagráð um velferð dýra fékk málið ekki til umfjöllunar fyrr en síðla vors. Örstuttu fyrir áætlað upphaf langreyðarveiðanna barst skýrt álit Fagráðs til ráðherra sem bar þá að bregðast við. Eftirlitsskýrsla MAST leiddi í ljós að um þriðjungur langreyðanna líður miklar og langvarandi kvalir og niðurstaðan var sú að veiðarnar væru ekki í anda laga um dýravelferð. Fagráð um velferð dýra kvað enn sterkar að orði í sínu áliti og taldi enga leið að stunda þessar veiðar í samræmi við dýravelferðarlög. Þeir sem nú gagnrýna Svandísi hástöfum verða að svara þeirri spurningu hvað hún átti að gera í þeirri þröngu stöðu sem hún var? Átti hún að láta dýravelferðina lönd og leið og líta fyrst og fremst til atvinnuréttinda Hvals hf, þar sem í lang flestum tilvikum er um að ræða sumarstörf fyrir námsmenn, eða átti hún að gera þá kröfu á fyrirtækið að sýna innan tveggja mánaða fram á betrumbætur svo koma mætti í veg fyrir endurtekið dýraníð? Þá ákvörðun tók hún og fór þar með að sannfæringu sinni, af réttlætiskennd og að ráðleggingum sérfræðinga. Hvenær brýtur maður lög og hvenær brýtur maður ekki lög? Umboðsmaður Alþingis kýs að láta hin 75 ára útreltu lög um hvalveiðar trompa lög um dýravelferð frá 2013. Gott og vel. Það er þá hans mat. Í áliti hans segir að skort hafi nægilega skýra lagastoð fyrir frestun veiðitímabilsins. Ef þetta er áfellisdómur yfir einhverjum þá er það yfir löggjafanum sjálfum sem í áratugi hefur staðið vörð um þrönga og satt best að segja furðulega áráttu og hvalveiðihagsmuni eins manns. Það getur enginn haldið því fram að Svandís hafi ekki verið í góðri trú og studd af sérfræðingum ráðuneytis hennar, þegar hún tók þá ákvörðun að standa með málleysingjunum sem hafa í nafni þessarar þjóðar sætt ólýsanlegum pyndingum um áratugaskeið. Ég spyr, hvar eru nú þeir stjórnmálamenn, samtök og aktivistar sem á síðasta ári töluðu fyrir dýravelferð og verndun hvala? Höfundur er fulltrúi Alþjóðadýravelferðarsjóðsins á Íslandi.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun