Löng bið eftir lækni og dæmi um að fólk fái ekki tíma Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. janúar 2024 20:01 Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að það vanti að minnsta kosti þrjátíu lækna og tuttugu hjúkrunafræðinga á stofnunina. Hún telur að ástandið batni eftir nokkur ár þegar margir sem eru að sérhæfa sig í heimilislækningum útskrifast. Vísir Dæmi eru um að ekki sé hægt að bóka tíma hjá lækni á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Framkvæmdastjóri hjúkrunar segir skort á fagfólki hjá stofnuninni og mikið álag. Verulegur læknaskortur er á landinu sem kemur t.d. fram í að aðeins helmingur íbúa á höfuðborgarsvæðinu er með fastan heimilislækni sem er svo þvert gegn stefnu stjórnvalda. Fréttastofa fór á stúfana í dag og hringdi í nokkrar heilsugæslustöðvar til að athuga hvenær væri hægt að fá tíma hjá lækni. Yfirleitt var um mánaðarbið eftir tíma og jafnvel dæmi um að það sé hreinlega ekki hægt að bóka tíma vegna álags. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu segist þekkja dæmi um að heilsugæsla sé uppbókuð að sinni. „Því miður þekkjum við þannig tilfelli. Það sem við reynum þá er að taka þau tilfelli til okkar. Þá eru t.d. hjúkrunarfræðingar sem taka erindið og forflokka og meta hversu brátt það er og koma því í farveg síðar,“ segir Ragnheiður. Margar skýringar Ragnheiður bendir á að alls nítján stöðvar heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu sinni um þrjú þúsund manns á degi hverjum. Álagið sé hins vegar stöðugt að aukast. „Síðustu ár hafa margir læknar og hjúkrunarfræðingar hætt hjá okkur sökum aldurs. Það er að gerast á meðan þjóðin er að eldast. Landsmönnum er að fjölga, ferðamönnum fjölgar stöðugt og hluti þeirra þarf að sækja heilbrigðisþjónustu. Þá fáum við sífellt fleiri hælisleitendur til okkar. Ætli við þyrftum ekki um þrjátíu lækna og tuttugu hjúkrunarfræðinga til viðbótar svo vel ætti að vera. Því er ekki fyrir að fara nú en næstu ár líta betur út því fleiri eru að sérhæfa sig í heimilislækningum en áður,“ segir Ragnheiður. Fólk geti hringt í síma 1700 Hún bendir einnig á að fólk sem glímir við heilsubrest en hefur ekki fengið tíma hjá lækni geti haft samband í síma 1700 eða við netspjall hjá Upplýsingamiðstöð heilsugæslunnar þar sem hægt sé að fá ráðgjöf. Daglega berist þangað fjöldi erinda. „Við erum öll að vilja gerð að finna lausnir og leiðir til að þjónusta almenning betur. Það berast um fimmtán hundruð erindi daglega á upplýsingamiðstöð heilsugæslunnar þar sem bæði hjúkrunarfræðingar og móttökuritarar svara erindi almennings. Þá erum við nýlega byrjuð að nota gervigreind til að greina og flokka. Það eru að verða miklar framfarir í tæknimálum sem mun nýtast heilbrigðisþjónustu í framtíðinni,“ segir Ragnheiður. Heilbrigðismál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landspítalinn Heilsugæsla Tengdar fréttir Rosalega margir veikir og toppinum ekki náð Mikill fjöldi fólks liggur í veikindum vegna ýmissa öndunarfærasýkinga. Nýtt afbrigði Covid er mjög smitandi en veldur ekki alvarlegri veikindum. Sóttvarnalæknir segir þátttöku í bólusetningum vegna Covid og inflúensu undir væntingum þetta haustið. 21. desember 2023 13:45 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Verulegur læknaskortur er á landinu sem kemur t.d. fram í að aðeins helmingur íbúa á höfuðborgarsvæðinu er með fastan heimilislækni sem er svo þvert gegn stefnu stjórnvalda. Fréttastofa fór á stúfana í dag og hringdi í nokkrar heilsugæslustöðvar til að athuga hvenær væri hægt að fá tíma hjá lækni. Yfirleitt var um mánaðarbið eftir tíma og jafnvel dæmi um að það sé hreinlega ekki hægt að bóka tíma vegna álags. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu segist þekkja dæmi um að heilsugæsla sé uppbókuð að sinni. „Því miður þekkjum við þannig tilfelli. Það sem við reynum þá er að taka þau tilfelli til okkar. Þá eru t.d. hjúkrunarfræðingar sem taka erindið og forflokka og meta hversu brátt það er og koma því í farveg síðar,“ segir Ragnheiður. Margar skýringar Ragnheiður bendir á að alls nítján stöðvar heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu sinni um þrjú þúsund manns á degi hverjum. Álagið sé hins vegar stöðugt að aukast. „Síðustu ár hafa margir læknar og hjúkrunarfræðingar hætt hjá okkur sökum aldurs. Það er að gerast á meðan þjóðin er að eldast. Landsmönnum er að fjölga, ferðamönnum fjölgar stöðugt og hluti þeirra þarf að sækja heilbrigðisþjónustu. Þá fáum við sífellt fleiri hælisleitendur til okkar. Ætli við þyrftum ekki um þrjátíu lækna og tuttugu hjúkrunarfræðinga til viðbótar svo vel ætti að vera. Því er ekki fyrir að fara nú en næstu ár líta betur út því fleiri eru að sérhæfa sig í heimilislækningum en áður,“ segir Ragnheiður. Fólk geti hringt í síma 1700 Hún bendir einnig á að fólk sem glímir við heilsubrest en hefur ekki fengið tíma hjá lækni geti haft samband í síma 1700 eða við netspjall hjá Upplýsingamiðstöð heilsugæslunnar þar sem hægt sé að fá ráðgjöf. Daglega berist þangað fjöldi erinda. „Við erum öll að vilja gerð að finna lausnir og leiðir til að þjónusta almenning betur. Það berast um fimmtán hundruð erindi daglega á upplýsingamiðstöð heilsugæslunnar þar sem bæði hjúkrunarfræðingar og móttökuritarar svara erindi almennings. Þá erum við nýlega byrjuð að nota gervigreind til að greina og flokka. Það eru að verða miklar framfarir í tæknimálum sem mun nýtast heilbrigðisþjónustu í framtíðinni,“ segir Ragnheiður.
Heilbrigðismál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landspítalinn Heilsugæsla Tengdar fréttir Rosalega margir veikir og toppinum ekki náð Mikill fjöldi fólks liggur í veikindum vegna ýmissa öndunarfærasýkinga. Nýtt afbrigði Covid er mjög smitandi en veldur ekki alvarlegri veikindum. Sóttvarnalæknir segir þátttöku í bólusetningum vegna Covid og inflúensu undir væntingum þetta haustið. 21. desember 2023 13:45 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Rosalega margir veikir og toppinum ekki náð Mikill fjöldi fólks liggur í veikindum vegna ýmissa öndunarfærasýkinga. Nýtt afbrigði Covid er mjög smitandi en veldur ekki alvarlegri veikindum. Sóttvarnalæknir segir þátttöku í bólusetningum vegna Covid og inflúensu undir væntingum þetta haustið. 21. desember 2023 13:45