Foreldrarnir vilja rannsókn vegna andláts Cusack Sindri Sverrisson skrifar 9. janúar 2024 08:05 Maddy Cusack hefur verið minnst víða um England eftir að hún lést í september. Getty/Jacques Feeney Enska knattspyrnusambandið hefur verið að safna upplýsingum til að kanna hvort að reglur sambandsins hafi verið brotnar, í tengslum við lát knattspyrnukonunnar Maddy Cusack sem framdi sjálfsvíg á síðasta ári. Foreldrar hennar krefjast rannsóknar. Cusack, sem var miðjumaður hjá Sheffield United, var aðeins 27 ára gömul þegar hún lést í september síðastliðnum. Fram kemur í grein The Athletic að fjölskylda hennar sendi Sheffield United bréf innan við viku eftir andlátið, þar sem farið var ítarlega yfir það að Cusack hefði glímt við mikla andlega erfiðleika og að rót þeirra hefði verið samstarf hennar við þjálfarann Jonathan Morgan. Morgan tók við Sheffield United í febrúar. Hann hafði áður stýrt Cusack hjá Leicester. „Það var margt sem angraði hana [Cusack] í lokin en það stafaði allt af sambandi hennar við JM. Eins og hún trúði okkur fyrir þá tengdust öll vandræði ráðningu JM. Við vitum að hún væri enn með okkur ef hann hefði ekki verið ráðinn. Textaskilaboð og samtöl við hana styðja við þetta,“ sagði í bréfi fjölskyldunnar. Special report: The tragedy of Maddy Cusack - and why her family want a new investigation into her death.Please read: one of the more important stories I ve covered for @TheAthleticFC. Full story (no paywall): https://t.co/vCqiVBWC82— Daniel Taylor (@DTathletic) January 8, 2024 Eftir að hafa fengið bréfið hóf Sheffield United eigin rannsókn og steig Morgan til hliðar tímabundið í október. Niðurstaða félagsins var að engar sannanir væru fyrir því að nokkur hjá félaginu hefði gert eitthvað af sér. Fjölskyldan hafði einnig samband við enska knattspyrnusambandið sem í kjölfarið ákvað að skoða þær upplýsingar sem lægju fyrir varðandi málið. Fulltrúi sambandsins hitti foreldra Cusack svo 21. desember, og einnig fulltrúa Sheffield United á öðrum fundi, en hingað til hefur ekki þótt ástæða til að hefja formlega rannsókn. Morgan sneri aftur til starfa í síðustu viku ársins sem var að líða. Næsti leikur Sheffield United er við Tottenham í enska bikarnum um helgina. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Andlát Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Mbappé og félagar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Sjá meira
Cusack, sem var miðjumaður hjá Sheffield United, var aðeins 27 ára gömul þegar hún lést í september síðastliðnum. Fram kemur í grein The Athletic að fjölskylda hennar sendi Sheffield United bréf innan við viku eftir andlátið, þar sem farið var ítarlega yfir það að Cusack hefði glímt við mikla andlega erfiðleika og að rót þeirra hefði verið samstarf hennar við þjálfarann Jonathan Morgan. Morgan tók við Sheffield United í febrúar. Hann hafði áður stýrt Cusack hjá Leicester. „Það var margt sem angraði hana [Cusack] í lokin en það stafaði allt af sambandi hennar við JM. Eins og hún trúði okkur fyrir þá tengdust öll vandræði ráðningu JM. Við vitum að hún væri enn með okkur ef hann hefði ekki verið ráðinn. Textaskilaboð og samtöl við hana styðja við þetta,“ sagði í bréfi fjölskyldunnar. Special report: The tragedy of Maddy Cusack - and why her family want a new investigation into her death.Please read: one of the more important stories I ve covered for @TheAthleticFC. Full story (no paywall): https://t.co/vCqiVBWC82— Daniel Taylor (@DTathletic) January 8, 2024 Eftir að hafa fengið bréfið hóf Sheffield United eigin rannsókn og steig Morgan til hliðar tímabundið í október. Niðurstaða félagsins var að engar sannanir væru fyrir því að nokkur hjá félaginu hefði gert eitthvað af sér. Fjölskyldan hafði einnig samband við enska knattspyrnusambandið sem í kjölfarið ákvað að skoða þær upplýsingar sem lægju fyrir varðandi málið. Fulltrúi sambandsins hitti foreldra Cusack svo 21. desember, og einnig fulltrúa Sheffield United á öðrum fundi, en hingað til hefur ekki þótt ástæða til að hefja formlega rannsókn. Morgan sneri aftur til starfa í síðustu viku ársins sem var að líða. Næsti leikur Sheffield United er við Tottenham í enska bikarnum um helgina. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Andlát Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Mbappé og félagar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Sjá meira