Átta ára fangelsi fyrir manndráp á Ólafsfirði Árni Sæberg skrifar 9. janúar 2024 16:45 Steinþór Einarsson, sakborningur málsins skoðar gögn áður en aðalmeðferð hófst þann 12. desember í fyrra. Á móti honum situr Kolbrún Benediktsdóttir, saksóknari málsins. Vísir Steinþór Einarsson, 37 ára gamall karlmaður, hefur verið sakfelldur fyrir manndráp, með því að hafa stungið Tómas Waagfjörð, 47 ára, til bana á Ólafsfirði í október árið 2022. Hann var dæmdur í átta ára fangelsi. Þetta er niðurstaða dóms Héraðsdóms Norðurlands eystra, sem kveðinn var upp nú síðdegis. Auk fangelsisrefsingar var Steinþór dæmdur til að greiða ólögráða dóttur Tómasar 6,6 milljónir króna í skaðabætur og fjórar milljónir króna í miskabætur og ólögráða syni hans 4,4 milljónir króna í skaðabætur og fjórar milljónir í miskabætur. Þá var honum gert að greiða sex milljónir króna í sakarkostnað, þar af 5,2 milljóna króna málsvarnarlaun skipaðs verjanda hans. Í ákæru á hendur Steinþóri sagði að hann hefði svipt Tómas lífi með því að stinga hann tvisvar sinnum í vinstri síðu með hnífi, með þeim afleiðingum að ytri mjaðmarslagæð fór í sundur og olli umfangsmiklu blóðtapi sem leiddi til dauða Tómasar. Þess var krafist að Steinþór yrði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá var þess krafist fyrir hönd tveggja ólögráða barna Tómasar að Steinþór yrði dæmdur til greiðslu sex milljóna króna miskabóta hvoru um sig og skaðabætur upp á 6,6 milljónir króna annars vegar og 4,4 milljóna hins vegar. Bar fyrir sig neyðarvörn Í greinargerð verjanda Steinþórs sagði að ótvírætt væri að Tómas hefði fyrst lagt til Steinþórs með stórum hnífi. Þess var krafist fyrir hönd Steinþórs að hann yrði sýknaður af ákæru ákæruvaldsins, til vara að honum yrði ekki gerð refsing yrði hann sakfelldur, og til þrautavara að honum yrði gerð vægasta refsing sem lög leyfa. Sýknukrafa var byggð á því að Steinþór hafi verið að verjast lífshættulegri árás Tómasar og að hann hefði ekki haft neinn ásetning til þess að svipta hann lífi. „Ákærði henti í áttina til hins látna Tómasar Waagfjörð sólgleraugum sem hann hafði á höfðinu, sem greinilega varð til þess til að hinn látni Tómas Waagfjörð gekk í átt til ákærða mjög hratt, dró upp hníf sem ákærði hafði ekki tekið eftir. Ákærði hafði ekki staðið upp þegar hinn látni stakk hann í andlitið. Ákærði hrinti hinum látna út í horn eldhússins. Þá stakk hinn látni ákærða í lærið, og öskraði ákærði hvort hinn látni Tómas Waagfjörð hafi verið að stinga hann og ýtti aftur hendi hans frá sér til hins látna og féll um leið á hann,“ sagði í greinargerðinni. Því næst hafi Steinþór náð að snúa baki við Tómasi, krækja hægri hendi hans undir hægri handakrika og grípa utan um hnífsblaðið með hægri hendi þangað til Tómas missti mátt og féll niður, en þá um leið hafi Steinþór fallið fram fyrir sig, lagt hnífinn frá sér í nærliggjandi blómapott og skriðið inn á baðherbergi. Taldi mögulegt að Steinþóri yrði ekki gerð refsing Sem áður segir gerði ákæruvaldið kröfu um að Steinþóri yrði gerði gerð refsing fyrir að hafa orðið Tómasi að bana. Í málflutningi sínum sagði Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari þrjú atriði í málinu sem yrði að taka sérstaklega til skoðunar. Í fyrsta lagi hvort Steinþór hafi stungið Tómas, í öðru lagi hvort Steinþór hafi sýnt ásetning í verki með stungunum og í þriðja lagi hvort um neyðarvörn hafi verið að ræða. Hún sagði gögn málsins benda til þess að í átökum mannanna hafi Steinþór náð hnífnum af Tómasi. Tómas hafi verið fyrir aftan Steinþór sem hafi veitt honum áverkana tvo sem drógu hann til bana. Hún vísaði í niðurstöðu réttarmeinafræðinga í þessum efnum og sagði í raun útilokað að atburðarásin væri margt ólíkt því. Þá sagði hún að með þessari gjörð hefði Steinþór sýnt af sér ásetning, en ekki beinan ásetning. Ekkert bendi til þess að Steinþór hafi ætlað að bana Tómasi, en hann hefði þó mátt gera sér grein fyrir því að Tómas gæti hlotið bana af, líkt og hann gerði. Manndráp á Ólafsfirði Dómsmál Fjallabyggð Tengdar fréttir Einn ákærður fyrir manndráp á Ólafsfirði Karlmaður hefur verið ákærður fyrir manndráp á Ólafsfirði í október síðastliðnum. Fjögur höfðu stöðu sakbornings í málinu. 21. september 2023 12:16 Aldrei fleiri alvarleg ofbeldisbrot Aldrei hafa fleiri alvarleg ofbeldisbrot verið skráð hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en á fyrstu níu mánuðum ársins. Brotin hafa ríflega tvöfaldast á fimmtán árum. Lögreglan rannsakar nú hvort saknæmt athæfi hafi átt sér stað þegar kona á sextugsaldri lést um helgina. Tveir eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 10. október 2022 19:38 Ung hetja kom í veg fyrir að fleiri létust í harmleiknum á Ólafsfirði Telja má líklegt að rúmlega tvítugur karlmaður hafi komið í veg fyrir að karlmanni á fertugsaldri blæddi út af sárum sem hann hlaut í heimahúsi á Ólafsfirði fyrir viku. Karlmaðurinn ungi var fyrir tilviljun á rúntinum með vinkonu sinni umrædda nótt þegar óskað var eftir aðstoð hans. 10. október 2022 14:01 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Þetta er niðurstaða dóms Héraðsdóms Norðurlands eystra, sem kveðinn var upp nú síðdegis. Auk fangelsisrefsingar var Steinþór dæmdur til að greiða ólögráða dóttur Tómasar 6,6 milljónir króna í skaðabætur og fjórar milljónir króna í miskabætur og ólögráða syni hans 4,4 milljónir króna í skaðabætur og fjórar milljónir í miskabætur. Þá var honum gert að greiða sex milljónir króna í sakarkostnað, þar af 5,2 milljóna króna málsvarnarlaun skipaðs verjanda hans. Í ákæru á hendur Steinþóri sagði að hann hefði svipt Tómas lífi með því að stinga hann tvisvar sinnum í vinstri síðu með hnífi, með þeim afleiðingum að ytri mjaðmarslagæð fór í sundur og olli umfangsmiklu blóðtapi sem leiddi til dauða Tómasar. Þess var krafist að Steinþór yrði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá var þess krafist fyrir hönd tveggja ólögráða barna Tómasar að Steinþór yrði dæmdur til greiðslu sex milljóna króna miskabóta hvoru um sig og skaðabætur upp á 6,6 milljónir króna annars vegar og 4,4 milljóna hins vegar. Bar fyrir sig neyðarvörn Í greinargerð verjanda Steinþórs sagði að ótvírætt væri að Tómas hefði fyrst lagt til Steinþórs með stórum hnífi. Þess var krafist fyrir hönd Steinþórs að hann yrði sýknaður af ákæru ákæruvaldsins, til vara að honum yrði ekki gerð refsing yrði hann sakfelldur, og til þrautavara að honum yrði gerð vægasta refsing sem lög leyfa. Sýknukrafa var byggð á því að Steinþór hafi verið að verjast lífshættulegri árás Tómasar og að hann hefði ekki haft neinn ásetning til þess að svipta hann lífi. „Ákærði henti í áttina til hins látna Tómasar Waagfjörð sólgleraugum sem hann hafði á höfðinu, sem greinilega varð til þess til að hinn látni Tómas Waagfjörð gekk í átt til ákærða mjög hratt, dró upp hníf sem ákærði hafði ekki tekið eftir. Ákærði hafði ekki staðið upp þegar hinn látni stakk hann í andlitið. Ákærði hrinti hinum látna út í horn eldhússins. Þá stakk hinn látni ákærða í lærið, og öskraði ákærði hvort hinn látni Tómas Waagfjörð hafi verið að stinga hann og ýtti aftur hendi hans frá sér til hins látna og féll um leið á hann,“ sagði í greinargerðinni. Því næst hafi Steinþór náð að snúa baki við Tómasi, krækja hægri hendi hans undir hægri handakrika og grípa utan um hnífsblaðið með hægri hendi þangað til Tómas missti mátt og féll niður, en þá um leið hafi Steinþór fallið fram fyrir sig, lagt hnífinn frá sér í nærliggjandi blómapott og skriðið inn á baðherbergi. Taldi mögulegt að Steinþóri yrði ekki gerð refsing Sem áður segir gerði ákæruvaldið kröfu um að Steinþóri yrði gerði gerð refsing fyrir að hafa orðið Tómasi að bana. Í málflutningi sínum sagði Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari þrjú atriði í málinu sem yrði að taka sérstaklega til skoðunar. Í fyrsta lagi hvort Steinþór hafi stungið Tómas, í öðru lagi hvort Steinþór hafi sýnt ásetning í verki með stungunum og í þriðja lagi hvort um neyðarvörn hafi verið að ræða. Hún sagði gögn málsins benda til þess að í átökum mannanna hafi Steinþór náð hnífnum af Tómasi. Tómas hafi verið fyrir aftan Steinþór sem hafi veitt honum áverkana tvo sem drógu hann til bana. Hún vísaði í niðurstöðu réttarmeinafræðinga í þessum efnum og sagði í raun útilokað að atburðarásin væri margt ólíkt því. Þá sagði hún að með þessari gjörð hefði Steinþór sýnt af sér ásetning, en ekki beinan ásetning. Ekkert bendi til þess að Steinþór hafi ætlað að bana Tómasi, en hann hefði þó mátt gera sér grein fyrir því að Tómas gæti hlotið bana af, líkt og hann gerði.
Manndráp á Ólafsfirði Dómsmál Fjallabyggð Tengdar fréttir Einn ákærður fyrir manndráp á Ólafsfirði Karlmaður hefur verið ákærður fyrir manndráp á Ólafsfirði í október síðastliðnum. Fjögur höfðu stöðu sakbornings í málinu. 21. september 2023 12:16 Aldrei fleiri alvarleg ofbeldisbrot Aldrei hafa fleiri alvarleg ofbeldisbrot verið skráð hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en á fyrstu níu mánuðum ársins. Brotin hafa ríflega tvöfaldast á fimmtán árum. Lögreglan rannsakar nú hvort saknæmt athæfi hafi átt sér stað þegar kona á sextugsaldri lést um helgina. Tveir eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 10. október 2022 19:38 Ung hetja kom í veg fyrir að fleiri létust í harmleiknum á Ólafsfirði Telja má líklegt að rúmlega tvítugur karlmaður hafi komið í veg fyrir að karlmanni á fertugsaldri blæddi út af sárum sem hann hlaut í heimahúsi á Ólafsfirði fyrir viku. Karlmaðurinn ungi var fyrir tilviljun á rúntinum með vinkonu sinni umrædda nótt þegar óskað var eftir aðstoð hans. 10. október 2022 14:01 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Einn ákærður fyrir manndráp á Ólafsfirði Karlmaður hefur verið ákærður fyrir manndráp á Ólafsfirði í október síðastliðnum. Fjögur höfðu stöðu sakbornings í málinu. 21. september 2023 12:16
Aldrei fleiri alvarleg ofbeldisbrot Aldrei hafa fleiri alvarleg ofbeldisbrot verið skráð hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en á fyrstu níu mánuðum ársins. Brotin hafa ríflega tvöfaldast á fimmtán árum. Lögreglan rannsakar nú hvort saknæmt athæfi hafi átt sér stað þegar kona á sextugsaldri lést um helgina. Tveir eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 10. október 2022 19:38
Ung hetja kom í veg fyrir að fleiri létust í harmleiknum á Ólafsfirði Telja má líklegt að rúmlega tvítugur karlmaður hafi komið í veg fyrir að karlmanni á fertugsaldri blæddi út af sárum sem hann hlaut í heimahúsi á Ólafsfirði fyrir viku. Karlmaðurinn ungi var fyrir tilviljun á rúntinum með vinkonu sinni umrædda nótt þegar óskað var eftir aðstoð hans. 10. október 2022 14:01
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent