Chelsea með bakið upp við vegg eftir tap gegn Middlesbrough Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 9. janúar 2024 21:57 Hayden Hackney reyndist hetja Middlesbrough í kvöld. Stu Forster/Getty Images Middlesbrough, sem er í 12. sæti ensku B-deildarinnar, gerði sér lítið fyrir og vann afar óvæntan 1-0 sigur gegn Chelsea í fyrri leik liðanna í undanúrslitum enska deildarbikarsins í kvöld. Gestirnir í Chelsea voru, eins og við var að búast, sterkari aðilinn stærstan hluta leiksins, en illa gekk að finna netmöskvana. Alls áttu gestirnir 17 skot að marki heimamanna gegn aðeins sex skotum Middlesbrough, en þrátt fyrir það voru það heimamenn sem voru fyrri til að koma boltanum í netið. Það gerðu þeir þegar Hayden Hackney fékk sendingu inn á markteig frá Isaiah Jones á 37. mínútu og Hackney kláraði vel framhjá Djordje Petrovic í marki Chelsea. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir gestanna í Chelsea tókst þeim ekki að jafna metin og niðurstaðan varð 1-0 sigur heimamanna. Middlesbrough fer því með forystuna inn í síðari leikinn sem fram fer á Stamford Bridge, heimavelli Chelsea, þann 23. janúar næstkomandi. Enski boltinn
Middlesbrough, sem er í 12. sæti ensku B-deildarinnar, gerði sér lítið fyrir og vann afar óvæntan 1-0 sigur gegn Chelsea í fyrri leik liðanna í undanúrslitum enska deildarbikarsins í kvöld. Gestirnir í Chelsea voru, eins og við var að búast, sterkari aðilinn stærstan hluta leiksins, en illa gekk að finna netmöskvana. Alls áttu gestirnir 17 skot að marki heimamanna gegn aðeins sex skotum Middlesbrough, en þrátt fyrir það voru það heimamenn sem voru fyrri til að koma boltanum í netið. Það gerðu þeir þegar Hayden Hackney fékk sendingu inn á markteig frá Isaiah Jones á 37. mínútu og Hackney kláraði vel framhjá Djordje Petrovic í marki Chelsea. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir gestanna í Chelsea tókst þeim ekki að jafna metin og niðurstaðan varð 1-0 sigur heimamanna. Middlesbrough fer því með forystuna inn í síðari leikinn sem fram fer á Stamford Bridge, heimavelli Chelsea, þann 23. janúar næstkomandi.
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti