Mané giftist þá Aisha Tamba í Dakar, höfuðborg Senegals. Talsverður aldursmunur er á hjónunum. Mané er 31 árs en Tamba aðeins átján ára.
Þau hafa þekkst í einhvern tíma en Mané sá um að borga reikningana fyrir Tamba þegar hún var í skóla.
Mané og félagar hans í senegalska landsliðinu undirbúa sig nú fyrir Afríkumótið sem hefst á laugardaginn. Senegal á þar titil að verja.
Mané gekk í raðir Al-Nassr frá Bayern München í sumar. Hann er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Liverpool þar sem hann vann allt sem hægt er að vinna.