Enn einn endurkomusigur Liverpool Ágúst Orri Arnarson skrifar 10. janúar 2024 19:31 Getty/MB Media Liverpool vann 2-1 á móti Fulham í fyrri undanúrslitaleik liðanna í enska deildabikarnum. Liverpool lenti undir en tvö mörk með stuttu millibili í seinni hálfleik skiluðu sigrinum. Liverpool liðið er án margra öflugra leikmanna vegna bæði meiðsla og landsliðsverkefna. Meðal þeirra eru Mohamed Salah og Trent Alexander-Arnold. Það var ekki að sjá að þeir söknuðu þeirra í kvöld, Liverpool var með algjöra yfirburði inni á vellinum en tókst ekki að setja boltann í netið. Þvert gegn gangi leiksins skoraði svo Willian opnunarmarkið eftir glæfraleg mistök Virgil Van Dijk. 35 - At 35 years and 154 days, Willian is the oldest player to score in a League Cup semi-final since Fernandinho scored in January 2021 for Manchester City (35y 247d). Samba. pic.twitter.com/otwzJvrleH— OptaJoe (@OptaJoe) January 10, 2024 Þegar út í seinni hálfleikinn var komið hljómaði kunnuglegt stef. Liverpool tókst í sjöunda sinn á þessu tímabili að sækja sigur eftir að hafa lent marki undir. Það var varamaðurinn Darwin Nunez sem lagði bæði mörkin upp á þá Curtis Jones og Cody Gakpo. Hann átti svo sjálfur nokkrar atlögur að marki en tókst ekki að koma boltanum yfir línuna. Fleiri urðu mörkin ekki, 2-1 sigur Liverpool varð raunin og Fulham eiga erfitt verkefni fyrir höndum þegar liðin mætast í seinni leiknum á Craven Cottage þann 24. janúar. Enski boltinn
Liverpool vann 2-1 á móti Fulham í fyrri undanúrslitaleik liðanna í enska deildabikarnum. Liverpool lenti undir en tvö mörk með stuttu millibili í seinni hálfleik skiluðu sigrinum. Liverpool liðið er án margra öflugra leikmanna vegna bæði meiðsla og landsliðsverkefna. Meðal þeirra eru Mohamed Salah og Trent Alexander-Arnold. Það var ekki að sjá að þeir söknuðu þeirra í kvöld, Liverpool var með algjöra yfirburði inni á vellinum en tókst ekki að setja boltann í netið. Þvert gegn gangi leiksins skoraði svo Willian opnunarmarkið eftir glæfraleg mistök Virgil Van Dijk. 35 - At 35 years and 154 days, Willian is the oldest player to score in a League Cup semi-final since Fernandinho scored in January 2021 for Manchester City (35y 247d). Samba. pic.twitter.com/otwzJvrleH— OptaJoe (@OptaJoe) January 10, 2024 Þegar út í seinni hálfleikinn var komið hljómaði kunnuglegt stef. Liverpool tókst í sjöunda sinn á þessu tímabili að sækja sigur eftir að hafa lent marki undir. Það var varamaðurinn Darwin Nunez sem lagði bæði mörkin upp á þá Curtis Jones og Cody Gakpo. Hann átti svo sjálfur nokkrar atlögur að marki en tókst ekki að koma boltanum yfir línuna. Fleiri urðu mörkin ekki, 2-1 sigur Liverpool varð raunin og Fulham eiga erfitt verkefni fyrir höndum þegar liðin mætast í seinni leiknum á Craven Cottage þann 24. janúar.