Breytt pokastefna Sorpu umdeild: „Þetta er rugl“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. janúar 2024 21:31 Fólk hefur ýmsar skoðanir á breyttri pokastefnu hjá Sorpu. samsett/vísir Formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl segir breytta pokastefnu hjá Sorpu kalla á sérstakar bílferðir og finnst miður að þróunin sé á þá leið að skerða þjónustu í nærumhverfinu. Viðmælendur fréttastofu segjast flestir óánægðir með breytingarnar Í gær var fjallað um það á Vísi að frá og með deginum í dag yrði dreifingu á bréfpokum undir lífrænt sorp hætt í verslunum. Áfram sé þó hægt að sækja bréfpokana endurgjaldslaust á endurvinnslustöðvar Sorpu og í verslun Góða hirðisins. Ákvörðunin virðist umdeild ef marka má athugasemdir undir frétt Vísis á Facebook og hóta nokkrir því að hætta að flokka matarleifar. Þeir ætli ekki að leggja á sig ferð út á Sorpu. Fólk muni venjast breytingunum Þeir sem fréttastofa ræddi við í dag höfðu ýmsar skoðanir á málinu. „Ég hefði nú viljað hafa þá í Bónus eða Krónunni, það auðveldar manni og ég hef nú grun um að nokkrir muni svíkja lit,“ segir Sigurður. Og flokki þá síður? „Já ég er hræddur um það,“ segir hann. „Nei það held ég ekki,“ sagði Vilhjálmur og bætir því við að fólk muni venjast þessum breytingum eins og öðrum. Vilhjálmur heldur að fólk venjist þessum breytingum eins og öðrum og að þær verði ekki til þess að draga úr flokkun.skjáskot/stöð 2 „Rugl“ „Það eru ekkert allir sem eru á bílum, þetta er mjög óhentugt fyrir þá sem eru ekki á bílum,“ segir Helga Níelsen. „Ég efast um að fólk muni nenna því að fara upp á Sorpu og ná í þetta, held að þetta muni bara gleymast,“ segir Inga Lilja. „Það var mjög hentugt þegar þetta var hérna inni í búðunum, en þetta er rugl,“ segir Helga og bætir við að hún haldi að fólk muni gefast upp á fyrirkomulaginu og draga úr flokkun. Helga segir breytingarnar algjört rugl. Þær komi sér sérstaklega illa fyrir þá sem eru alla jafna ekki á bíl.skjáskot/stöð 2 Reiða sig á nærumhverfið Formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl segir ákvörðunina allt annað en jákvæða enda reiði þeir, sem ekki nota bíl, sig á þjónustu í nærumhverfinu. „Auðvitað hefur maður áhyggjur af því að ef aðgengi er skert þá flokki fólk minna, sem fer gegn stefnu stjórnvalda. Þannig hægri höndin er ekki í takt við þá vinstri,“ segir Sindri Freyr Ágústsson, formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl. Hann skorar á forsvarsmenn Sorpu að falla frá þessum breytingum. „Og vil hvetja til þess að ekki bara verði pokarnir aðgengilegir í matvöruverslunum heldur líka að hægt verði að skila flöskum og dósum í matvöruverslanir. Þannig er staðan á öllum hinum Norðurlöndunum og ég skil ekki hvers vegna það er ekki nú þegar þannig hér.“ Sindri Freyr er formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl.arnar halldórsson Fólk hamstri frekar ef það þurfi í langferð Samskiptastjóri Sorpu sagði ástæðu breytinganna meðal annars vegna þess að fólk hamstri pokana úr öllu hófi. Sindri óttast þó að fólk hamstri þá frekar eftir breytinguna. „Ef ég neyðist til að gera mér sér ferð til að sækja poka á Sorpustöð þá er ég allan daginn að fara að hamstra miklu frekar ef ég þarf að gera mér sér ferð.“ Inga Lilja telur að fólk muni frekar hamstra poka þegar það þarf að fara lengri leið til að sækja þá.skjáskot/stöð 2 Og þeir sem við ræddum við í Krónunni eru á sama máli. „Mögulega mun það aukast, ef ég á að vera alveg hreinskilin þá held ég að það geti vel verið að það muni aukast. Fólk nenni ekki oft upp á Sorpu að ná í þetta,“ sagði Inga Lilja. Sorpa Umhverfismál Matvöruverslun Sorphirða Tengdar fréttir Óforsvaranlegur kostnaður ástæðan fyrir breyttri pokastefnu Gunnar Dofri Ólafsson, samskipta- og þróunarstjóri Sorpu, segir eftirspurn eftir bréfpokum undir matarleifar hafa verið mikla og kostnaður við dreifinguna á þeim ekki hafa verið forsvaranlegur. 9. janúar 2024 22:14 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Í gær var fjallað um það á Vísi að frá og með deginum í dag yrði dreifingu á bréfpokum undir lífrænt sorp hætt í verslunum. Áfram sé þó hægt að sækja bréfpokana endurgjaldslaust á endurvinnslustöðvar Sorpu og í verslun Góða hirðisins. Ákvörðunin virðist umdeild ef marka má athugasemdir undir frétt Vísis á Facebook og hóta nokkrir því að hætta að flokka matarleifar. Þeir ætli ekki að leggja á sig ferð út á Sorpu. Fólk muni venjast breytingunum Þeir sem fréttastofa ræddi við í dag höfðu ýmsar skoðanir á málinu. „Ég hefði nú viljað hafa þá í Bónus eða Krónunni, það auðveldar manni og ég hef nú grun um að nokkrir muni svíkja lit,“ segir Sigurður. Og flokki þá síður? „Já ég er hræddur um það,“ segir hann. „Nei það held ég ekki,“ sagði Vilhjálmur og bætir því við að fólk muni venjast þessum breytingum eins og öðrum. Vilhjálmur heldur að fólk venjist þessum breytingum eins og öðrum og að þær verði ekki til þess að draga úr flokkun.skjáskot/stöð 2 „Rugl“ „Það eru ekkert allir sem eru á bílum, þetta er mjög óhentugt fyrir þá sem eru ekki á bílum,“ segir Helga Níelsen. „Ég efast um að fólk muni nenna því að fara upp á Sorpu og ná í þetta, held að þetta muni bara gleymast,“ segir Inga Lilja. „Það var mjög hentugt þegar þetta var hérna inni í búðunum, en þetta er rugl,“ segir Helga og bætir við að hún haldi að fólk muni gefast upp á fyrirkomulaginu og draga úr flokkun. Helga segir breytingarnar algjört rugl. Þær komi sér sérstaklega illa fyrir þá sem eru alla jafna ekki á bíl.skjáskot/stöð 2 Reiða sig á nærumhverfið Formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl segir ákvörðunina allt annað en jákvæða enda reiði þeir, sem ekki nota bíl, sig á þjónustu í nærumhverfinu. „Auðvitað hefur maður áhyggjur af því að ef aðgengi er skert þá flokki fólk minna, sem fer gegn stefnu stjórnvalda. Þannig hægri höndin er ekki í takt við þá vinstri,“ segir Sindri Freyr Ágústsson, formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl. Hann skorar á forsvarsmenn Sorpu að falla frá þessum breytingum. „Og vil hvetja til þess að ekki bara verði pokarnir aðgengilegir í matvöruverslunum heldur líka að hægt verði að skila flöskum og dósum í matvöruverslanir. Þannig er staðan á öllum hinum Norðurlöndunum og ég skil ekki hvers vegna það er ekki nú þegar þannig hér.“ Sindri Freyr er formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl.arnar halldórsson Fólk hamstri frekar ef það þurfi í langferð Samskiptastjóri Sorpu sagði ástæðu breytinganna meðal annars vegna þess að fólk hamstri pokana úr öllu hófi. Sindri óttast þó að fólk hamstri þá frekar eftir breytinguna. „Ef ég neyðist til að gera mér sér ferð til að sækja poka á Sorpustöð þá er ég allan daginn að fara að hamstra miklu frekar ef ég þarf að gera mér sér ferð.“ Inga Lilja telur að fólk muni frekar hamstra poka þegar það þarf að fara lengri leið til að sækja þá.skjáskot/stöð 2 Og þeir sem við ræddum við í Krónunni eru á sama máli. „Mögulega mun það aukast, ef ég á að vera alveg hreinskilin þá held ég að það geti vel verið að það muni aukast. Fólk nenni ekki oft upp á Sorpu að ná í þetta,“ sagði Inga Lilja.
Sorpa Umhverfismál Matvöruverslun Sorphirða Tengdar fréttir Óforsvaranlegur kostnaður ástæðan fyrir breyttri pokastefnu Gunnar Dofri Ólafsson, samskipta- og þróunarstjóri Sorpu, segir eftirspurn eftir bréfpokum undir matarleifar hafa verið mikla og kostnaður við dreifinguna á þeim ekki hafa verið forsvaranlegur. 9. janúar 2024 22:14 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Óforsvaranlegur kostnaður ástæðan fyrir breyttri pokastefnu Gunnar Dofri Ólafsson, samskipta- og þróunarstjóri Sorpu, segir eftirspurn eftir bréfpokum undir matarleifar hafa verið mikla og kostnaður við dreifinguna á þeim ekki hafa verið forsvaranlegur. 9. janúar 2024 22:14