Reykjavík eignist nýja vini í Palestínu Stefán Pálsson skrifar 11. janúar 2024 07:00 Árið 1944 tóku enska borgin Coventry og Stalíngrað í Sovétríkjunum upp vinaborgasamband. Sú fyrrnefnda hafði farið verst allra borga á Bretlandseyjum út úr loftárásum Þjóðverja og sú síðarnefnda mátti heita rústir einar eftir langvinnt og blóðugt umsátur í stríðinu. Nokkrum misserum síðar þróuðu íbúar Coventry hugmyndina lengra og stofnuðu til vinaborgasambands við þýskar borgir sem sömuleiðis höfðu mátt þola harðar loftárásir, þar á meðal Dresden sem orðið hafði fyrir gríðarlegum eldsprengjuárásum. Talið er að þessi táknræni gjörningur hafi skipt talsverðu máli við að græða sárin og vinna að sáttum milli þjóðanna teggja sem svo skömmu áður höfðu barist á banaspjótum. Coventry var ekki fyrsta borgin til að koma á vinasambandi við aðrar borgir. Vinaborgir, einnig nefndar systraborgir eða tvíburaborgir, höfðu þekkst á fyrri helmingi tuttugustu aldar en vinsældir fyrirbærisins hófust fyrst fyrir alvöru eftir stríðið og voru nátengdar hugsjónum um frið og útrýmingu styrjalda. Í stórum hlutum heimsins má það teljast viðtekin venja að borgir og stærri sveitarfélög eigi í slíku samstarfi við eina að fleiri borgir og bæi í öðrum ríkjum. Inntak slíks samstarfs er mismunandi í hverju tilfelli. Stundum er það lítið annað en að nafninu til en í öðrum tilvikum hefur vinaborgarsamband verið kveikja að ýmis konar samskiptum, svo sem stúdentaskiptum eða gagnkvæmum heimsóknum listamanna eða íþróttafólks. Vinaborgasamband kannað Á síðasta fundi borgarstjórnar Reykjavíkur var samþykkt að vinna áfram að tillögu okkar Vinstri grænna um að Reykjavíkurborg kanni möguleika og kosti þess að koma á vinabæjarsambandi við borg eða sveitarfélag í Palestínu. Fordæmið er augljóst. Í fyrra gerðist Reykjavík vinaborg Lviv í Úkraínu og var tilgangurinn augljóslega sá að senda skýr pólitísk skilaboð um samstöðu með fórnarlömbum árásarstríðsins þar í landi. Óþarf er að fjölyrða um hrylling þann sem fylgt hefur árásum Ísraelshers á Gaza síðustu vikur með óheyrilegu mannfalli og þjáningum borgara. Saga hernáms og ofbeldis á svæðinu er þó miklu lengri og öllum kunn. Heimsbyggðin getur ekki setið hjá og fylgst aðgerðalaust með. Með því að efna til vinaborgarsambands við samfélög í Palestínu myndi Reykjavík senda skýr og uppbyggileg skilaboð. Fyrirmyndina að slíku samstarfi mætti hæglega sækja til vina okkar Norðmanna sem búa að langri hefð fyrir slíku. Norskar borgir og stórbæir hafa t.a.m. verið í vinarborgasambandi við Ramallah, Nablus og Gazaborg. Í mörgum tilvikum hefur það orðið kveikjan að blómlegum ungmennasamskiptum og listsköpun. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Pálsson Borgarstjórn Reykjavík Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 1944 tóku enska borgin Coventry og Stalíngrað í Sovétríkjunum upp vinaborgasamband. Sú fyrrnefnda hafði farið verst allra borga á Bretlandseyjum út úr loftárásum Þjóðverja og sú síðarnefnda mátti heita rústir einar eftir langvinnt og blóðugt umsátur í stríðinu. Nokkrum misserum síðar þróuðu íbúar Coventry hugmyndina lengra og stofnuðu til vinaborgasambands við þýskar borgir sem sömuleiðis höfðu mátt þola harðar loftárásir, þar á meðal Dresden sem orðið hafði fyrir gríðarlegum eldsprengjuárásum. Talið er að þessi táknræni gjörningur hafi skipt talsverðu máli við að græða sárin og vinna að sáttum milli þjóðanna teggja sem svo skömmu áður höfðu barist á banaspjótum. Coventry var ekki fyrsta borgin til að koma á vinasambandi við aðrar borgir. Vinaborgir, einnig nefndar systraborgir eða tvíburaborgir, höfðu þekkst á fyrri helmingi tuttugustu aldar en vinsældir fyrirbærisins hófust fyrst fyrir alvöru eftir stríðið og voru nátengdar hugsjónum um frið og útrýmingu styrjalda. Í stórum hlutum heimsins má það teljast viðtekin venja að borgir og stærri sveitarfélög eigi í slíku samstarfi við eina að fleiri borgir og bæi í öðrum ríkjum. Inntak slíks samstarfs er mismunandi í hverju tilfelli. Stundum er það lítið annað en að nafninu til en í öðrum tilvikum hefur vinaborgarsamband verið kveikja að ýmis konar samskiptum, svo sem stúdentaskiptum eða gagnkvæmum heimsóknum listamanna eða íþróttafólks. Vinaborgasamband kannað Á síðasta fundi borgarstjórnar Reykjavíkur var samþykkt að vinna áfram að tillögu okkar Vinstri grænna um að Reykjavíkurborg kanni möguleika og kosti þess að koma á vinabæjarsambandi við borg eða sveitarfélag í Palestínu. Fordæmið er augljóst. Í fyrra gerðist Reykjavík vinaborg Lviv í Úkraínu og var tilgangurinn augljóslega sá að senda skýr pólitísk skilaboð um samstöðu með fórnarlömbum árásarstríðsins þar í landi. Óþarf er að fjölyrða um hrylling þann sem fylgt hefur árásum Ísraelshers á Gaza síðustu vikur með óheyrilegu mannfalli og þjáningum borgara. Saga hernáms og ofbeldis á svæðinu er þó miklu lengri og öllum kunn. Heimsbyggðin getur ekki setið hjá og fylgst aðgerðalaust með. Með því að efna til vinaborgarsambands við samfélög í Palestínu myndi Reykjavík senda skýr og uppbyggileg skilaboð. Fyrirmyndina að slíku samstarfi mætti hæglega sækja til vina okkar Norðmanna sem búa að langri hefð fyrir slíku. Norskar borgir og stórbæir hafa t.a.m. verið í vinarborgasambandi við Ramallah, Nablus og Gazaborg. Í mörgum tilvikum hefur það orðið kveikjan að blómlegum ungmennasamskiptum og listsköpun. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna.
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun