Íslenska veikin! Hjálmar Jónsson skrifar 11. janúar 2024 15:24 Númer eitt. Ég skrifa þessa grein vegna þess að trúverðugleiki blaðamanna og Blaðamannafélags Íslands skiptir höfuðmáli fyrir lýðræðislega umræðu og það aðhald sem hún veitir. Númer tvö. Ágreiningur minn við núverandi formann Blaðamannafélags Íslands (BÍ) snýst einungis um meint brot hennar á skattalögum og skort á því að gera hreint fyrir sínum dyrum þegar fjölmiðlar hafa gengið eftir skýringum. Það er enginn trúnaðarbrestur okkar í milli heldur er þaðskylda mín sem framkvæmdastjóra Blaðamannafélags Íslands að standa vörð um orðstýr félagsins. Því miður hef ég verið dálítið einmanna í því hlutverki undanfarið, en ítrekað sagt það við núverandi formann. Einnig lét ég þá skoðun í ljósi á stjórnarfundum félagsins meðan ég fékk að sækja þá. Skoðun mín hefur legið fyrir frá upphafi, ég hef ekki komið aftan að neinum í þessu máli. Númer þrjú. Núverandi formaður BÍ er illa haldin af „íslensku veikinni“, sem ég kýs að kalla svo, og felst í því að setja sjálfum sér sérreglur og öllum öðrum aðrar reglur. Það er þjóðarósiður. Ég veit ekki hversu oft ég hef upplifað það á fjörutíu ára ferli sem blaðamaður, að brotamenn setji í herðarnar og segi manni að éta það sem úti frýs, reglurnar gildi um alla aðra en þá. Númer fjögur. Það liggur fyrir í samtölum mínum við núverandi formann að hann er sekur um að skjóta tekjum undan skatti í þrjú ár. Það hefði ekki komist upp nema vegna þess að skattyfirvöld kölluðu eftir upplýsingum frá Airbnb og fengu um síðir. Að telja ekki fram tekjur til skatts í eitt ár getur verið mistök, í tvö ár kanski heimska, en í þrjú ár samfleytt hlýtur að teljast einbeittur brotavilji. Í mínu ungdæmi hétu þetta skattsvik en á nýíslensku núverandi formanns heitir þetta endurálagning! Númer fimm. Þetta er ekki mitt mál og ömurlegt að þurfa að koma að svona lágkúru. Orðstýr Blaðamananfélagsins er hins vegar mitt mál og þau gildi sem Blaðamannafélagið stendur fyrir. Ég hef notið trúnaðar blaðamanna og félagsmanna í BÍ til að starfa fyrir þá í tæpa fjóra áratugi og það er ekki í myndinni að bregðast þeim trúnaði. Formaður Blaðamannafélags Íslands þarf að hafa hreinan skjöld; svo einfalt er það. Það sorglega er að núverandi formaður hefur tekið eigin hagsmuni fram yfir hagsmuni félagsins. Það er til skammar fyrir núverandi formann og þá sem hafa lagt hönd á plóg. Númer sex. Þetta er ekki „frekjukallasyndróm“ eins og einhver gæti haldið. Því til sönnunar var ég búinn að starfa vandræðalaust með núverandi formann í rúm tvö ár áður,en upplýsingar um skattaundaskot hennar komu fram. Númer sjö. Það sauð upp úr milli mín og formannsins endanlega í síðustu viku þegar hún vildi fá skoðunaraðgang að reikningum félagsins. Ég hafnaði því alfarið, enda fullkomlega óeðlilegt að mínu mati. Stjórn og formaður geta kallað eftir öllum upplýsingum úr bókhaldi félagsins, en viðkvæmar persónuupplýsingar um hverjir fá endurgreiddan sálfræðikostnað eða eru að glíma við krabbamein, svo dæmi séu tekin, koma þeim að sjálfsögðu ekki við. Stjórn styrktarsjóðs BÍ kjörin á aðalfundi afgreiðir þau mál og er bundin ströngum trúnaði. Að veita öðrum aðild að slíkum persónugreinanlegum upplýsingum væri lögbrot og trúnaður um þessar upplýsingar þarf að vera hafinn yfir allan vafa. Númer átta. Það hafa verið forréttindi að fá að vinna fyrir blaðamenn undanfarna fjóra áratugi og hafa traust þeirra til þess. Það hefur verið ótrúleg farsæld yfir þessu starfi alla tíð, sem ég þakka forsjóninni fyrir. Ég tók við góðu búi frá fyrirrennurum mínum. Svo dæmi sé tekið tapaði Blaðamannafélagið engum fjármunum í hruninu og eigið fé þess hefur meira tífaldast að raungildi á síðustu 20 árum. Þetta hefur tekist þrátt fyrir að ekkert íslenskt stéttarfélag standi jafnvel með félagsmönnum sínum og BÍ gerir að mínu mati. Númer níu. Ég hef fundið ótrúlega mikinn stuðning undanfarinn sólarhring frá félögum í BÍ og fyrir það er ég hrærður og þakklátur. Ég trúi því að stjórn félagsins standi til þess að gera ein í þessari ákvörðun sinni. Mér var boðinn starfslokasamningur sem ég að sjálfsögðu hafnaði. Maður samþykkir ekki svona vinnubrögð þó allur gjaldeyrisforði Seðlabankans sé í boði. Eða eins og vinur minn og blaðamaður til meira en 50 ára sagði við mig í gærkvöldi: „Þetta er ekki einhver klúbbur, með fullri virðingu fyrir þeim, þetta er Blaðamannafélag Íslands!“ Höfundur er fyrrverandi framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Númer eitt. Ég skrifa þessa grein vegna þess að trúverðugleiki blaðamanna og Blaðamannafélags Íslands skiptir höfuðmáli fyrir lýðræðislega umræðu og það aðhald sem hún veitir. Númer tvö. Ágreiningur minn við núverandi formann Blaðamannafélags Íslands (BÍ) snýst einungis um meint brot hennar á skattalögum og skort á því að gera hreint fyrir sínum dyrum þegar fjölmiðlar hafa gengið eftir skýringum. Það er enginn trúnaðarbrestur okkar í milli heldur er þaðskylda mín sem framkvæmdastjóra Blaðamannafélags Íslands að standa vörð um orðstýr félagsins. Því miður hef ég verið dálítið einmanna í því hlutverki undanfarið, en ítrekað sagt það við núverandi formann. Einnig lét ég þá skoðun í ljósi á stjórnarfundum félagsins meðan ég fékk að sækja þá. Skoðun mín hefur legið fyrir frá upphafi, ég hef ekki komið aftan að neinum í þessu máli. Númer þrjú. Núverandi formaður BÍ er illa haldin af „íslensku veikinni“, sem ég kýs að kalla svo, og felst í því að setja sjálfum sér sérreglur og öllum öðrum aðrar reglur. Það er þjóðarósiður. Ég veit ekki hversu oft ég hef upplifað það á fjörutíu ára ferli sem blaðamaður, að brotamenn setji í herðarnar og segi manni að éta það sem úti frýs, reglurnar gildi um alla aðra en þá. Númer fjögur. Það liggur fyrir í samtölum mínum við núverandi formann að hann er sekur um að skjóta tekjum undan skatti í þrjú ár. Það hefði ekki komist upp nema vegna þess að skattyfirvöld kölluðu eftir upplýsingum frá Airbnb og fengu um síðir. Að telja ekki fram tekjur til skatts í eitt ár getur verið mistök, í tvö ár kanski heimska, en í þrjú ár samfleytt hlýtur að teljast einbeittur brotavilji. Í mínu ungdæmi hétu þetta skattsvik en á nýíslensku núverandi formanns heitir þetta endurálagning! Númer fimm. Þetta er ekki mitt mál og ömurlegt að þurfa að koma að svona lágkúru. Orðstýr Blaðamananfélagsins er hins vegar mitt mál og þau gildi sem Blaðamannafélagið stendur fyrir. Ég hef notið trúnaðar blaðamanna og félagsmanna í BÍ til að starfa fyrir þá í tæpa fjóra áratugi og það er ekki í myndinni að bregðast þeim trúnaði. Formaður Blaðamannafélags Íslands þarf að hafa hreinan skjöld; svo einfalt er það. Það sorglega er að núverandi formaður hefur tekið eigin hagsmuni fram yfir hagsmuni félagsins. Það er til skammar fyrir núverandi formann og þá sem hafa lagt hönd á plóg. Númer sex. Þetta er ekki „frekjukallasyndróm“ eins og einhver gæti haldið. Því til sönnunar var ég búinn að starfa vandræðalaust með núverandi formann í rúm tvö ár áður,en upplýsingar um skattaundaskot hennar komu fram. Númer sjö. Það sauð upp úr milli mín og formannsins endanlega í síðustu viku þegar hún vildi fá skoðunaraðgang að reikningum félagsins. Ég hafnaði því alfarið, enda fullkomlega óeðlilegt að mínu mati. Stjórn og formaður geta kallað eftir öllum upplýsingum úr bókhaldi félagsins, en viðkvæmar persónuupplýsingar um hverjir fá endurgreiddan sálfræðikostnað eða eru að glíma við krabbamein, svo dæmi séu tekin, koma þeim að sjálfsögðu ekki við. Stjórn styrktarsjóðs BÍ kjörin á aðalfundi afgreiðir þau mál og er bundin ströngum trúnaði. Að veita öðrum aðild að slíkum persónugreinanlegum upplýsingum væri lögbrot og trúnaður um þessar upplýsingar þarf að vera hafinn yfir allan vafa. Númer átta. Það hafa verið forréttindi að fá að vinna fyrir blaðamenn undanfarna fjóra áratugi og hafa traust þeirra til þess. Það hefur verið ótrúleg farsæld yfir þessu starfi alla tíð, sem ég þakka forsjóninni fyrir. Ég tók við góðu búi frá fyrirrennurum mínum. Svo dæmi sé tekið tapaði Blaðamannafélagið engum fjármunum í hruninu og eigið fé þess hefur meira tífaldast að raungildi á síðustu 20 árum. Þetta hefur tekist þrátt fyrir að ekkert íslenskt stéttarfélag standi jafnvel með félagsmönnum sínum og BÍ gerir að mínu mati. Númer níu. Ég hef fundið ótrúlega mikinn stuðning undanfarinn sólarhring frá félögum í BÍ og fyrir það er ég hrærður og þakklátur. Ég trúi því að stjórn félagsins standi til þess að gera ein í þessari ákvörðun sinni. Mér var boðinn starfslokasamningur sem ég að sjálfsögðu hafnaði. Maður samþykkir ekki svona vinnubrögð þó allur gjaldeyrisforði Seðlabankans sé í boði. Eða eins og vinur minn og blaðamaður til meira en 50 ára sagði við mig í gærkvöldi: „Þetta er ekki einhver klúbbur, með fullri virðingu fyrir þeim, þetta er Blaðamannafélag Íslands!“ Höfundur er fyrrverandi framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun