Slógu heimilisfangið rangt inn og gerðu engar fleiri tilraunir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. janúar 2024 17:30 Edda Björk Arnardóttir var handtekin og framseld til Noregs vegna þess að norska lögreglan ályktaði sem svo að hún ætlaði ekki að mæta fyrir dóm. Hún hafði gert ferðaplön fyrir dóm í Noregi en áður en til þess kom var handtökuskipun gefin út. Þingrétturinn í Þelamörk í Noregi veitti Eddu Björk Arnardóttur afslátt af refsingu vegna klúðurs norsku lögreglunnar að fresta aðalmeðferð í ágúst síðastliðnum á þeim grundvelli að Edda Björk ætlaði ekki að mæta. Viðurkennt var að lögreglan hefði slegið heimilsfang Eddu rangt inn og ekki leitað frekari leiða til að birta henni fyrirkall sem hún fyrir vikið svaraði aldrei. Þetta kemur fram í dómnum yfir Eddu Björk sem hlaut í dag tuttugu mánaða refsingu fyrir að flytja syni sína þrjá á brott frá Noregi í einkaflugvél í mars 2022. Föður drengjanna hafði þá verið dæmd forsjá þeirra fyrir norskum dómstólum. Ályktuðu að Edda ætlaði ekki að mæta Gefin var út handtökuskipun á Eddu Björk í Noregi í júlí 2023 vegna þess að hún hafði ekki svarað stefnu norsku lögreglunnar. Gerðu norsk yfirvöld þannig ráð fyrir að hún ætlaði ekki að mæta í aðalmeðferð málsins í ágúst. Edda Björk hefur alltaf haldið því fram að hún hafi ætlað að mæta en handtökuskipun hafi verið gefin út áður en þinghaldið átti að fara fram. „Síðastliðið sumar var gefin út handtökubeiðni á mig í Noregi. Forsendur hennar eru sagðar þær að ég hafi ekki brugðist við fyrirkalli til að mæta í réttarhöld yfir mér þann 9. og 10. ágúst síðastliðinn. Þann 28. júlí eða 12 dögum FYRIR áætlaða aðalmeðferð var óskað eftir því að ég yrði handtekin og framseld,“ sagði Edda Björk í yfirlýsingu á Facebook í sumar. „Ekkert í gögnum frá Noregi sýnir að ég hafi ekki ætlað að mæta fyrir dóm, þvert á móti var lögmaður minn í Noregi búinn að staðfesta þessar dagsetningar við réttinn.“ Ekki tilbúin að fara út í óvissu Edda Björk, sem þá fór huldu höfði á Íslandi, sagðist ekki tilbúin að láta handtaka sig og láta færa sig til Noregs án þess að dagsetning væri komin á ný réttarhöld. Svo fór að íslensk yfirvöld samþykktu framsalsbeiðni Norðmanna, leit var gerð að Eddu Björk og sonum hennar og hún handtekin og framseld til Noregs í desember. Þar hefur hún sætt gæsluvarðhaldi. Í dómi þingréttarins í Þelamörk viðurkennir saksóknari að hann geti ekki litið hjá því að ekki hafi tekist að birta Eddu Björk stefnu í sumar því heimilisfang hennar á Íslandi hafi verið rangt slegið inn. Norska lögreglan hafi ekki óskað eftir aðstoð frá íslenskum yfirvöldum varðandi birtingu stefnunnar, svo sem með afhendingu með stafrænum leiðum eða fyrirspurnum til verjanda Eddu Bjarkar. Aðalmeðferðinni sem hafði verið dagsett í ágúst var frestað þar sem lögreglan taldi Eddu ekki hafa brugðist. Eddu hefði hins vegar verið kunnugt um dagsetningu réttarhaldanna í gegnum lögmann sinn og hafði gert ferðaplön til Noregs vegna þeirra. Því taldi dómurinn ljóst að frestunin væri ekki Eddu að kenna og málið hefði vel getað farið fram í ágúst. Afpláni á Íslandi Taldi dómurinn rétt að gefa 15 prósenta frádrátt á refsingun vegna þess að málið hafi tekið óþarflega mikinn tíma. Var refsingin að þeim frádrætti meðtöldum ákveðin tuttugu mánaða óskilorðsbundið fangelsi. Helga Vala Helgadóttir, lögmaður sem gætir hagsmuna Eddu Bjarkar, segir Eddu enn í gæsluvarðhaldi ytra eftir dómsuppkvaðninguna. Unnið sé hörðum höndum að fá hana heim til Íslands. Það hafi verið eina skilyrði ríkissaksóknara fyrir framsalinu að Edda Björk fengi að afplána dóminn á Íslandi. Nú þurfi að athuga hvort ríkissaksóknari gangi ekki eftir því að staðið verði við það skilyrði. Þá sé til skoðunar hvort Edda Björk geti afplánað dóminn með samfélagsþjónustu. Mál Eddu Bjarkar Noregur Dómsmál Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Skjálfti í Bárðarbungu mældist yfir fimm að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Ríkið greiddi 642 milljónir vegna ágreinings, eineltis og brottreksturs Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Sjá meira
Þetta kemur fram í dómnum yfir Eddu Björk sem hlaut í dag tuttugu mánaða refsingu fyrir að flytja syni sína þrjá á brott frá Noregi í einkaflugvél í mars 2022. Föður drengjanna hafði þá verið dæmd forsjá þeirra fyrir norskum dómstólum. Ályktuðu að Edda ætlaði ekki að mæta Gefin var út handtökuskipun á Eddu Björk í Noregi í júlí 2023 vegna þess að hún hafði ekki svarað stefnu norsku lögreglunnar. Gerðu norsk yfirvöld þannig ráð fyrir að hún ætlaði ekki að mæta í aðalmeðferð málsins í ágúst. Edda Björk hefur alltaf haldið því fram að hún hafi ætlað að mæta en handtökuskipun hafi verið gefin út áður en þinghaldið átti að fara fram. „Síðastliðið sumar var gefin út handtökubeiðni á mig í Noregi. Forsendur hennar eru sagðar þær að ég hafi ekki brugðist við fyrirkalli til að mæta í réttarhöld yfir mér þann 9. og 10. ágúst síðastliðinn. Þann 28. júlí eða 12 dögum FYRIR áætlaða aðalmeðferð var óskað eftir því að ég yrði handtekin og framseld,“ sagði Edda Björk í yfirlýsingu á Facebook í sumar. „Ekkert í gögnum frá Noregi sýnir að ég hafi ekki ætlað að mæta fyrir dóm, þvert á móti var lögmaður minn í Noregi búinn að staðfesta þessar dagsetningar við réttinn.“ Ekki tilbúin að fara út í óvissu Edda Björk, sem þá fór huldu höfði á Íslandi, sagðist ekki tilbúin að láta handtaka sig og láta færa sig til Noregs án þess að dagsetning væri komin á ný réttarhöld. Svo fór að íslensk yfirvöld samþykktu framsalsbeiðni Norðmanna, leit var gerð að Eddu Björk og sonum hennar og hún handtekin og framseld til Noregs í desember. Þar hefur hún sætt gæsluvarðhaldi. Í dómi þingréttarins í Þelamörk viðurkennir saksóknari að hann geti ekki litið hjá því að ekki hafi tekist að birta Eddu Björk stefnu í sumar því heimilisfang hennar á Íslandi hafi verið rangt slegið inn. Norska lögreglan hafi ekki óskað eftir aðstoð frá íslenskum yfirvöldum varðandi birtingu stefnunnar, svo sem með afhendingu með stafrænum leiðum eða fyrirspurnum til verjanda Eddu Bjarkar. Aðalmeðferðinni sem hafði verið dagsett í ágúst var frestað þar sem lögreglan taldi Eddu ekki hafa brugðist. Eddu hefði hins vegar verið kunnugt um dagsetningu réttarhaldanna í gegnum lögmann sinn og hafði gert ferðaplön til Noregs vegna þeirra. Því taldi dómurinn ljóst að frestunin væri ekki Eddu að kenna og málið hefði vel getað farið fram í ágúst. Afpláni á Íslandi Taldi dómurinn rétt að gefa 15 prósenta frádrátt á refsingun vegna þess að málið hafi tekið óþarflega mikinn tíma. Var refsingin að þeim frádrætti meðtöldum ákveðin tuttugu mánaða óskilorðsbundið fangelsi. Helga Vala Helgadóttir, lögmaður sem gætir hagsmuna Eddu Bjarkar, segir Eddu enn í gæsluvarðhaldi ytra eftir dómsuppkvaðninguna. Unnið sé hörðum höndum að fá hana heim til Íslands. Það hafi verið eina skilyrði ríkissaksóknara fyrir framsalinu að Edda Björk fengi að afplána dóminn á Íslandi. Nú þurfi að athuga hvort ríkissaksóknari gangi ekki eftir því að staðið verði við það skilyrði. Þá sé til skoðunar hvort Edda Björk geti afplánað dóminn með samfélagsþjónustu.
Mál Eddu Bjarkar Noregur Dómsmál Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Skjálfti í Bárðarbungu mældist yfir fimm að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Ríkið greiddi 642 milljónir vegna ágreinings, eineltis og brottreksturs Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Sjá meira