Grunaðir um mörg skartgriparán í heimahúsum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 11. janúar 2024 20:31 Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Arnar Margt bendir til þess að sami eða sömu þjófar hafi framið tíu innbrot í íbúðir í fjölbýlishúsum á höfuðborgarsvæðinu yfir jól og áramót að sögn lögreglu. Fólk saknar helst skartgripa og fjármuna eftir ránin. Málin sem um ræðir voru í Sjálandi í Garðabæ þar sem þrjú innbrot áttu sér stað, sami fjöldi var í Lundi í Kópavogi. Þá var brotist inn í fjórar íbúðir í Neðsta- og Ofanleiti. Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að það sem einkenni ránin sé að þjófurinn eða þjófarnir róti mikið í íbúðunum. Hverfin þar sem innbrotin áttu sér stað. „Fólk saknar aðallega skartgripa og fjármuna eftir ránin,“ segir Skúli. Handabrögð þjófanna séu svipuð í flestum málanna. Þannig höfðu íbúðirnar verið mannlausar um tíma áður en brotist var inn í þær. Þær voru langflestar í fjölbýli á fyrstu hæð. Þjófarnir byrjuðu á að fara bakvið hús og inná á sólpall viðkomandi íbúðar. Þar spenntu þeir upp svalahurð eða glugga og komust inn. Skúli segir slík rán árstíðabundin. „Því miður erum við að sjá þetta ár eftir ár.“ Lögreglunni hefur ekki tekist að hafa hendur í hári ræningjans eða ræningjanna. Skúli segir allar ábendingar vel þegnar. „Ef fólk er að sjá einhverjar grunsamlegar mannaferðir eða bílferðir hringiði bara strax ekki bíða með það. Láttu okkur um að greiða úr þessu. Það getur komið okkur á sporið að fá bara hluta úr bílnúmeri, tegund eða lit bifreiðar,“ segir hann. Ræningjarnir ekki hættir Hann telur að ræninginn eða ræningjarnir muni aftur láta til skara skríða. „Fólk þarf alltaf að huga að sínum afbrotavörnum og ég er ekki viss um að hann sé hættur þessi,“ segir hann Hann segir að því miður upplýsist aðeins hluti svona mála en vonast til klófesta þá sem standi að þessum ránum. „Því miður þá náum við aðeins um þriðjungi innbrotsþjófa. En ég að vonast til að ná einhverjum í þessum málum,“ segir hann. Ráðleggur nágrannavörslu og ljós innan-og utandyra Skúli ráðleggur fólki að fá nágranna til að líta eftir eignum sínum þegar það fer að heiman í lengri tíma og vera með góðar læsingar á hurðum og gluggum. Þá sé mikilvægt að vera með góða lýsingu innan-og utandyra. „Það er t.d. ágætisvörn að vera með útiljós sem kviknar á við hreyfingu og tímastillt ljós innandyra,“ segir Skúli að lokum. Lögreglumál Reykjavík Kópavogur Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Málin sem um ræðir voru í Sjálandi í Garðabæ þar sem þrjú innbrot áttu sér stað, sami fjöldi var í Lundi í Kópavogi. Þá var brotist inn í fjórar íbúðir í Neðsta- og Ofanleiti. Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að það sem einkenni ránin sé að þjófurinn eða þjófarnir róti mikið í íbúðunum. Hverfin þar sem innbrotin áttu sér stað. „Fólk saknar aðallega skartgripa og fjármuna eftir ránin,“ segir Skúli. Handabrögð þjófanna séu svipuð í flestum málanna. Þannig höfðu íbúðirnar verið mannlausar um tíma áður en brotist var inn í þær. Þær voru langflestar í fjölbýli á fyrstu hæð. Þjófarnir byrjuðu á að fara bakvið hús og inná á sólpall viðkomandi íbúðar. Þar spenntu þeir upp svalahurð eða glugga og komust inn. Skúli segir slík rán árstíðabundin. „Því miður erum við að sjá þetta ár eftir ár.“ Lögreglunni hefur ekki tekist að hafa hendur í hári ræningjans eða ræningjanna. Skúli segir allar ábendingar vel þegnar. „Ef fólk er að sjá einhverjar grunsamlegar mannaferðir eða bílferðir hringiði bara strax ekki bíða með það. Láttu okkur um að greiða úr þessu. Það getur komið okkur á sporið að fá bara hluta úr bílnúmeri, tegund eða lit bifreiðar,“ segir hann. Ræningjarnir ekki hættir Hann telur að ræninginn eða ræningjarnir muni aftur láta til skara skríða. „Fólk þarf alltaf að huga að sínum afbrotavörnum og ég er ekki viss um að hann sé hættur þessi,“ segir hann Hann segir að því miður upplýsist aðeins hluti svona mála en vonast til klófesta þá sem standi að þessum ránum. „Því miður þá náum við aðeins um þriðjungi innbrotsþjófa. En ég að vonast til að ná einhverjum í þessum málum,“ segir hann. Ráðleggur nágrannavörslu og ljós innan-og utandyra Skúli ráðleggur fólki að fá nágranna til að líta eftir eignum sínum þegar það fer að heiman í lengri tíma og vera með góðar læsingar á hurðum og gluggum. Þá sé mikilvægt að vera með góða lýsingu innan-og utandyra. „Það er t.d. ágætisvörn að vera með útiljós sem kviknar á við hreyfingu og tímastillt ljós innandyra,“ segir Skúli að lokum.
Lögreglumál Reykjavík Kópavogur Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira