Aðgerð Eddu sögð þaulskipulögð með hjálp huldumanns í Noregi Jón Þór Stefánsson skrifar 11. janúar 2024 20:37 Edda Björk hlaut í dag tuttugu mánaða fangelsisdóm í Þingréttinum í Þelamörk. Vísir Þingrétturinn í Þelamörk í Noregi, sem dæmdi Eddu Björk Arnardóttur í tuttugu mánaða skilorðsbundið fangelsi í dag, segir að aðgerðin, þar sem synir hennar voru numdir á brott frá föður sínum í Noregi til Íslands, hafi verið þaulskipulögð, líkt og fagmenn hefðu verið að verki. Þetta kemur fram í dómnum sem féll í dag, en fréttastofa hefur hann undir höndum. Líkt og komið hefur fram í fjölmiðlum var notast við einkaflugvél við aðgerðina. Umrædd vél hafi verið tilbúinn til flugtaks um leið og drengirnir færu um borð. Þá segir að Edda hafi þurft að útbúa eða hafa uppi fölsuð ferðaskírteini til þess að framkvæma aðgerðina. Dómurinn fullyrðir jafnframt að brottnám drengjanna út af fyrir sig hafi verið vel undirbúið. Ljóst sé að hún hafi þurft á hjálp að minnsta kosti eins einstaklings í Noregi. Hver sá aðstoðarmaður sé er þó óljóst, en í dómnum segir að lögreglunni hafi ekki tekist að segja til um það. Þá hafi Edda ekki viljað svara spurningum um þennan aðstoðarmann. Þung byrði Þingrétturinn í Þelamörk vill meina að engin sönnunargögn hafi bent til þess að synir Eddu Bjarkar hafi óskað þess að flytja frá föður sínum í Noregi til Íslands. Dómurinn segist þó ekki draga í efa að drengirnir hafi viljað vera með móður sinni og systrum. Það fyrirkomulag sem hafi verið á hlutunum, þar sem drengirnir hittu móður sína undir eftirliti hafi verið gott að sögn dómsins. Að mati dómsins er ljóst að með því að nema drengina á brott hafi þung byrði verið sett á herðar þeirra. „Það er ljóst að fjallað hefur verið um mál sakborningsins í fjölmiðlum á Íslandi og á samfélagsmiðlum. Þar hefur hún ítrekað haldið því fram að hún hafi bjargað lífi drengjanna frá hræðilegu líferni með ofbeldisfullum manni í Noregi,“ segir í dómnum. Þar kemur einnig fram að Edda hafi játað að hluta að hafa framið brot með athæfi sínu. Við ákvörðun sína leit dómurinn þar af leiðandi til þess að Edda hefði haft ásetning í því að fremja umrædd brot. Fyrir dómi hafi hún borið fyrir sig að drengirnir vildu flytja frá föður sínum aftur til Íslands. Jafnframt hafi hún viljað meina að faðir þeirra væri ekki að sinna uppeldi drengjanna nægilega vel. Að hennar sögn hafi þeir til að mynda ekki fengið þá heilbrigðisaðstoð sem þeir þurftu á að halda. Líkt og áður segir komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að slíkt væri ekki rétt. Þá segir í dómnum að ásakanir Eddu um slæmt uppeldi föðurins væru tilefnislausar. Mál Eddu Bjarkar Noregur Dómsmál Íslendingar erlendis Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira
Þetta kemur fram í dómnum sem féll í dag, en fréttastofa hefur hann undir höndum. Líkt og komið hefur fram í fjölmiðlum var notast við einkaflugvél við aðgerðina. Umrædd vél hafi verið tilbúinn til flugtaks um leið og drengirnir færu um borð. Þá segir að Edda hafi þurft að útbúa eða hafa uppi fölsuð ferðaskírteini til þess að framkvæma aðgerðina. Dómurinn fullyrðir jafnframt að brottnám drengjanna út af fyrir sig hafi verið vel undirbúið. Ljóst sé að hún hafi þurft á hjálp að minnsta kosti eins einstaklings í Noregi. Hver sá aðstoðarmaður sé er þó óljóst, en í dómnum segir að lögreglunni hafi ekki tekist að segja til um það. Þá hafi Edda ekki viljað svara spurningum um þennan aðstoðarmann. Þung byrði Þingrétturinn í Þelamörk vill meina að engin sönnunargögn hafi bent til þess að synir Eddu Bjarkar hafi óskað þess að flytja frá föður sínum í Noregi til Íslands. Dómurinn segist þó ekki draga í efa að drengirnir hafi viljað vera með móður sinni og systrum. Það fyrirkomulag sem hafi verið á hlutunum, þar sem drengirnir hittu móður sína undir eftirliti hafi verið gott að sögn dómsins. Að mati dómsins er ljóst að með því að nema drengina á brott hafi þung byrði verið sett á herðar þeirra. „Það er ljóst að fjallað hefur verið um mál sakborningsins í fjölmiðlum á Íslandi og á samfélagsmiðlum. Þar hefur hún ítrekað haldið því fram að hún hafi bjargað lífi drengjanna frá hræðilegu líferni með ofbeldisfullum manni í Noregi,“ segir í dómnum. Þar kemur einnig fram að Edda hafi játað að hluta að hafa framið brot með athæfi sínu. Við ákvörðun sína leit dómurinn þar af leiðandi til þess að Edda hefði haft ásetning í því að fremja umrædd brot. Fyrir dómi hafi hún borið fyrir sig að drengirnir vildu flytja frá föður sínum aftur til Íslands. Jafnframt hafi hún viljað meina að faðir þeirra væri ekki að sinna uppeldi drengjanna nægilega vel. Að hennar sögn hafi þeir til að mynda ekki fengið þá heilbrigðisaðstoð sem þeir þurftu á að halda. Líkt og áður segir komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að slíkt væri ekki rétt. Þá segir í dómnum að ásakanir Eddu um slæmt uppeldi föðurins væru tilefnislausar.
Mál Eddu Bjarkar Noregur Dómsmál Íslendingar erlendis Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira